Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 22
 15. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR Ískalt íslenskt vatn - hvenær sem er GE kæliskáparnir eru öflugir, endingargóðir og glæsilega innréttaðir Verð frá: Kr. 209.790 stgr. AFSLÁTTUR 30% Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 418x 5.489 -0,83% Velta: 5.489 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,85 +0,38% ... Bakkavör 45,25 -1,42% ... Eimskipafélagið 30,40 -0,82% ... Exista 12,10 -2,02% ... FL Group 9,82 -3,73% ... Glitnir 17,90 -0,56% ... Icelandair 26,35 -0,75% ... Kaupþing 731,00 -0,41% ... Landsbankinn 28,65 -0,35% ... Marel 94,50 -2,98% ... SPRON 5,74 -2,38% ... Straumur-Burðarás 12,39 -2,06% ... Teymi 5,19 +0,39% ... Össur 90,50 -0,11% MESTA HÆKKUN ATL. PETROLEUM +0,98% EIK BANKI +0,46% TEYMI +0,39% MESTA LÆKKUN 365 -10,30% FL GROUP -3,73% MAREL -2,98% Stýrivextir Seðlabankans verða óbreyttir um sinn. Fjár- málaskilyrði og verðbólgu- horfur hafa versnað að mati bankans. Ekki er útilokað að vöxtum verði breytt í mars. „Það er ekki markmið bankans að ná fram harðri lendingu. Það er hins vegar svo að við teljum okkur skylt að reyna að leitast við að draga úr þeirri miklu spennu sem verið hefur og ekki sér fyrir end- ann á ennþá til þess að ná því marki sem okkur er sett, að verð- bólga sé hér innan marka,“ sagði Davíð Oddsson Seðlabankastjóri við kynningu stýrivaxta í gær. Seðlabankinn tilkynnti í gær að vextir bankans yrðu óbreyttir um sinn, 13,75 prósent. Í hagspá bankans er gert ráð fyrir harðri lendingu í hagkerfinu, en í síðustu Peningamálum er gert ráð fyrir skarpri lækkun stýri- vaxta á öðrum og þriðja fjórðungi ársins. Arnór Sighvatsson, aðalhag- fræðingur Seðlabankans, sagði rétt að í spám bankans væri gert ráð fyrir samdrætti fram undan. „Ég held hins vegar að Seðlabank- inn hafi ekki mikið val um það hvort þessu gríðarlega mikla ofþrýstiskeiði, sem nú er hugsan- lega að ljúka, ljúki með samdrætti. Peningastefna hefur ekki mikil langtímaáhrif á hagvöxt. Seðla- bankinn getur haft áhrif á tíma- setningu samdráttar. En mjög óvíst er að slakari peningastefna en Seðlabankinn hefur fylgt hefði leitt til meiri eða minni samdrátt- ar að lokum.“ Davíð Oddsson sagði í rökstuðn- ingi fyrir vaxtaákvörðuninni að hagvísar bankans bentu til þess að eftirspurn, sérstaklega einka- neysla, hefði vaxið hratt allt til loka síðasta árs. Þá væri enn spenna á vinnumarkaði og kjara- viðræðum ekki lokið. Gengi krónunnar hefði undanfarið verið lægra en gert var ráð fyrir í spá bankans í nóvember. Til skamms tíma væru verðbólguhorfur verri en við síðustu stýrivaxtaákvörðun í desember og útgáfu Peninga- mála í nóvember. Hins vegar hefðu fjármálaskil- yrði, bæði innanlands og utan, versnað. Við það hefði dregist úr framboði á lánsfé og lánakjör hefðu versnað; bæði fyrir heimili og fyrirtæki. Þá hefði hlutabréfa- verð lækkað verulega, sem yki enn fjármagnskostnað og veikti efnahagsreikning heimila og fyrirtækja. Þessi þróun ynni með stefnu Seðlabankans um aðhald og drægi úr verðbólguþrýstingi og vexti eftirspurnar. Þá hefði lækkandi fasteignaverð bein áhrif á verð- bólguna. „Óvíst er hve hratt þetta gerist en ólík legt er þó að meiri samdráttur í efnahagslífinu en Seðlabankinn spáði í nóvember leiði til hraðari hjöðnunar verð- bólgu framan af spátíma bilinu. Gengi krónunnar gæti veikst um leið og dregur úr framboði erlends fjármagns. Það gæti ýtt undir verðbólguvæntingar, valdið launa- skriði og þannig tafið hjöðnun verðbólgunnar.