Fréttablaðið - 15.02.2008, Side 12

Fréttablaðið - 15.02.2008, Side 12
12 15. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR VALENTÍNUSI MÓTMÆLT Ekki eru allir hrifnir af Valentínusardeginum. Á Ind- landi mótmæltu strangtrúaðir hindúar deginum með því að kveikja í líkneski og Valentínusarkortum. NORDICPHOTOS/AFP ORKA „Bitruvirkjun er bara í eðlilegum farvegi og það hefur engin ný ákvörðun verið tekin í Orkuveitunni,“ segir Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri fyrirtækisins. Núverandi stjórn Orkuveitunnar hafi einungis fundað einu sinni og þessi virkunaráform á Hellis- heiði hafi þá ekki borið á góma. Ásta Þorleifsdóttir, nýr varaformaður stjórnar Orkuveitunnar, hefur áður lýst sig andvíga byggingu virkjunarinnar. Hún vill þó bíða niðurstöðu umhverf- ismats um hana; fyrr sé ekki hægt að taka upplýsta afstöðu. Hún hafi fundið hjá Orkuveitunni ríkan vilja til að koma til móts við þær athuga- semdir sem komu frá almenningi. Ásta hefur reifað hugmyndir um að bíða með Bitruvirkjun, en setja systurvirkjunina, Hverahlíðarvirkj- un, í forgang. Sú er talin valda minna umhverfistjóni. Ólafur Áki Ragnarsson, sveitar- stjóri í Ölfusi, svaraði þessari hugmynd í Fréttablaðinu í gær þannig að hann væri búinn að fá sig fullsaddan á tíðri stefnubreytingu hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Gaf hann í skyn að fyrst bíða ætti með eina virkjun væri best að bíða með allar virkjanaframkvæmdir á Hellisheiði. Ölfus færi með skipulagsvaldið á svæðinu og hefði lagt of mikla vinnu í virkjunaráformin til að taka þátt í svona „leikaraskap“. Rætt hefur verið um að virkjanirnar sjái álveri í Helguvík fyrir orku. Stefnubreyting Orkuveitunnar gæti því haft áhrif á uppbyggingu þar. Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóri viðskiptaþróun- ar hjá Norðuráli, svarar því hins vegar ekki hvort fyrirtækið hafi áhyggjur af hugsanlegri stefnubreyt- ingu. „Við erum með samning við Orkuveituna og ég sé enga ástæðu til þess að tjá mig um þetta mál,“ segir hann. Hjörleifur B. Kvaran segir einfaldlega of snemmt að kveða upp úr um áhrif þess á Norðurál og byggingu álvers í Helguvík, yrði fallið frá Bitruvirkj- un og Hverahlíðarvirkjun. „Það má nú benda á að við erum líka að stækka Hellisheiðarvirkjun og fáum 90 MW úr því,“ bendir hann á. Fyrirtækið sé skuldbundið til að útvega Norðuráli 100 MW í fyrsta áfanga álversins. Stækkunin gæti því komið eitthvað til móts við þörf Norðuráls. klemens@frettabladid.is Enn óbreytt áform um Bitruvirkjun Forstjóri Orkuveitunnar segir að pólitísk stjórn fyrirtækisins hafi ekki tekið neina nýja ákvörðun um Bitruvirkjun. „Bíðum niðurstöðu umhverfismats,“ seg- ir Ásta Þorleifsdóttir. Hellisheiðarvirkjun gæti dugað fyrir álverið í Helguvík. LÖGREGLUMÁL Ölvaður ökumaður sem kom akandi niður Bústaða- veg að gatnamótum við Reykja- nesbraut endaði á bíl sínum í Elliðaá um klukkan hálf ellefu í fyrrakvöld. Hann hafði horfið af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn en hann fannst þó skömmu síðar í Vogahverfinu og var handtekinn. Farið var með hann á slysadeild en meiðsl hans reyndust minni- háttar. Bíllinn er hins vegar talinn gjörónýtur. Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu segir ekki liggja fyrir hvort hann hafi verið undir áhrifum ólöglegra vímuefna. - jse Lögreglan í Reykjavík: Ölvaður öku- maður ekur í á GJÖRÓNÝTUR BÍLL Í ELLIÐAÁM Öku- maður slapp lítið meiddur eftir óhappið. SRÍ LANKA, AP Mannfall í röðum óbreyttra borgara í borgarastríð- inu á Srí Lanka hefur náð „hrikalegum hæðum,“ að því er talsmaður Alþjóða Rauða krossins lét hafa eftir sér í fyrradag. Skæruliðar Tamílatígra eru sakað- ir um að bera ábyrgð á hrinu blóðugra árása á síðustu vikum. Stjórnarherinn hefur verið sakaður um að hafa gerst sekur um minnst eina árás á borgara á svæði uppreisnarmanna. - aa Borgarastríðið á Srí Lanka: Áhyggjur af mannfalli SLÓVENÍA, AP Viðræður ráðamanna Rússlands og Evrópusambandsins í Slóveníu um áform Kosovo- Albana um að lýsa yfir sjálfstæði skiluðu engu öðru en því að staðfesta að þeir væru á öndverð- um meiði í málinu. Rússar styðja Serba í þeirri stefnu að halda Kosovo formlega innan serbneska ríkisins. Þrátt fyrir það sagði rússneski utanríkisráðherrann Sergei Lavrov að Rússar hefðu ekki í hyggju að beita ESB-ríkin refsiaðgerðum ef þau viður- kenndu sjálfstæði Kosovo. Kjörnir fulltrúar Kosovo-Albana hafa í hyggju að lýsa yfir sjálfstæði jafn- vel nú strax á sunnudag. - aa Samráð ESB og Rússlands: Bitist um sjálf- stæði Kosovo SERGEI LAVROV STRÓKAR VIRKJANANNA Frá Bústaðaveginum séð munu í góðu veðri bætast við tveir myndarstrókar verði virkjanirnar að veruleika. Stækkun Hellisheiðarvirkjunar kann að duga fyrsta áfanga álversins í Helguvík. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÁSTA ÞORLEIFSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.