Fréttablaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 56
44 7. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR SNÚINN AFTUR Rambo er mættur aftur og þarf að takast á við búrmíska sadista sem slátra kristnum trúboðum.bio@frettabladid.is Kvikmyndabræðurnir Joel og Ethan Coen eru hálfgert fyrirbæri í kvikmyndaborg- inni Hollywood og nýj- asta kvikmynd þeirra, No Country for Old Men sem frumsýnd verður um helg- ina, sýnir að enga bresti er að finna í samstarfi þeirra. Þrjú ár skilja þá bræður að, Joel er eldri en Ethan yngri. Aldursmun- urinn hefur þó ekki komið að sök enda þykja þeir hafa svo svipaða sýn á kvikmyndir sínar að leikarar hafa sagt að þeir geti spurt þá sömu spurningarinnar hvorn í sínu lagi en fengið nákvæmlega sama svarið frá þeim báðum. Upphafið að öllu Foreldrar þeirra eru báðir próf- essorarar; faðir þeirra í hagfræði en móðirin í listfræði. Kvikmynda- gerð átti snemma hug þeirra allan og eyddi til að mynda Joel öllum sínum sumrum í að slá garða nágranna sinna og notaði síðan launin til að kaupa 8mm tökuvél. Og svo hófust þeir handa við að endurgera þær kvikmyndir sem þeir sáu annaðhvort í sjónvarpi eða í kvikmyndahúsum. Leiðir þeirra skildust hins vegar eftir að þeir kláruðu framhalds- skólann. Þeir fóru reyndar ekki langt frá hvor öðrum, Joel tók háskólapróf í kvikmynda- gerð við háskólann í New York en Ethan nam heimspeki við Princ- eton-háskól- ann í New York. Joel hélt strax að námi loknu af stað út í hinn harða kvikmynda- gerðarheim og gat sér gott orð fyrir klippingu. Vann meðal annars sem aðstoðarklipp- ari hjá Sam Raimi þegar hann gerði Evil Dead. En árið 1984 urðu eigin- leg straumhvörf í lífi þeirra þegar þeir skrifuðu handritið fyrstu kvikmyndinni, Blood Simple. Kvikmyndinni hefur verið haldið á lofti sem brautryðjendaverki í heimi spennumynda og oftar en ekki þurfa svokallaðar nútíma film-noir kvikmyndir að bera sig saman við hana. Samstiga bræður Blood Simple reyndist upphafið að einhverju ótrúlegasta og frjóasta samstarfi sem Holly- wood hefur getið af sér. Kvikmynd- ir á borð við Barton Fink, Mill- er’s Cross- ing, Fargo og Big Lebowski segja meira en mörg orð. Samstarfi Coen-bræðranna má að einhverju leyti líkja við samstarf Pauls McCartney og Johns Lennon. Reglurnar eru skýrar; Joel er leik- stjóri, Ethan framleiðandi og saman skrifa þeir handritið. Eða þannig er það í það minnsta á kreditlistanum. Hins vegar þegar út í kvikmyndagerðina sjálfa er komið þá hverfur þessi lína og leikarar vita jafnvel ekki hvor þeirra er framleiðandi og hvor leikstjóri. Sögurnar sem Coen-bræður hafa sagt kvikmyndahúsagestum eru byggðar upp á fjórum meginstoð- um; peningum, ofbeldi, landslagi og óstjórnlegri illsku. Þessi atriði koma til að mynda öll fyrir í nýj- ustu kvikmyndinni No Country For Old Men þótt aðdáendur þeirri kunni að sakna kolsvartrar kímni bræðranna þegar kemur að ofbeld- inu eins og í Fargo, þegar kvik- myndasalurinn skellti upp úr á meðan Peter Stormare bútaði niður eitt fórnarlamba sinna. Og þó að margir kvikmyndagerð- armenn séu smeykir við velgengni sína og vilji gefa aðdáendum sínum frí frá sjálfum sér eru Coen-bræðurnir í miklu stuði um þessar mundir. Á teikniborðinu eru tvær kvikmyndir; Burn after Reading sem fjallar um CIA og netstefnumót og skartar George Clooney, Brad Pitt og John Mal- kovich í aðalhlutverkum, og hin heiti A Serious Man og á að fara á fullt árið 2009. Tvíhöfðar í Hollywood FRJÓIR OG Í FULLU FJÖRI Coen-bræð- urnir ætla sér síður en svo að slá slöku við og eru með tvær kvikmyndir á teikniborðinu. TÝPISK COEN-MYND No Country for Old Men er sögð vera dæmigerð Coen-mynd; ofbeldi, peningar, illskan og magnaðar landslagssenur