“ Davíð Oddsson sagði ekki útilokað að aukavaxtaákvörðunar- dagur yrði í mars. Ekkert hefði hins vegar verið ákveðið um það. Litið yrði til ákvarðana annarra seðlabanka við næstu vaxta- ákvörðun. ingimar@frettabladid.is DAVÍÐ ODDSSON Markmið Seðlabank- ans er ekki hörð lending en bankinn telur sér skylt að draga úr spennu. Horfurnar versna enn „Auðvitað hafa menn rætt þetta óformlega sín á milli, en málið er á borði fjármálaráðherra. Hann fer með úrskurðarvaldið,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. Kaupþing, sem hefur sótt um leyfi til reikningshalds í evrum, kærði fyrir rúmum mánuði ákvörðun ársreikningaskrár um málið til fjármálaráðherra. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans, býst við niðurstöðu á næstu dögum. Ingibjörg Sólrún segir að málið sé ekki einfalt, en bankarnir sitji við sama borð og aðrir. „Þeir hafa ákveðinn lögformlegan rétt. Þetta er bara spurning um hvort þeir uppfylla lagaskilyrði eða ekki.“ Umsögn Seðlabankans um umsókn Kaupþings var neikvæð. Davíð Oddsson Seðlabankastjóri fullyrti í gær að umsögn bankans hefði ekki haft nein áhrif á ákvörðun ársreikningaskrár. - ikh Stjórnin ræðir umsókn INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Capa Invest hefur keypt fimmt- ungshlut í IMG Holding, eignar- haldsfélagi Capacent samstæð- unnar. Út voru gefnir nýir hlutir í félaginu. Capa Invest er nýstofnað fjár- festingarfélag í meirihlutaeigu fjárfestingarfélags Róberts Wess- mans, Salt Investments og Draupn- is, sem er í eigu Jóns Diðriks Jónssonar. Kaupverðið er sagt trúnaðarmál. Með kaupunum verður Capa Invest kjölfestufjárfestir í Capa- cent-samstæðunni og stærsti einstaki hluthafinn. „Meirihluti félagsins er þó enn sem fyrr í dreifðri eign stjórnenda og starfs- manna, en af þeim fer Skúli Gunn- steinsson forstjóri samstæðunnar með stærsta hlutann,“ segir í til- kynningu. Jón Diðrik er sagður hafa hug á að bjóða sig fram til stjórnarformennsku á næsta aðal- fundi IMG Holding. Haft er eftir Skúla að alltaf hafi staðið til að fá fagfjárfesta í hlut- hafahópinn, til að styrkja félagið til áframhaldandi vaxtar, fyrst og fremst á erlendri grundu. Glitnir veitti félaginu ráðgjöf við hluta- fjárútboðið. Innan Capacent-samstæðunnar starfa nú um 340 manns, þar af um 120 hjá Capacent á Íslandi og um 220 hjá Capacent í Danmörku, eftir síðustu kaup félagsins á Institut for Karriereudvikling (IKU), en samningur um þau viðskipti var undirritaður í síðustu viku. - óká Eiga fimmtung í Capacent EFTIR KAUPIN Árni Harðarson frá Salt Investments, Jóhann G. Jóhannsson frá Glitni, Skúli Gunnsteinsson frá Capac- ent, Hrannar Hólm frá Capacent og Jón Diðrik Jónsson frá Draupni. „Ef ég man rétt var lækkun fasteigna- verðs svona um það bil sex prósent, í okkar síðustu spá. Hins vegar hefur húsnæðismarkaðurinn verið sterkari en í okkar spám, svo þetta gerist seinna,“ sagði Arnór Sighvatsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabankans, við kynningu á stýrivaxtaákvörðun bankans í gær. Tölurnar eru til í bankanum, en hafa ekki verið birtar. Arnór segir vandasamt að spá fyrir um þróun húsnæðisverðs og líkön bankans geri ráð fyrir mjög mikilli lækkun. „En við trúum þeim ekki alveg,“ sagði hann, enn sem komið er hafi húsnæðismarkaðurinn verið sterkur. „Við sjáum að lán bankanna til húsnæðiskaupa hafa í rauninni að verulegu leyti stöðvast,“ sagði Davíð Oddsson Seðlabankastjóri. Líklegt væri að verðlag fasteigna lækkaði á komandi tíð. SEX PRÓSENTA LÆKKUN HÚSNÆÐISVERÐS Í SÍÐUSTU SPÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.