Fréttablaðið - 07.02.2008, Síða 60

Fréttablaðið - 07.02.2008, Síða 60
 7. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR Heimsborgarinn og rit- höfundurinn Sigurður A. Magnússon hefur sitthvað að athuga við frásögn fagur- kerans Ármanns Reynis- sonar af ferðum sínum um Indland. Ármann gefur ekki tommu eftir. „Ármann Reynisson mun eiga Íslandsmet í sjálfsauglýsingu og allt í lagi með það. Hins vegar blöskra mér rangfærslurnar sem hann lætur hafa eftir sér,“ segir Sigurður A. Magnússon rithöfund- ur. Vinjettuhöfundurinn segist standa við allt sem hann hefur sagt um Indlandsferð sína. Á mánudag birti Fréttablaðið spjall við Ármann undir fyrir- sögninni „Leggur Indland að fótum sér“. Ármann gerir því skóna að hafa einn Íslendinga ávarpað Banaras Hindu Univer- sity í hinni heilögu borg Varanasi. „Ég ferðaðist vítt og breitt um Indland í boði indverskra stjórnvalda í fjóra mánuði 1960-61 og skrifaði um ferða- lagið bókina Við elda Indlands. Þar segir að ég hafi haldið tvo fyrirlestra við háskólann í Var- anasi, eða Benares, annan um íslenska þjóðveldið, hinn um íslenskar fornbókmenntir,“ segir Sigurður. Ármann segir sitt hvað að ávarpa háskóla og halda fyrirlest- ur. „Þar sló ég tvær flugur í einu höggi. Móttökunefndin þekkti ekk- ert til þess að nokkur Íslendingur hefði ávarpað skólann né haldið fyrirlestur. Verð ég ekki að reiða mig á þær upplýsingar?“ spyr Ármann. Ævintýraleg för Ármanns um Indland leiddi hann á Landsbóka- safn Indlands þar sem hann fann vinjettuútgáfuna I-VII „sem heita þá einu bækur íslensks rithöfund- ar í eigu safnsins“. Það segir Sig- urður af og frá: „Ég kom þar í Kalkútta, eða Kolkata samkvæmt Ármanni, árið 1988. Fann bók mína Northern Sphinx – Iceland and the Icelanders from Settlem- ent to Present. Og þar voru einnig nokkrar bækur eftir Halldór Lax- ness bæði á ensku og hindí,“ segir Sigurður. Og bætir því við að vera megi að komið hafi viðtal við Ármann í Malayala- Manorama. „En það er ekki, fremur en önnur lókalblöð á Indlandi „eitt virtasta og upplags- hæsta blað“ landsins, langt í frá. Það eru blöð gefin út á ensku í Delhi, Bombay og Kalkútta sem eru „upplags- hæst“,“ segir Sigurður sem vill halda staðreyndum til haga. Ármann spyr hvort hann verði ekki að taka dr. R. Ramachandran landsbókavörð, sem þekki ekki til íslenskra bóka á safninu utan vinj- ettanna, trúanlegan? „Þekkt er að bækur gefnar út á 20. öld morkni niður á 20-40 árum þar sem pappír bókanna er svo lélegur. Gæti það verið skýringin?“ spyr Ármann enn. Segir vinjetturnar hins vegar á mjög vönduðum pappír sem end- ist um aldir. Og gefur ekki tommu eftir: Segir Manorama stofnað 1888, elsta og virtasta blað lands- ins og talið með þeim upplags- hæstu. „Verð ég ekki að taka mark á forstjóra útgáfunnar? Hefur Sig- urður komið til Kerala? Er ekki orðið langt um liðið síðan Sigurður var á Indlandi?“ jakob@frettabladid.is „Ég er ótrúlega góð í íshokkíi. Ég hef spilað það síðan ég var fimmt- án en fólk veit ekki að ég er varnarmaður í hokkí. Mér finnst gaman að halda aftur af fólki, ýta því niður.“ PARIS HILTON leynir á sér. „Við kyrjum á hverjum degi.“ COURTNEY LOVE nýtur aðstoðar búdda- trúarmannsins Orlandos Bloom við að halda sér frá vímuefnum. „Það hefur verið erfitt að umgangast suma vinina því þeir hafa valið sér aðra leið. En það er mjög erfitt, ég er þannig manneskja að ég vil treysta öllum.“ LINDSAY LOHAN kveðst feta nýja braut í lífinu. folk@frettabladid.is Forsala miða á umfangsmikla bítlatónleika í Laugardalshöll 22. mars er hafin. Á tónleikunum mun Rokksveit Jóns Ólafssonar ásamt fjörutíu hljóðfæraleikurum úr Sin- fóníuhljómsveit Íslands flytja bítlaplötuna Sgt. Pepper´s Lonely Hearts Club Band í heild sinni. Fram koma söngvararnir Björg- vin Halldórsson, Stefán Hilmars- son, Daníel Ágúst Haraldsson, Eyj- ólfur Kristjánsson, Sigurjón Brink og KK. Mikið verður lagt í umgjörð tónleikanna. Verður hljóð- og ljósa- hönnun eins og best gerist á tón- listarviðburðum erlendis. Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band, sem kom út 1967, er áttunda plata Bítlanna en hún hefur af mörgum verið álitin ein merkasta og áhrifamesta hljóm- plata allra tíma. Platan varð gríð- arlega vinsæl og vakti strax athygli tónlistarheimsins fyrir magnaðar lagasmíðar, frumleika og nýjungar í upptökutækni. Almenn miðasala á tónleikana hefst 12. febrúar kl. 10.00 á midi. is. Miðaverð er 9.000 kr. fyrir sæti á A-svæði, 8.000 kr. fyrir B-svæði og kr. 7.000 fyrir C-svæði. Aðeins er selt í sæti og er miðaframboð takmarkað. Styttist í bítlastuð BÍTLARNIR Forsala á bítlatónleikana í Höllinni er hafin. Vinjettuhöfundur á Indlandi sagður vaða í villu og svíma ÁRMANN Gefur ekki tommu eftir þrátt fyrir athugasemdir Sigurðar. Þar mætast stálin stinn. SIGURÐUR A. Blöskrar rangfærslurnar sem hafðar eru eftir Ármanni um ævintýra- lega Indlandsför hans.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.