Fréttablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 2
2 15. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR
Ferskt sushi
alla föstudaga
KJARAMÁL Aðilar vinnumarkaðar-
ins urðu fyrir þungum vonbrigð-
um með þá ákvörðun Seðlabank-
ans að halda stýrivöxtum
óbreyttum. Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins, SA, sagði að ekki
væri hægt að búa við þetta ástand
lengur. „Þetta hefur gengið langt
úr hófi fram allt of lengi,“ sagði
hann. Forseti Alþýðusambands
Íslands, ASÍ, vonaðist eftir lækk-
un þó að hún yrði kannski ekki
stór í þetta skiptið.
„Peningastefna Seðlabankans
hefur komið sér mjög illa fyrir
atvinnulífið án þess að hafa haft
neitt að segja gegn verðbólgunni,“
segir Vilhjálmur. „Hún hefur vald-
ið kostnaði fyrir atvinnulífið en
ekki skilað neinum árangri. Í
kjarasamningum reynum við að
brjótast út úr þessum verðbólgu-
vítahring með því að forgangsraða
og ná utan um lægstu launin og þá
sem hafa setið eftir. Sú byrði lend-
ir harkalega á sömu fyrirtækjum
og hafa orðið fyrir miklum búsifj-
um vegna peningastefnunnar.
Þess vegna er okkur mikið í mun
að komast út úr þessari sjálf-
heldu,“ segir hann og hvetur til
þess að samkomulag milli ríkisins
og Seðlabankans verði endurskoð-
að eða lögum um Seðlabankann
breytt. „Ef Seðlabankinn hlustar
ekki og sér ekki og heldur stefnu
sinni óbreyttri sama hvað gerist
þá verður að grípa í taumana.“
Grétar Þorsteinsson, forseti
ASÍ, segir að ákvörðun Seðlabank-
ans komi kjarasamningum ekki úr
skorðum en kunni að hafa áhrif á
ástandið fram undan. „Við teljum
okkur vera að ganga frá kjara-
samningum sem eru þess eðlis að
þeir eiga að tryggja stöðugleika
og lækkandi verðbólgu. Það er
markmiðið. Það mun reyna gríðar-
lega mikið á stjórnvöld og Seðla-
bankann í framhaldinu. Við ráðum
ekki við þetta ein. Í því samhengi
skiptir þetta auðvitað máli.“ - ghs
Framkvæmdastjóri SA varð fyrir djúpum vonbrigðum með stýrivextina:
Grípa verður í taumana
VILHJÁLMUR
EGILSSON Fram-
kvæmdastjóri SA.
GRÉTAR
ÞORSTEINSSON
Forseti ASÍ.
ÍSRAEL, AP Mariam Amash týndi
nafnskírteininu sínu fyrir stuttu.
Þegar hún kom á bæjarskrifstof-
urnar í þorpinu sínu í Ísrael til að
sækja um nýtt skírteini kom í ljós
að hún var skráð fædd árið 1888.
Sjálf staðfestir hún það.
Reynist það rétt, þá er Amash
elsta manneskja heims, 120 ára
gömul. Hún á tíu syni og eina
dóttur, sem er að nálgast nírætt.
Barnabörnin eru 120 og barna-
barnabörnin 250. Hún er við góða
heilsu og fer í göngutúr á hverjum
degi. - gb
Háöldruð kona í Ísrael:
Segist sjálf vera
120 ára gömul
MEÐ NÝJA SKÍRTEINIÐ Mariam Amash
man vel eftir því þegar Tyrkir réðu lögum
og lofum í Palestínu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÓMSMÁL Hæstiréttur ómerkti í
gær sýknudóm héraðsdóms í máli
manns sem ákærður var fyrir að
hafa nauðgað konu á salerni á
Hótel Sögu í maí síðastliðnum.
