Fréttablaðið - 07.02.2008, Page 70

Fréttablaðið - 07.02.2008, Page 70
58 7. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. lítið 6. frá 8. átti heima 9. yfirgaf 11. málmur 12. stoðgrind 14. samfok- inn fönn 16. utan 17. knæpa 18. að 20. bardagi 21. blóðsuga. LÓÐRÉTT 1. slitrótt tal 3. í röð 4. gutla 5. tæki 7. pedali 10. segi upp 13. draup 15. setja 16. erlendis 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. lágt, 6. af, 8. bjó, 9. fór, 11. ál, 12. stell, 14. skafl, 16. út, 17. krá, 18. til, 20. at, 21. igla. LÓÐRÉTT: 1. tafs, 3. áb, 4. gjálfra, 5. tól, 7. fótstig, 10. rek, 13. lak, 15. láta, 16. úti, 19. ll. „Þetta eru ekkert óljósar hótanir. Álit ráðuneytisins liggur fyrir,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra, aðspurður hvort tóbakslögin séu ekki einfald- lega gölluð með tilliti til viðurlaga þeirra. Og helst virðist sem aðgerð- ir gegn krám felist í sviptingu vín- veitingaleyfis. Meðan allt logaði í Reykjavík, borgaraleg óhlýðni gesta á krám sem hafa kveikt sér í sígarettu þrátt fyrir tóbakslögin, var heil- brigðisráðherra staddur í Svíþjóð. Hann er nýlega kominn heim og þetta mál er meðal annarra á hans borði. Ekki er að heyra að vertar, né gestir þeir sem telja tóbakslög- in hrákasmíð, eigi sér bandamann í Guðlaugi Þór, Þó hann taki það fram að hann taki ávallt við góðum ábendingum. Hann vitnar í álit ráðuneytisins, sem sé skýrt, en þar segir að lögin séu fullnægjandi og veiti eftirlitsstjórnvöldum heim- ildir til að beita eftirlitsúrræðum. Hilmar Birgisson, lögmaður Barsins við Laugaveg 22, hefur bent á að ákvæði laga 6/2002 um tóbaksvarnir sem fjallar um viður- lög á brotum mæli eingöngu fyrir um heimild til að sekta þann sem reykir en ekki umráðamann húsakynna. Guðlaugur Þór gefur í sjálfu sér ekki mikið fyrir það og telur ljóst að eina leiðin til að lögin virki sé að ábyrgðin sé hjá vertum. Þannig sé það og ráðherra vísar á heimasíðu ráðuneytisins þar sem sérfræðing- ur fari yfir málið. „Ég held að eng- inn véfengi það sem þar segir.“ Jón Magnússon hyggst leggja fram, ásamt fleiri þingmönnum, frumvarp þar sem gert er ráð fyrir því að lögin verði rýmkuð með til- liti til þess að krár geti komið upp reykherbergjum. Meðal þeirra sem látið hafa uppi stuðning við slíku er Pétur Blöndal, Sjálfstæð- isflokki. Guðlaugur sér ekki fyrir sér að hann muni ljá því frumvarpi atkvæði sitt. Hefur ekki séð það og segir reyndar sér sýnast að frum- varpið sé ekki á leiðinni. „Ég greiddi atkvæði með tób- akslögunum á sínum tíma eins og flestir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins. Hugmyndafræðilega byggir það á því að reykingar snerta þriðja aðilann.“ Guðlaugur Þór segist, þó það snerti ekki þetta mál beinlínis, hafa fengið mikil viðbrögð við reykherbergi sem finna má í húsi Alþingis. „Þó heimilt sé gagnvart lögum með undanþágum að komið sé upp reykingaaðstöðu fyrir starfsfólk finnst mér fáránlegt að þingið sé með sitt eigið reykher- bergi. Einhvern veginn finnst mér að löggjafasamkoman verði að ganga á undan með góðu for- dæmi.