Fréttablaðið - 15.02.2008, Page 13

Fréttablaðið - 15.02.2008, Page 13
FÖSTUDAGUR 15. febrúar 2008 13 Fimm innflytjendur munu út árið veita lesendum Fréttablaðsins innsýn í líf sitt. Fjórir þeirra segja okkur nú hvað bar hæst í vikunni. VIKA 2 DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA SJÁVARÚTVEGUR „FisHmark er bestunarkerfi sem snýst um að stinga upp á hvert eigi að fara til veiða og hvernig eigi að haga veiðum og vinnslu,“ segir Sveinn Margeirsson, deildar- stjóri hjá Matís. Gögnum er safnað í rafræna afladagbók við veiðarnar. „Þetta er í raun skráning, hvar fiskurinn er veiddur, hversu lengi er verið að toga og annað slíkt.“ Fiskurinn fær svo sitt einkenni sem helst inn í fiskvinnsluna. „Með því er hægt að rekja hvaðan fiskurinn kom sem er í vinnslunni á hverjum tíma.“ Segir Sveinn að með FisHmark séu gögn úr vinnslunni, til dæmis nýting og fleira, tengd við gögnin í afladagbókinni. Úr samanlögðum gögnunum séu unnar skýrslur og fleira. „Þannig að menn geta séð hvar á miðunum og hvenær er besta nýtingin.“ Verkefnið er afrakstur sex til sjö ára vinnu. Að því hafa einnig komið hugbúnaðarfyrirtæki auk hóps sjávarútvegsfyrirtækja. Sveinn segir að um frumgerð sé að ræða en stefnan sé tekin á fullgerðan hugbúnað á næsta ári. Ísland er helsta markaðssvæðið til að byrja með en einnig er horft til erlendra markaða. „Aðferðafræðin og hugbúnaðurinn sjálfur er varan, þó að gögnin séu að sjálfsögðu eign fyrirtækjanna sjálfra.“ Þá segir Sveinn samstarf þeirra sem að verkefninu komu hafa verið gjöfult. „Það er þessi þekkingariðnaður sem sjávarútvegs fyrirtækin eru að stuðla að og eru hluti af.“ - ovd Matís kynnir nýjan íslenskan hugbúnað sem á að auka hagkvæmni í fiskveiðum og fiskvinnslu: Stuðlað að bættri afkomu fiskveiða KYNNT FYRIR SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Sveinn Margeirsson með Einari K. Guðfinnssyni á kynningu á FisHmark í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Reykjavík er fyrsta borgin sem ég bý í þar sem engar almennings- samgöngur eru á helgarnótt- um,“ segir Char- lotte Ó. Ferrier. Henni kom það mjög á óvart, „sér í lagi þar sem Íslendingar segjast vera framarlega í umhverfismálum“. Þá þykir henni viðhorf Íslendinga til strætisvagna sérstakt. „Mér finnst frábært að námsmenn fái frítt í strætó og velti fyrir mér hvort slíkt myndi ekki leysa umferðarvandann í Reykjavík. Svarið er svo sannarlega ekki að gera fleiri götur. Það var reynt í Bretlandi og stuttu síðar var umferðin alveg jafn slæm.“ Charlotte Ólöf Ferrier: Sérstök viðhorf til strætisvagna Hvert gleðiefnið rekur annað hjá Junphen þessa dagana. „Nú er önnur vinkona mín að koma frá Akureyri en hún á afmæli um helgina,“ segir hún full til- hlökkunar. „Við ætlum að bregða okkur í Keiluhöllina og svo förum við kannski í miðbæinn á eftir. Ég fer oft í keilu en í Taílandi er það afar dýrt en hér getur maður alveg leyft sér það öðru hvoru. Ég fer líka í sund nánast daglega en þá kemur taílensk vinkona mín venju- lega með mér,“ segir hún. Junphen Sriyoha: MEIRI GLEÐI AÐ NORÐAN Filipe hefur fengið að kenna á íslenska veðurfarinu undanfarið. „Ég var að vinna á rannsóknarstofu Matís á Akureyri í síðustu viku en þegar ég ætlaði að fljúga til Ísafjarðar varð ég veðurtepptur í nokkra daga í Reykjavík. Þar gafst mér reyndar færi á að prófa snjóbretti sem ég hafði keypt fyrir norðan en það gekk ekki nógu vel, enda vorum við ekki í nægilega góðri brekku. Ég kann vel við Akureyri, þar er mikið af ungu fólki og fjöri. En þó er bærinn helst til stór fyrir mig svo mér fannst ósköp gott að komast loks heim til Ísó eftir allt volkið.“ Filipe Moreira de Figueiredo: GOTT AÐ KOMAST HEIM TIL ÍSÓ „Ég hef verið svolítið úti á þekju í allri þessari stjórn- málaumræðu,“ segir Rachid Benguella. „Konan mín segir mér hvað er í gangi, til dæmis frá breytingum í borgar- stjórninni. Nú eru tveir flokkar við stjórn í Reykjavík, ég veit það þó,“ segir Rachid og hlær. Þrátt fyrir leiðindaveður hefur hann oft farið austur á Sólheima þar sem konan hans býr og vinnur. „Það er erfið- ast að fara yfir Hellisheiðina en ég búinn að læra að aka á íslenskum vegum. Passa mig til dæmis að bremsa ekki harkalega í hálkunni.“ Rachid Benguella: HEFUR VANIST ÍSLENSKU VEÐRI SIMPLY CLEVER HEKLA · Laugavegi 172-174 · Sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranes · Ísafjörður · Reyðarfjörður · Reykjanesbær · Selfoss ALVÖRU KRAFTUR ENGIN EYÐSLA Verð kr. 2.630.000 Skoda Octavia 1,9 TDI® Skoda Octavia 1,9 TDI® - 4,9 lítrar á hundraðið Nýja TDI® vélin í Skoda Octavia er ein vandaðasta dísilvél sem völ er á. Hún skilar miklu og jöfnu afli en eyðir þó aðeins 4,9 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri. Veldu vandaðan verðlaunabíl í fullri stærð með pláss fyrir alla fjölskylduna, rúmgott farangursrými og frábæra aksturseiginleika - og eigðu nóg afgangs til að ferðast um landið, sumar jafnt sem vetur. Ríkulegur staðalbúnaður Octavia ESP stöðugleikakerfi og spólvörn Aksturstölva Tengi fyrir iPod Sex hátalarar Hanskahólf með kælibúnaði Sex loftpúðar Hraðastillir (cruise control) Þokuljós í framstuðara Hiti í sætum Hiti í speglum ISOFIX barnabílstólafestingar Hæðarstillanleg sæti

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.