Málinu hefur verið vísað heim í
hérað til aðalmeðferðar. Í ályktun
héraðsdóms segir meðal annars að
það að maðurinn hafi ýtt konunni
inn í salernisklefa, læst klefanum
innan frá, dregið niður um hana,
ýtt henni niður á salernið og síðan
niður á gólf, geti ekki talist ofbeldi
í skilningi fyrstu málsgreinar 194.
greinar almennra hegningarlaga
og nægi það eitt til að sýkna
manninn. Þessu er Hæstiréttur
ósammála. - jse
Hæstiréttur:
Nauðgunarmál
heim í hérað
STJÓRNMÁL Samfylkingin reynist
með mest fylgi í skoðanakönnun
sem Talnakönnun gerði fyrir
vefsvæðið Heimur.is. Sögðust 38,8
prósent styðja flokkinn, sem er 12
prósentum meira en flokkurinn
fékk í síðustu alþingiskosningum
árið 2007. Sjálfstæðisflokkurinn
fær tæp 34 prósent í könnuninni
sem er þremur prósentum minna
en í kosningunum. Vinstri grænir
fá 11,9 prósent í könnuninni,
Framsóknarflokkur 8,5 prósent og
Frjálslyndir 6,7 prósent.
Hringt var í um 690 manns á
dögunum 5. til 7. febrúar og tóku
440 afstöðu. Síðasta dag könnunar-
innar var REI-skýrslan birt. - jse
Skoðanakönnun:
Samfylkingin
með mesta fylgið
SAMGÖNGUR „Við erum að skoða þetta mál,“
segir Amund Utne, yfirmaður samkeppnis-
og ríkisstyrkjadeildar Eftirlitsstofnunar
EFTA (ESA).
Könnun ESA snýr að því hvort þátttaka
ríkisins í nýjum sæstreng milli Íslands og
Danmerkur, Danice, standist samninginn
um Evrópska efnahagssvæðið (EES).
Danice-strengurinn er meginforsenda
þess að hér verði reist netþjónabú. Byrja á
að leggja hann í sumar og á hann að vera
tilbúinn að ári.
Amund Utne segir að athugasemd hafi
borist frá íslenska ríkinu um að kanna málið.
Það hefur Fréttablaðið fengið staðfest í
samgönguráðuneytinu. Utne bætir því við að
teljist ríkið vera venju legur fjárfestir, sé
ekki tilefni til athugasemda.
ESA fékk erindið í hendur í janúar, eftir
því sem Utne segir.
Stofnunin hefur tvo mánuði til að ýmist
ljúka málinu eða kalla eftir frekari gögnum.
Samgönguráðuneytið taldi hins vegar í
október að enginn vafi væri á því að
þátttaka ríkisins í Danice stæðist samning-
inn um EES. Úr samgönguráðuneytinu fást
þær upplýsingar að nýleg þátttaka orkufyr-
irtækja í Danice kalli á aðkomu ESA. Óvíst
er hvenær athuguninni lýkur.
Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og
Hitaveita Suðurnesja eiga nú sameiginlega
ráðandi hlut í Farice. Gengið var frá
samningum um það fyrir jól.
Lagningu annars sæstrengs hingað frá
Írlandi, sem til stóð að yrði tilbúinn í haust,
hefur verið frestað. Að sögn forstjóra
Hibernia Atlantic þykir það lítt spennandi
tilhugsun að standa í samkeppni við þessa
aðila og ríkið eins og er. - ikh
Samgönguráðuneytið skiptir um skoðun á því hvort sæstrengur standist EES-samninginn:
ESA skoðar þátt íslenska ríkisins í Danice
BORGARMÁL Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi
Sjálfstæðis-
flokksins, telur
ólíklegt að
einhver borgar-
fulltrúa flokksins
hafi lekið REI-
skýrslunni til
fjölmiðla til að
koma höggi á
Vilhjálm Þ.
Vilhjálmsson.
„Mér þykir það
afar ótrúlegt, ég
trúi því ekki upp
á neinn að vera með ásetning í þá
veru,“ segir hún. „Ég tel að þegar
svona leki verður sé það miklu
frekar vegna spennu sem fylgir
því að geta átt frumkvæði í
umræðunni.“ Hún segir enn
fremur líklegra að einhver úr
minnihlutanum hafi lekið henni.
REI skýrslan lak til fjölmiðla
degi áður en hún var kynnt
borgarráði og var ítarlega fjallað
um hana og þátt Vilhjálms í REI-
málinu í Kastljósi sama dag. - jse
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir:
Minnihlutinn
lak skýrslunni
ÞORBJÖRG
HELGA VIGFÚS-
DÓTTIR
Gísli, var gaurinn á skallan-
um?