“ jakob@frettabladid.is GUÐLAUGUR ÞÓR: VERTAR EIGA EKKI BANDAMANN Í RÁÐHERRA Ráðherra fordæmir reyk- herbergi alþingismanna GUÐLAUG- UR ÞÓR ÞÓRÐARSON Tekur ekki undir þau sjónar- mið að tóbaks- lögin séu hráka- smíð. BARINN Umdeilt reykherbergi Barsins sem vakti upp borgaralega óhlýðni gegn tóbakslögum. Í tilkynningu á myspace- síðu sinni segjast meðlimir Jakobínarínu ætla að ganga menntaveginn nú þegar sveitin sé að leggja upp laupana. Miðað við áralanga reynslu þeirra úr tónlistarbransanum mætti ætla að þeir hyggi á háskólanám en því fer fjarri lagi. Framhaldsskólanám er fram undan hjá þeim enda voru strákarnir einungis á grunnskólaaldri þegar hljómsveitin sló í gegn er hún vann Músíktilraunir. FRÉTTIR AF FÓLKI Egill „Gillz“ Einarsson, foringi og einkaþjálfari Mercedes Club, flytjanda Hóhóhó, we say heyheyhey, er með böggum hildar. Undanúrslitakvöldið í Eurovision nálgast og honum finnst ekki ganga nógu vel að koma sínum mönnum í rétt form. Gaz-maðurinn svonefndi slasaðist á æfingu en mun líklega ná að slá bumburnar en Partý-Hanz, sem kallast rindill við hlið hans, hefur ekki náð að massa sig upp svo Agli líki. En það var fyrst þegar Gilzenegger greip Gaz-mann glóðvolgan við að háma í sig bollur að það fauk í foringjann og hefur hann nú heraga á sínum mönn- um. Því hann ætlar til Serbíu í maí. Sjónvarpsstjörnurnar Egill Helga- son og Ingvi Hrafn Jónsson verða stöðugt líkari með árunum. Báðir dvelja þeir langdvölum á erlendri grundu og báðir komast að þeirri nið- urstöðu, Egill á vefsíðu sinni og Ingvi á ÍNN, að Hillary og Obama muni sennilega fara saman í framboð, annað þá sem varaforsetaefni. Þetta les Ingvi úr líkamstjáningu þeirra og vitnar í bandaríska sérfræðinga en Egill telur að þau saman í Hvíta húsinu myndu breyta viðhorfum heims- byggðarinnar til Bandaríkj- anna. „Ég fæ mér AB-mjólk með múslí og vatnsglas með sólhattardrop- um og stundum líka hvönn. Þetta styrkir ónæmiskerfið, sérstaklega núna þegar kvefið er mikið í gangi. Svo drekk ég espresso-kaffi og fæ mér mjólk- urkex með.“ Lára Stefánsdóttir dansari. Ljósmyndarinn Rebekka Guðleifs- dóttir, sem hefur vakið mikla athygli á vefsíðunni flickr.com, uppgötvaði nýlega að myndir hennar væru seldar í leyfisleysi á síðunni iStockphoto, í eigu Getty Images. Um ræðir vinsælan myndabanka, þar sem notendur setja myndir sínar inn og aðrir borga fyrir niðurhal og afnot af þeim. Þar fann Rebekka notanda sem bauð alls 25 af myndum Rebekku til sölu. „Þetta eru ekki háar upphæðir, en svona má bara ekki viðgangast,“ segir Rebekka, sem lenti í svipuðum aðstæðum á síðasta ári, þegar breska fyrir- tækið Only-Dreemin seldi myndir hennar í leyfisleysi. „Ég hafði samband við Mynd- stef, og setti líka „screenshot“ af síðunni inn á Flickr-síðuna mína og varaði aðra Flickr-notendur við því að þarna gætu verið fleiri stolnar myndir,“ útskýrir Rebekka. Hún segir ótækt að fólk haldi því fram að notendur Flickr geti sjálf- um sér um kennt, fyrst þeir hafi birt myndir á netinu. „Staðreynd- in er einfaldlega sú að þetta er hreint og klárt lögbrot. Þótt þú hengir myndir upp til sýnis í gall- eríi þýðir það ekki að hver sem er megi taka þær, þó að það sé ger- legt,“ segir hún. iStockphoto hafði samband við Rebekku og harmaði uppákom- una. Lokað var á