Fréttablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 10
10 15. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR RÚSSLAND, AP Vladimír Pútín Rúss- landsforseti segir nægilega mikil völd fylgja forsætisráðherraemb- ættinu. Hann hafi aldrei látið hvarfla að sér að sitja áfram sem forseti. Þótt forsetinn ráði meginstefn- unni hefur forsætisráðherrann síðasta orðið í efnahagsmálum og ber ábyrgð á varnarmálum. „Æðsta framkvæmdavaldið í land- inu er ríkisstjórnin,“ sagði Pútín á blaðamannafundi í gær. „Ég ætti ekki að gráta það heldur fagna því að fá tækifæri til að starfa og þjóna landi mínu á öðrum vett- vangi.“ Þetta var síðasti stóri blaða- mannafundurinn sem Pútín held- ur áður en hann lætur af embætti í maí næstkomandi. Seint á síðasta ári lýsti Pútín yfir stuðningi við Dimitrí Med- vedev aðstoðarforsætisráðherra, sem öruggt þykir að sigri í for- setakosningunum í byrjun mars. Pútín ítrekaði í gær að sér þætti ekkert erfitt að afhenda Medved- ev völdin. „Ég hef aldrei freistast til þess að sitja í þrjú kjörtímabil, aldrei,“ sagði Pútín. „Frá fyrsta degi mínum í forsetastarfinu tók ég þá ákvörðun fyrir sjálfan mig að ég myndi aldrei brjóta gegn stjórnar- skránni.“ Pútín sagði af og frá að hann væri haldinn valdafíkn. „Sumir eru haldnir fíkn í sígar- ettur, sumir í eiturlyf og sumir í peninga. Sagt er að versta fíknin sé valdafíkn. Ég hef aldrei fundið til hennar. Ég hef aldrei verið haldinn neinni fíkn.“ Sömuleiðis vísaði hann til föður- húsanna sögum um að hann hefði á átta árum á forsetastóli sankað að sér stórum fjárhæðum, eins og sumir Rússar hafa fullyrt á prenti. „Þeir hafa togað það út úr nef- inu á sér og smurt á pappír,“ sagði Pútín og var ekkert að skafa utan af hlutunum frekar en venjulega. Hann viðurkenndi þó fúslega að hann væri ríkasti maður heims. „Það er satt,“ sagði forsetinn og brosti breitt. „Ég er ríkasti maður í Evrópu og í öllum heiminum. Ég safna tilfinningum. Ég er ríkur vegna þess að almenningur í Rúss- landi hefur tvisvar sinnum treyst mér fyrir æðsta embætti í svona frábæru landi. Ég held að það séu mestu auðæfi mín.“ gudsteinn@frettabladid.is Pútín segist fá nóg völd Vladimír Pútín segist ekki gráta það að verða for- sætisráðherra í staðinn fyrir forseti. Þvert á móti fagni hann því að fá að starfa á nýjum vettvangi. ALLIR HLUSTA Á PÚTÍN Síðasta blaðamannafundi Vladimírs Pútín forseta var sjón- varpað beint um allt Rússland í gær. NORDICPHOTOS/AFP F í t o n / S Í A www.ss.is Endalausir möguleikar! Fáðu þér SS skinku á 20% afslætti í næstu verslunarferð, leyfðu hugmyndafluginu að njóta sín .... brauðterta, samloka, heitur brauðréttur, salat… …og nú þú! 20% afsláttur DANMÖRK, AP Ungmenni í Kaupmannahöfn hafa kveikt í bílum og ruslagámum, mest í hverfinu Norðurbrú en einnig í öðrum hverfum borgarinnar. Óeirðir hafa brotist út kvöld eftir kvöld nú í vikunni og versnað dag frá degi. Sautján manns voru handteknir í fyrrinótt. Lögreglan hefur ákveðið að auka viðbúnað sinn og kalla út meiri mannskap. Lögreglan segir ástæður óeirðanna ekki vera á hreinu. Sumir sem til þekkja segja ungmennin vera að mótmæla yfirgangi lögreglunnar, og svo virðist sem endurbirting Múhameðsteikninganna í dönskum dagblöðum hafi ýtt undir ólguna. Steen Munch, talsmaður lögreglunnar, vill þó ekki staðfesta það: „Við vitum ekki nákvæmlega hvers vegna. Hugsanlega út af leiðindum. Hugsanlega vegna þess að lögreglan hefur á síðustu vikum lagt aukna áherslu á að leita að hnífum. Það geta líka verið aðrar ástæður.“ Dagblaðið Politiken skýrði í gær frá því að lögreglan hefði verið sökuð um að beita fólk af erlendum uppruna harðræði og nota gróft orðbragð þar sem óspart væri vísað í litarhátt fólks. - gb Óeirðir hafa verið kvöld eftir kvöld í Kaupmannahöfn: Kveikt í bílum og gámum BIFREIÐ Í LJÓSUM LOGUM Lögreglan í Kaupmannahöfn segist ekki átta sig á ástæðum óeirðanna. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Samtök fjárfesta hafa sent fyrirspurn til Fjármálaeftir- litsins (FME) um það hvort FME hafi „bannað SPRON að birta upplýsingar um viðskipti stjórnar- manna“. Er með fyrirspurninni vitnað til sölu stjórnarmanna í SPRON á stofnfjárbréfum eftir stjórnar- fund félagsins 17. júlí í fyrra þar sem verðmat Capacent á félaginu var til umfjöllunar og ákvarðanir voru teknar um að stefna að skráningu félagsins á markað. Um þetta hefur verið fjallað í Frétta- blaðinu. Samtök fjárfesta óska eftir því að FME vísi í lagaákvæði máli sínu til stuðnings. - mh Samtök fjárfesta: Senda spurn- ingar til FME GRÆNLAND Lars Emil Johansen, annar tveggja grænlensku fulltrúanna á danska þjóðþinginu, telur rétt að Grænland hætti að senda fulltrúa sína á þingið í Kaupmannahöfn. Frá þessu er skýrt á vefsíðu grænlenska útvarpsins KNR. Johansen segir hótanir frá danska Þjóðarflokknum og dönsku ríkisstjórninni, þegar grænlensku þingmennirnir hugðust greiða atkvæði á móti stjórninni, þess eðlis að Græn- lendingar geti ekki setið undir því. Julianne Henningsen, hinn grænlenski fulltrúinn í Kaup- mannahöfn, er þó ósammála félaga sínum. Hún vill ekki að framkoma dönsku þingmannanna í garð hinna grænlensku verði látin hafa þau áhrif að Grænlend- ingar hætti þingsetu. - gb Grænlenskur þingmaður: Grænlendingar hætti þingsetu BANGSAR MYNDA BIN LADEN Á alþjóðlegri listsýningu í Madríd á Spáni má sjá þetta verk eftir Mörtu Neves frá Brasilíu. Andlit hryðjuverkaforingjans Osama bin Laden er þarna myndað úr leikfangaböngsum. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.