„Það má segja að það hafi verið
jafnt á komið með okkur, þótt það
hafi að vísu verið hvort sitt tilbrigðið
við sama stef.“
Gísli Einarsson sjónvarpsmaður lenti í því
fyrir utan skemmtistaðinn Broadway um
helgina að ókunnur maður taldi fullvíst
að Gísli væri Dr. Gunni.
AMUND UTNE Yfir-
maður ríkisstyrkja-
nefndar ESA segist
vera að athuga hvort
þátttaka ríkisins í
nýjum sæstreng milli
Íslands og Danmerkur
standist EES-samn-
inginn.
SJÁVARÚTVEGUR Samráðshópur um
loðnurannsóknir kom saman í gær
til að ræða slæmt ástand stofnsins.
Var niðurstaðan sú að fá útgerðar-
menn til að halda ekki til loðnu-
veiða fyrr en frekari rannsóknir
hefðu verið gerðar á stofninum en í
dag verður svo ákveðið hvort farið
verði fram á formlega veiðistöðv-
un þar til þeim hefur verið lokið.
„Við erum að leggja drög að því
að gera lokatilraun til að fara yfir
svæðið og ná mælingum en það
virðist óvenjulítið um loðnu og það
er spurning hvort grundvöllurinn
sem lá fyrir þegar ákvörðun um
bráðabirgðakvótann var tekin sé
hreinlega brostinn,“ segir Jóhann
Sigurjónsson, forstjóri Hafrann-
sóknarstofnunar. „Við teljum mjög
mikilvægt að á meðan á þeim rann-
sóknum stendur haldi menn að sér
höndum við veiðar en annars er
ekki loku fyrir það skotið að við
förum fram á veiðistöðvun.“
Hann segir að í dag muni menn
úr samráðshópnum tala sig saman
og ræða við útgerðarmenn og aðra
sem í hlut eiga en að því loknu
verði tekin ákvörðun um það hvort
farið verði fram á veiðistöðvun.
Jón Eyfjörð, skipsstjóri á Sig-
hvati Bjarnasyni, segir hins vegar
ekkert að óttast í þessum efnum
því nóg sé af loðnu. „Við vorum að
fá um 600 tonn í tveimur köstum og
þetta er stór og fín loðna,“ sagði
hann í gær þegar hann var á heims-
tími af veiðum austur af landinu.
„Þarna vorum örugglega um 30
norsk loðnuskip sem einnig voru
að fá nóg og þetta er á mjög stóru
svæði. Ég sá hins vegar ekkert
rannsóknarskip, þeir fara ein-
hvernveginn alltaf á mis við loðn-
una. Ég ætti eiginlega að bjóða
þeim með mér í næsta túr svo þeir
fái nú einhvern tíman að sjá
hana.“
Jóhann segir að nýlega hafi verið
rannsóknarskip verið á ferð austur
af landinu. „Og þótt það veiðist
eitthvað þarna nú þá efast ég um
að það sé svo mikið að það breyti
einhverju, annars kemur þetta allt
í ljós þegar við erum búnir að fara
vel yfir þetta en á meðan við erum
í þessari óvissu er mikilvægt að
fara varlega.“
Kvótinn sem úthlutaður hafði
verið er 205 þúsund tonn og þar af
koma 122 þúsund tonn í hlut
íslenskra skipa. jse@frettabladid.is
Loðnuvertíð blásin af
Útlit er fyrir að loðnuvertíðin verði blásin af. Samráðshópur um loðnurann-
sóknir kom saman í gær og ályktaði að útgerðarmenn yrðu að halda að sér
höndum uns frekari rannsóknir lægju fyrir. Skipstjóri segir nóg af loðnu.
LOÐNUVEIÐAR Á SIGHVATI BJARNASYNI VE Þótt Sighvatur Bjarnason hafi komið að landi með 600 tonn af vænni loðnu og um 30
norsk loðnuskip dæli henni upp fyrir austan land er allt útlit fyrir að loðnuvertíðin verði ekki meiri í vetur.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
SPURNING DAGSINS