umræddan not- anda og myndirnar teknar niður. Rebekka vonar að málið verði til þess að aðstandendur svipaðra vefsíðna taki harðar á þeim sem brjóta höfundarrétt svo gróflega. „Ef það verður viðtekin venja að horfa fram hjá þessu munu lista- menn á endanum missa alla von um að geta lifað af því sem þeir gera, því öllum finnst sjálfsagt að stela vinnu þeirra,“ bætir hún við. - sun Myndir Rebekku seldar í leyfisleysi MÁ EKKI VIÐGANGAST Myndir Rebekku Guðleifsdóttur voru seldar í leyfisleysi á síðunni iStockphoto. Hún segir slík brot á höfundarrétti ekki mega viðgangast. MYND/REBEKKA GUÐLEIFSDÓTTIR Mörg miðbæjarrottan var harmi slegin þegar Súfistanum í Máli og menningu við Laugaveg var lokað. Nú, eftir tæplega mánaðarlanga lokun, geta kaffiþambarar tekið gleði sína á ný því kaffihúsið verður formlega opnað í kvöld klukkan átta. Nú heitir það Te og kaffi. „Margir hafa komið við í búðinni og haft áhyggjur af því að það verði bara boðið upp á götumál úr pappa,“ segir Kristján Freyr Halldórsson hjá markaðsdeild Pennans. „Kaffidrykkirnir verða vitaskuld bornir fram í postulínsbollum og þeir sem kjósa að taka bollann með sér út fá götumál. Ég legg til að fólk tileinki sér þetta heiti á „take- away“-bollanum, götumál. Tónlistarmaður- inn KK kenndi mér þetta. Einnig verður boðið upp á ljúffengar tertur í engu minna úrvali en var á Súfistanum, heita rétti, súpur og hollustukökur. Sem sé, allt sem prýðir alvöru kaffihús. Og svo er staðurinn gjörbreyttur og miklu flottari en hann var.“ Löng hefð ríkir fyrir menningaruppákom- um á þessum stað og Kristján segir að það verði engin breyting þar á. Strax við opnunina verður metnaðarfull dagskrá að sögn Kristjáns. „Við fáum góða gesti í heimsókn og einnig mun hið hæfileikaríka starfsfólk bókabúðarinnar halda erindi í tilefni dagsins. Árni Einarsson, fyrrverandi verslunarstjóri Máls og menningar, fram- kvæmdastjóri og hóteleigandi, ætlar að stikla á stóru í sögu þessa fræga húss og síðast en ekki síst fáum við hljómsveitina Rússíbana í heimsókn. Þeir hafa ekki spilað opinberlega lengi en spiluðu oft í bókabúð- inni forðum. Allir gestir kvöldsins fá svo fría kaffidrykki og meððí.“ Boðið verður upp á ýmis tilboð í bókabúð- inni og kaffi fyrir gesti og gangandi þessa fyrstu opnunarhelgi nýja kaffihússins. - glh Nýtt kaffihús hjá Máli og Menningu IÐNAÐARMENN HAMAST VIÐ AÐ INNRÉTTA NÝJA KAFFI- HÚSIÐ Kristján Freyr lofar að allt verði tilbúið í kvöld. EIGENDUR BARSINS Hafa verið yfirlýsingaglaðir í skjóli álits lögmanns síns en njóta ekki stuðnings ráðherra. Nr. 6 - 2008 Verð 659 k r. 7. feb. – 13 . feb. Gerir lífið skem mtile gra! Flengjandi fjör á árshá tíð: Sjáið myndir nar! BÆJARSTJÓR AHJÓNIN SKILJA! Magni og Eyrún: Bara í Auðmaðurinn Róbert Wessman n: Útför Þórdísar Tin nu: BARÁTTUKONA KVÖDD ! Á KAFI Í GRÆNMETI! VISSI EKKI AÐ HÚN VÆRI ÓLÉTT! Ótrúlegten satt! 9 7 7 1 0 2 5 9 5 6 0 0 9 Erna Gunnþórs ko min 5 mánuði á leið: Helga Vala og Grímu r Atlason: BDSM Í BISKUPSTUNGUM!Um land allt! Nýr vefur » Á hvað ert þú að hlusta? „Sextán og þú skalt sjá mig í bíó...“ - 16, Grafík, Höf: Helgi Björnsson

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.