Fréttablaðið - 07.02.2008, Side 66

Fréttablaðið - 07.02.2008, Side 66
54 7. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR HANDBOLTI Í gær varð endanlega ljóst að ekkert yrði af því að Sví- inn Magnus Andersson tæki við íslenska landsliðinu. Félag hans, FCK, var ekki hrifið af því að hann tæki við íslenska landsliðinu sam- hliða þjálfun FCK og sérstaklega þar sem Ísland gæti verið á Ólymp- íuleikum næsta sumar en leikarn- ir koma beint ofan í undirbúning félagsliða Evrópu fyrir komandi tímabil. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins mun HSÍ næst beina sjón- um sínum að Degi Sigurðssyni þó svo að nokkrir erlendir þjálfarar séu búnir að hafa samband og sýna starfinu áhuga. Dagur hefur helst íslenskra þjálfara verið nefndur í starfið ásamt þeim Aroni Kristjánssyni og Geir Sveinssyni. Þeir Aron og Geir sögðust ekkert hafa heyrt í HSÍ en Dagur játti því að hafa átt spjall við forráðamenn sambands- ins fyrir um tíu dögum. Það mun væntanlega koma í ljós á næstu dögum hvort Dagur og HSÍ nái saman en Dagur hefur ákveðnar hugmyndir um hvernig skal sinna starfinu. Svo hefur hann reyndar sagt að hann sé ekki í leit að starfi enda nýtekinn við spennandi starfi sem fram- kvæmdastjóri Vals. Það leyndi sér ekki að Magnus Andersson var nokkuð svekktur með að hlutirnir höfðu ekki gengið upp er Fréttablaðið náði tali af honum í gær. „Það er alveg ljóst að ég verð ekki næsti landsliðsþjálfari Íslands. Ég get staðfest það núna,“ sagði Andersson en hann hefur ekkert viljað tjá sig um viðræður sínar síðustu daga en fékkst þó til þess að segja nokkur orð í gær. „Ég er samningsbundinn FCK og get ekki tjáð mig mikið um þessar viðræður. Ég get samt ekki neitað því að mér fannst starfið mjög spennandi og hafði mikinn áhuga á því. Ég hefði ekki getað sinnt landsliðsþjálfarastarfinu af fullum krafti sökum skuldbind- inga minna við FCK og ég held að það sé betra fyrir HSÍ að fá ein- hvern sem getur sinnt starfinu 100 prósent. Við sjáum samt hvað gerist í framtíðinni en tíminn hentar mér ekki því miður núna,“ sagði Andersson og vildi ekki loka hurðinni á þann möguleika að þjálfa landsliðið síðar. henry@fretta- Andersson út – Dagur inn Það er endanlega útséð með að Svíinn Magnus Andersson taki við íslenska handboltalandsliðinu. Það staðfestir Andersson. HSÍ mun nú beina sjónum sín- um að Degi Sigurðssyni sem er eini íslenski þjálfarinn sem HSÍ hefur talað við. DAGUR NÆSTUR Í RÖÐINNI HSÍ mun nú freista þess að ná samningum við Dag Sig- urðsson eftir að ljóst var að Magnus Andersson gæti ekki tekið við landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR & FCK Iceland Express-deild kvk: KR-Grindavík 81-71 Stig KR: Monique Martin 35, Hildur Sigurðardótt- ir 14, Sigrún Ámundadóttir 12, Helga Einarsdóttir 9, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 8, Guðrún Ósk Ámundadóttir 3. Stig Grindavíkur: Tiffany Roberson 24, Petrún- ella Skúladóttir 10, Ólöf Helga Pálsdóttir 9, Íris Sverrisdóttir 9, Ingibjörg Jakobsdóttir 8, Joanna Skiba 5, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 4, Jovana Lilja Stefánsdóttir 2. Fjölnir-Valur 69-87 Stig Fjölnis: Slavica Dimovska 23 (9 frák., 8 stoðs.), Birna Eiríksdóttir 19, Gréta María Grétarsdóttir 10 (10 frák., 4 stolnir), Efemía Sig- urbjörnsdótir 8, Hrund Jóhannsdóttir 4, Bryndís Gunnlaugsdóttir 3, Aðalheiður Óladóttir 2. Stig Vals: Molly Petermen 27 (11 frák., 6 stoðs.), Tinna Björk Sigmundsdóttir 24 (hitti úr 6 af 8 3ja stiga, 6 stolnir), Lovísa Guðmundsdóttir 15 , Þórunn Bjarnadóttir 10 , Berglind Ingvarsdóttir 7, Hafdís Helgadóttir 2, Eva Dís Ólafsdóttir 2. Hamar-Keflavík 65-76 Stig Hamars: La K. Barkus 34, Jóhanna Sveinsdóttir 8, Hafrún Hálfdánardóttir 7, Fanney Guðmundsdóttir 6, Írís Ásgeirsdóttir 3. Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 18, Susanne Bierner 15, TaKesha Watson 13, Margrét Sturludóttir 11, Ingibjörg Vilbergsdóttir 7, Rann- veig Randversdóttir 7, Pálína Gunnlaugsdóttir 5. Vináttulandsleikir: England-Sviss 2-1 Jenas, Wright-Phillips - Derdiyok. Tyrkland-Svíþjóð 0-0 Króatía-Holland 0-3 - Heitinga, Huntelaar, Hesselink. Pólland-Tékkland 2-0 Lobodzinski, Lewandowksi. Austurríki-Þýskaland 0-3 - Hitzsperger, Klose, Gomez. Írland-Brasilía 0-1 - Robinho. Ítalía-Portúgal 3-1 Toni, Pirlo, Quagliarella - Quaresma. Wales-Noregur 3-0 Fletcher, Koumas 2. Spánn-Frakkland 1-0 Capdevila. ÚRSLIT KÖRFUBOLTI KR-konur unnu öruggan tíu stiga sigur á Grinda- vík, 81-71, í DHL-Höllinni í gær. Sigurinn færði Keflavík einnig tveggja stiga forskot á toppnum eftir 11 stiga sigur liðsins í Hveragerði, fyrsta útisigurinn í deildinni í rúmar ellefu vikur. Monique Martin lék meidd í þessum leik en lét það þó ekki hægja meira á sér en að hún skoraði 35 stig í leiknum en annars voru margir leikmenn liðsins að spila vel í gær. Grinda- víkurstúlkur voru kannski komnar með hugann við bikarúr- slitaleikinn því liðið náði aldrei takti í leiknum í gær. KR hafðið frumkvæðið allan tímann, var yfir 24-18 eftir fyrsta leikhluta, með 12 stiga forskot í hálfleik, 45-33 og KR-konur náðu síðan mest 17 stiga froskoti í lokaleikhlutanum áður en Grindavíkurliðið náði að laga stöðuna í lokin. - óój Iceland Express-deild kvenna: Öruggur sigur hjá KR MÖGNUÐ MONIQUE Monique Martin lék meidd í gær en skoraði samt 35 stig. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN FÓTBOLTI Það var talsverð eftir- vænting fyrir leik Englendinga og Sviss á Wembley í gær enda var Ítalinn Fabio Capello að stýra enska landsliðinu í fyrsta skipti síðan hann tók við liðinu af Steve McClaren. Leikurinn fer nú seint í sögubækurnar fyrir leiftr- andi fótbolta og mikið skemmtanagildi. Leikur- inn var daufur og tilþrifa- lítill. Til að mynda hafði lítið gerst í fyrri hálfleik áður en Jermaine Jenas kom enska liðinu yfir skömmu fyrir hlé. Markið skrifast að stórum hluta á Joe Cole sem lagði glæsi- lega upp fyrir Jenas sem gat ekki annað en skorað. Englendingar virtust hafa öll tök á leiknum áður en táningurinn Erden Derdiyk jafnaði metin eftir um klukku- tíma leik. Hann sneri þá vel í teignum og lagði boltann smekk- lega fram hjá David James sem stóð í enska markinu. Jöfnunar- markið virtist kveikja á enska lið- inu því aðeins þremur mínútum síðar lagði fyrirliðinn Steven Gerrard upp laglegt mark fyrir Shaun Wright-Phillips sem var nýkominn inn á sem varamaður. Eftir markið datt leikurinn niður á nýjan leik. Liðunum gekk lítið sem ekkert að skapa sér færi og Eng- lendingar hrósuðu sigri sem var frekar fyrirhafn- arlítill. Óskabyrjun hjá Capello en það duldist engum sem á horfði að hann á mikið verk fyrir höndum að reisa þetta enska landslið við en það hefur lítið getað í háa herrans tíð. - hbg Fyrsti leikur Capellos með enska landsliðið: Capello byrjar með góðum sigri á Sviss HARÐUR Fabio Capello lét nokkrum sinnum vel í sér heyra á hliðarlínunni en reyndi að vera sem jákvæðastur í sínum fyrsta leik. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FYRSTA MARKIÐ Jermaine Jenas skorar hér fyrsta mark Englands undir stjórn Fabios Capello. Joe Cole átti mestan heiður af markinu en hann lagði það glæsilega upp. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.