eru áberandi. Meet the Spartans Að venju þykir stórum hópi ungs fólks alltaf gaman að því þegar gert er grín að vinsælustu kvikmyndum síðasta árs. Og Meet The Spartans er af þeim meiði. Þótt sumum þyki kvik- myndir af þessari gerð hin mesta peningasóun og mikill við- bjóður þá eru aðrir sem veltast um af hlátri yfir kvikmynda- gerð síðasta árs sem sýnd er í spéspegli. Carmen Elektra flækist síðan um hvíta tjaldið með beran barminn. Leikstjóri: Jason Friedberg og Aaron Seltzer Aðalhlutverk: Sean Maguire og Carmen Elektra Dómur IMDB: 2,4 /10 Ps. I love You Rómantíkin svífur yfir vötnum í kvikmyndinni Ps. I love you. Hin unga Holly Kennedy lifir hinu fullkomnu lífi með eiginmanni sínum. En sorgin tekur völd þegar hann deyr úr alvarlegum veikindum. Holly uppgötvar hins vegar að eigin- maðurinn sálugi hefur skilið eftir tíu skilaboð um hvernig hún eigi að finna hamingjuna á ný. Leikstjóri: Richard LaGravenese Aðalhlutverk: Gerard Butler og Hillary Swank Sid Ganis, forseti Óskarsaka- demíunnar, segir að það leiki enginn vafi á því að verðlaunahá- tíðin verður haldin 24. febrúar þrátt fyrir að verkfall handrits- höfunda verði enn þá í gangi. Hann er jafnframt bjartsýnn á að búið verði að leysa deiluna í tæka tíð. „Hlutirnir líta virkilega vel út,“ sagði Ganis í hádegis- verðarboði þar sem tilnefndir Óskarsverðlaunahafar voru samankomnir. Samkvæmt kvikmyndablaðinu Variety er góður möguleiki á að verkfallinu ljúki í byrjun næstu viku gangi allt að óskum. Óskarshátíð verður haldin Einhver fræknasta hetja kalda stríðs- ins, sjálfur John Rambo, er mættur til leiks eftir þó nokkra fjarveru. Enda hefur lítið verið fyrir hermanninn að gera eftir að honum tókst nánast einum síns liðs að klekkja á kommum í austri með aðstoð talibana. Rambo hefur komið sér vel fyrir í Taílandi þar sem hann siglir um fljót með ferðamenn og fangar snáka til að eiga fyrir salti í grautinn. Rambo er fyrir löngu búinn að fá nóg af hvers kyns drápum og stríðsrekstri en vandamálin eiga það til að elta hann uppi. Hann fær nefnilega tilboð frá hópi kristinna trúboða um að fylgja þeim inn í Búrma en ástandið í landinu er eldfimt og stríð getur brotist út hvenær sem er. En ferðin gengur vel, til að byrja með, eða allt þar til hópurinn er tekinn til fanga af harðsvíruðum hershöfð- ingja sem pyntar og myrðir hluta hópsins. Rambo þarf því að dusta rykið af svitabandinu og hnífnum góða og sýna að lengi lifir í gömlum glæðum. Að venju er sjálfur Sylvester Stallone einhver undarlegasta en um leið vinsælasta kvikmyndastjarna síðari tíma. Leikarinn, sem er nánast ótalandi, hefur náð að safna í kringum sig einhverjum dyggasta aðdáendahópi sem um getur og telur hann að allt sem Sly komi nálægt sé meistaraverk og fjórða Rambo-myndin sé engin undan- tekning. Engu skiptir þótt gagnrýnend- ur hafi að mestu leyti verið sammála um að nýja myndin um John Rambo sé stórt og ruglingslegt blóðbað. Rambo ríður húsum með vélbyssu FRUMSÝNDAR UM HELGINA > ARRESTED DEVELOPMENT Í KVIKMYND Allt útlit er fyrir að sjónvarpsþættirnir Arrested Develop- ment rati á hvíta tjaldið eins og hefð er fyrir með vinsæla sjónvarpsþætti frá Amer- íku. Jason Bateman, einn aðalleikarinn úr þáttunum, segir að leik- hópurinn voni það besta og trúi því að farið verði af stað á næstunni. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 09 96 0 2 /0 8 TILBOÐ 7.–15. FEBRÚAR + Nánari upplýsingar og bókanir á www.icelandair.is eða í síma 50 50 100 * Innifalið í verði: Flug aðra leið og flugvallarskattar. Ferðatímabil: 2. mars–31. des. BERLÍNVerð frá 14.890 kr.* CLOONEY George Clooney var á meðal þeirra sem mættu í hádegisverðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.