Fréttablaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 58
46 7. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR > ÞAÐ KEMUR SÉR VEL … … að eiga eins og eina krukku af góðu, sterku sinnepi í eldhúsinu. Það má nota í alls konar sósur og maríneringar, eða bara eitt og sér fyrir þá sem þora. Í verslunum er svo hægt að fá allt frá gróf- kornóttu dijon sinn- epi til sinneps með estragoni. Um að gera að prófa sig áfram. Rússnesku blini-kökurnar eru vinsælar um allan heim, og þá sérstaklega sem fingramatur í mannfagnaði eða í hlutverki for- réttar. Þó að hægt sé að kaupa kökurnar tilbúnar er ekki mikil fyrirhöfn að búa þær til sjálfur. Burtséð frá tímanum sem deigið þarf til að lyfta sér er baksturinn ekki heldur sérlega tímafrekur. Þessa uppskrift er að finna á síð- unni epicurious.com. Hrærið saman vatn, ger og sykur í lítilli skál og látið standa í um 5 mín. þar til blandan freyðir. Bætið hveiti, bókhveiti og salti við blönduna. Hrærið mjólk, 3 msk. af smjöri og eggjum saman við. Breiðið plastfilmu yfir skál- ina og komið fyrir í ofnskúffu með um 2,5 cm af heitu vatni. Látið hefast á hlýjum stað í um 1½ til 2 tíma. Hrærið deigið aftur. Hitið pönnu og berið smjör á hana. Notið um 1 msk. af deigi fyrir hverja blini. Steikið og snúið þar til kökurnar eru gullinbrúnar á báðum hliðum, í um 2 mínútur. Haldið heitu. Berið fram með sýrðum rjóma, reyktum laxi eða kavíar og mögu- lega fínt söxuðum lauk. Blini fyrir alla Tangódansarinn Bryndís Halldórsdóttir kann vel að meta góðan mat. Hún gefur uppskrift að óvenjulegu salati með granateplum. „Þetta er virkilega gott salat, og mjög fallegt á diski,“ segir Bryndís, sem snaraði fram upp- skrift að salati með parmaskinku og granateplafræjum fyrir les- endur Fréttablaðsins. „Það er auðveldlega hægt að nota salatið sem forrétt en ég mæli með því að bera það fram með góðu, heil- steiktu nauta rib-eye,“ bendir Bryndís á. Kjötið er þá forsteikt á pönnu en látið klára sig í ofni. Því er þá pakkað inn í álpappír og látið jafna sig í um tíu mínútur. „Ég mæli ekki með því að það sé meira steikt en medium rare, og bara kryddað með salti og pipar. Einhvern tíma hef ég líka nuddað kjötið með ferskri salvíu, hún gefur dálítinn villikeim,“ segir Bryndís, sem kveðst hafa lært að meta gott kjöt á ferðum sínum til Suður-Ameríku. „Við erum svolítið gjörn á að drekkja þessu í sósu og alls konar óþörfu meðlæti. Ég mæli frekar með því að nota smá ólífuolíu og balsamedik með kjötinu. Það nýtur sín best eitt og sér, án sósu og með sem minnstu meðlæti. Maður þarf ekki annað en gott kjöt, salat og gott rauðvín,“ segir Bryndís og hlær við. Hún hefur í nógu að snúast þessa dagana, því á laugardaginn stendur Tangófélagið fyrir tangó- maraþoni í samvinnu við Vetrar- hátíð í Reykjavík. Maraþonið stendur frá 12 á hádegi til sex um morgun, og fer fram í Iðnó. „Þetta snýst um það að dansa við þá sem manni finnst skemmtilegast að dansa við, eins lengi og mann lystir. Við munum veita verðlaun á sunnudeginum fyrir mesta úthaldið, en dansgleðin er aðalat- riðið,“ útskýrir Bryndís. Mara- þonið verður brotið upp með tón- leikum og kennslu fyrir bæði byrjendur og lengra komna. „Það verður opið hús hjá okkur, svo öllum er velkomið að koma inn og fylgjast með og taka þátt í kennsl- unni,“ segir Bryndís. Frekari upplýsingar er að finna á tango. is. Skerið granatepli í sundur og fjarlægið fræin með skeið. Bland- ið innihaldi salatsins saman. Bryndís segir bæði mozzarella- ost og parmesanost fara vel með salatinu. Þeytið saman innihaldi salatdressingar og dreypið yfir salatið. Berið fram með kjöti og kartöflum eftir smekk. sunna@frettabladid.is Fallegt salat með kjötinu LEYFIR KJÖTINU AÐ NJÓTA SÍN Tangódansarinn Bryndís Halldórsdóttir lærði að meta gott kjöt á ferðum sínum í Suður-Ameríku. Hún segir nóg að bera það fram með góðu salati og rauðvíni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í dag gengur kínverska nýárið í garð, og