Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.02.2008, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 07.02.2008, Qupperneq 54
 7. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR Íslenska óperan frumsýn- ir annað kvöld óperuna La Traviata eftir ítalska tónskáldið Giuseppe Verdi. Óperan er ein sú þekktasta og vinsælasta sem fyrir- finnst í tónbókmenntunum. Söguþráður óperunnar er á þann veg að yfirstéttarpilturinn Alfredo Germont og fylgdarkonan Víóletta verða ástfangin, þvert á vilja Giorgios Germont, föður Alfredos, sem er vandur að virðingu sinni og kærir sig ekki um að sonur sinn sé í slagtogi við fylgdarkonu. Giorgio reynir allt hvað hann getur til að koma upp á milli elskendanna og tekst það að lokum enda er sagan hreinræktaður harmleikur. Það er valinn maður í hverju rúmi í þessari uppsetningu Íslensku óperunnar. Leikstjóri verksins er Jamie Hayes, hlutverk Alfredos er í höndum Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar, Tómas Tómasson fer með hlutverk Giorg- ios og Sigrún Pálmadóttir syngur hlutverk Víólettu nema í tveimur sýningum, þá hleypur Hulda Björk Garðarsdóttir í skarðið. „Þetta er æðislegt hlutverk sem gaman er að syngja, ekki síst vegna þess að tónlistin í þessari óperu er svo vel samin. Verdi tekst að framkalla svo miklar tilfinning- ar með tónlist sinni og því er auð- velt að lifa sig inn í hlutverkið af lífi og sál,“ segir Sigrún, spurð um hlutverkið. „Víóletta er náttúru- lega harmræn persóna og það er mikið drama í kringum þetta hlut- verk og í kringum verkið í heild sinni. En það er smá rómantík líka, þetta er ekki bara sorg.“ Hlutverk Víólettu er frumraun Sigrúnar hjá Íslensku óperunni, en fram að þessu hefur hún mest- megnis starfað erlendis. Hún segir gaman að upplifa stemninguna í kringum hérlenda óperuuppsetn- ingu. „Mér finnst ríkja nokkur eftir vænting í kringum sýninguna hér vegna þess að minna ber á slíku erlendis. Munurinn er nátt- úrulega til kominn vegna þess að hér er einfaldlega minna að gerast í óperuheiminum og því er upp- setning sem þessi stórfrétt í íslensku menningarlífi. En það er gaman að verða vör við þessa eft- irvæntingu.“ Greinilegt er að eftirvæntingin er mikil þar sem miðar á þær tíu sýningar sem áætlaðar höfðu verið seldust upp fyrir nokkru og því þurfti að bæta við tveimur auka- sýningum til að anna eftirspurn- inni. Sigrún er að vonum ánægð með þessa stöðu mála. „Það er ljóst að íslenskir óperuunnendur eru búnir að bíða eftir stóru og þekktu stykki. Það er náttúrulega nauð- synlegt að setja slík verk reglu- lega upp svo að fólk fái tækifæri til að upplifa þau, en ég tel ekki síður mikilvægt að setja líka upp minna þekkt verk enda nauðsyn- legt að hafa breidd og fjölbreytni í efnisvali í óperuheiminum eins og annars staðar.“ vigdis@frettabladid.is Sungið um ást í meinum FORBOÐIN ÁST Frá æfingu Íslensku óperunnar á hinni sívinsælu La Traviata. Baðstofan forsýn. 6/2 uppselt, frumsýning lau. 9/2 uppselt, 10/2 örfá sæti laus Vígaguðinn sýn mið. 6/2 uppselt, fös. 8/2, lau. 9/2 Kynning á Vetrarhátíð 7/2 kl. 21 allir velkomnir norway.today sýn. 7/2 uppselt, boðssýn. 8/2 Ívanov sýn. 7/2, 8/2, 9/2 og 10/2 uppselt LA TRAVIATA giuseppe verdi sigrún pálmadóttir | jóhann friðgeir valdimarsson | tómas tómasson 27. febrúar 28. febrúar 2.mars
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.