Fréttablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 15. febrúar 2008 11
PAKISTAN, AP Pakistanskar
öryggissveitir særðu og hand-
sömuðu í byrjun vikunnar
háttsettan forystumann skæru-
liða talibana sem berjast gegn
herafla Bandaríkjanna og
Atlantshafsbandalagsins í
Afganistan. Er þetta í annað
skipti á tveimur vikum sem
háttsettur liðsmaður talibana
næst innan landamæra Pakistans.
Mansoor Dadullah er bróðir
múlla Dadullah, æðsta herstjórn-
anda talibana, sem var felldur í
maí og er hann hæstsetti liðsmað-
ur talibana sem hefur verið
drepinn frá innrásinni í Afganist-
an 2001. Eftir dauða hans
hækkaði bróðir hans í tign. - sdg
Árangur pakistanskra sveita:
Háttsettur tali-
bani gómaður
SERBÍA, AP Stjórnvöld í Serbíu
hafa í undirbúningi aðgerðaáætl-
un sem ganga á í gildi um leið og
af því verður að þing Kosovo,
sem eingöngu er skipað Kosovo-
Albönum, lýsi yfir sjálfstæði
héraðsins. Talið er líklegt að það
gerist jafnvel á næstu dögum.
Aðgerðaáætlunin miðar að því
að refsa þeim ríkjum sem
viðurkenna sjálfstæði Kosovo og
einangra héraðið með öllum þeim
ráðum sem Serbum eru tiltæk. Í
hverju hinar áformuðu aðgerðir
felast nánar tiltekið er annars
haldið leyndu í bili. Serbíustjórn
vonast til að aðgerðirnar verði til
að gera sjálfstæðisyfirlýsinguna
lagalega ógilda. - aa
Sjálfstæði Kosovo:
Serbar undirbúa
refsiaðgerðir
ANDSTAÐA Belgradbúar mótmæla
ákvörðun Serbíustjórnar um að hafna
samstarfi við ESB. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VESTFIRÐIR „Hættan á ofanflóðum
í Kirkjubólshlíð og Súðavíkurhlíð
er óásættanleg eins og nýleg
dæmi undirstrika svo rækilega,“
segir í bókun bæjarráðs Bolung-
arvíkur í vikunni.
Tekur bæjarráðið þar heils
hugar undir með sveitarstjórn
Súðavíkur og skorar á ríkisstjórn
Íslands að hefja nú þegar
undirbúning að gerð jarðganga á
milli Álftafjarðar og Skutuls-
fjarðar.
Þá minna Bolvíkingar á að
umrædd leið sé hluti af vegi sem
tengir norðanverða Vestfirði við
þjóðveg eitt.
- ovd
Styðja Súðvíkinga heils hugar:
Vilja jarðgöng
til Súðavíkur
HEILBRIGÐISMÁL Tuttugu skamm-
tíma hvíldarrými fyrir aldraða
skjólstæðinga heimahjúkrunar á
höfuðborgarsvæðinu og þrjátíu
dagvistarrými með áherslu á
endurhæfingu eru hluti af sex
mánaða tilraunaverkefni heil-
brigðisráðuneytisins og Heilsu-
verndarstöðvarinnar ehf.
Var samningur þessa efnis
undirritaður í vikunni. Rétt til
vistunar eiga aldraðir sem að
mati heimahjúkrunar þurfa
tímabundna vistun vegna
dægurvillu, til að hvíla umönnun-
araðila, vegna skyndilegra
veikinda eða ef sá sem annast
viðkomandi forfallast skyndilega.
- ovd
Sex mánaða tilraunaverkefni:
Hvíldarrými
fyrir aldraða
LÍBANON, AP Mikil spenna var í loftinu í Beirút,
höfuðborg Líbanons, í gær þegar tvær
andstæðar fylkingar söfnuðust þar saman á
útifundum.
Stuðningsmenn stjórnarinnar, sem aðhyllist
nánari tengsl við Vesturlönd, komu saman í
miðborginni til að minnast þess að þrjú ár eru
liðin frá því Rafik Hariri forsætisráðherra
var myrtur.
Stuðningsmenn sjíahreyfingarinnar
Hisbolla, sem vill nánari tengsl við Sýrland,
komu hins vegar saman í suðurhluta borgar-
innar í jarðarför Imads Mughniyeh, eins
helsta leiðtoga hernaðararms samtakanna,
sem var myrtur á þriðjudagskvöld.
Hisbolla-samtökin kenna Ísraelum um
morðið á Mughniyeh, sem hafði lengi verið í
felum og var eftirlýstur víða um heim.
Hassan Nasrallah, leiðtogi samtakanna, hét
hefndarárásum á ísraelsk skotmörk utan
landamæra Líbanons.
„Þið hafið drepið Imad utan hins eðlilega
vígvallar,“ sagði Nasrallah í ræðu við jarðar-
förina, og vísar þar til þess að Hisbolla hafi til
þessa aðeins barist við Ísraela innan Líbanons
meðfram landamærum Ísraels. Nú sé hins
vegar vígvöllurinn orðinn galopinn.
Þegar hann hafði lokið ræðu sinni mátti
heyra skotið úr byssum í fagnaðarskyni víða í
suðurhverfum Beirútborgar.
Ísraelsk stjórnvöld brugðust við með því að
herða öryggisráðstafanir. - gb
Ólga í Líbanon þegar tugir þúsunda héldu út á götur Beirút:
Útifundir tveggja andstæðra fylkinga
MORÐSINS Á HARIRI MINNST Tugir þúsunda mættu til
að minnast þess að þrjú ár eru liðin síðan Rafik Hariri
var myrtur. NORDICPHOTOS/AFP
Nóatúni 4 • Sími 520 3000
www.sminor.is
A
T
A
R
N
A
www.sminor.is.