með því hefst ár rottunn- ar. Tímamótunum fylgja margar ævafornar matarhefðir, sem fjöl- margir Asíubúar halda í heiðri á ári hverju. Margir réttanna hafa þó annan og meiri tilgang en að bragðast vel á góðri kvöldstund, því þeir hafa margir táknræna merkingu. Kínverskar núðlur eru vel þekktar um heim allan. Ekki vita þó allir að þær standa fyrir lang- lífi, og gömul hjátrú segir til um að slæmt sé að skera þær. Þær eru því snæddar heilar á nýju ári. Heill kjúklingur er einnig vinsæll yfir hátíðirnar, þar sem hann stendur fyrir sameiningu fjöl- skyldunnar. Vorrúllur, sem eru ekki heldur alveg óþekktar hér á landi, merkja hins vegar auðæfi, þar sem þær þykja líkjast gull- stöngum að lögun. Aðrir matréttir eru vinsælir vegna heita sinna. Kantónska orðið yfir salatblöð hljómar eins og orðið fyrir aukna lukku og því er algengt að bera fram rétti vafna í salatblöð. Tangerínur og appels- ínur eru einnig vinsælar, þar sem orðin eru svipuð þeim yfir gæfu og auð. Þá er fiskur nánast ómiss- andi, en heiti hans, „yu“, hljómar eins og orðin fyrir ósk og alls- nægtir. Þeir sem vilja taka þátt í hátíða- höldunum að einhverju leyti gætu því gætt sér á einhverjum ofan- nefndum réttum og horft björtum augum fram á veginn. Núðlur á kínversku nýári LANGLÍFI Heilar núðlur merkja langlífi samkvæmt kínverskri þjóðtrú. Þær eru því vinsæll réttur við nýársborðhald í austri. NORDICPHOTOS/GETTY Blini ¼ bolli heitt vatn (um 40°C) 1¼ tsk. þurrger 1½ msk. sykur ½ bolli sigtað hveiti ½ bolli sigtað bókhveiti eða heilhveiti ¼ tsk. salt 1 bolli hituð nýmjólk (um 40°C) ¼ bolli smjör, brætt og kælt 2 stór egg, hrærð Salat með granateplum Rucola eða blandað salat með rucola Parmaskinka Mozzarella eða parmesanostur Fræ úr granatepli Dressing: 1 msk ólífuolía 1 msk fljótandi hunang 1 msk balsamedik RÚSSNESKT BLINI Blini-kökurnar eru oftar en ekki bornar fram með sýrðum rjóma og kavíar. NORDICPHOTOS/GETTY Sendu sms BTC RAF á númerið 1900 og þú gætir unnið! Vinningar eru DVD m yndir, varningur tengdur myndinni og margt fleira! SMS LEIKUR Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . Kemur í verslanir 7. febrúar! Hringdu í síma ef blaðið berst ekki maturogvin@frettabladid.is Hvaða matar gætirðu síst verið án? Ætli það hljóti ekki að vera kaffi ef ég get leyft mér að flokka það sem mat. Besta máltíð sem þú hefur fengið: Það er bara síðasta máltíð sem konan mín eldaði fyrir mig. Hún er frábær kokkur. Það voru einhverjar ungnautalundir, alveg rosalega fínar. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Nei, ég er nú frekar lítið matvandur. Ég sæki nú samt ekki sérstak- lega í þennan súra þorramat. Í Baðstofunni, sem er frumsýnd um helgina, þarf ég að djöflast í svona súru dóti. Það tekur á. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Það er alltaf eitthvert nammi falið einhvers staðar, inn á milli korn- flekspakka og pastapakkninga – svona svo að maður verði aldrei uppiskroppa þegar sykurþörfin kemur yfir mann. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Þegar ég er í vinnutörn eins og núna og maður er þreyttur eftir vikuna fæ ég þörf fyrir stóra, blóðuga steik. Ég hef fundið fyrir því síðustu helgar, þar tekur maður stórar, góðar máltíðir tvo daga í röð. Annaðhvort með kjöti eða góðum, feitum fiski. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Það eru svo mörg börn hér að það er alltaf til mjólk, smjörvi og ostur. Þetta hefðbundna. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Þá myndi ég hafa með mér harðfisk, það er próteinbomba og endist von úr viti. Það heldur manni gangandi allan daginn. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Einhvern tímann smakkaði ég froskakjöt í salati. Kjötið var svona eins og hlaup einhvern veginn. Það var ekk- ert mjög frekt á bragðið en mjög skrítið undir tönn. MATGÆÐINGURINN VALUR FREYR EINARSSON LEIKARI Salat með froskakjöti skrítnasta máltíðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.