Fréttablaðið - 15.02.2008, Síða 32
2 • FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008
É
g er á leiðinni af skjánum og ætla að vera
hinum megin við myndavélina. Ég mun
vera meira í framleiðslunni og sé áfram
um ritstjórnina,“ útskýrir Þórunn. Hún
hefur verið á skjánum í fjögur ár, og verið rit-
stjóri þáttarins síðastliðin þrjú ár, eða frá því
að Vala Matt hélt á brott.
Þórunn segir breytingarnar koma í kjölfar
þeirrar ákvörðunar Skjás eins að færa inn-
lenda dagskrárgerð út úr húsi. Framleiðsla
Innlits/útlits er því komin í hendur Saga Film.
„Það hafa orðið töluverðar breytingar með
nýju framleiðslufyrirtæki, sem er ósköp eðli-
legt. Þetta er hluti af þeim,“ segir Þórunn,
sem segist enn vera að átta sig á breyting-
unum. „Maður þarf að aðlagast þessu
eins og öðru. Það tekur kannski smá
tíma þegar maður hefur verið lengi í
sama starfinu,“ segir Þórunn.
„Ég hafði falast eftir því að vera
meira hinum megin við myndavél-
ina, því mér finnst framleiðsluferlið
vera mjög spennandi. Ég bjóst reynd-
ar ekki við því að fara alveg af skján-
um, en nú sé ég bara til hvernig þetta leggst í
mig. Vonandi verður þetta allt saman hið besta
mál,“ segir hún brosandi. „Það er mjög góður
hópur í kringum þáttinn, svo hann verður von-
andi bara mjög góður áfram,“ bætir Þórunn
við.
Þau Arnar Gauti og Nadia Banine, sem hafa
séð um dagskrárgerð fyrir Innlit/útlit ásamt
Þórunni síðastliðin ár, verða áfram á skján-
um, og segir Þórunn að fastir liðir þáttanna
muni halda áfram. „Útlit þáttarins breytist
eitthvað með nýjum pródúsent, en við verðum
áfram með breytingar, innlit og fjöll-
um um hönnun og arkitektúr eins og
áður. Við fengum öll gott frí en erum
á fullu í tökum núna, og fyrsti þáttur-
inn fer í loftið á þriðjudaginn,“ segir
Þórunn, sem segist hafa notið sín vel
á skjánum síðustu ár. „Ég væri alls
ekki í þessu ef mér fyndist þetta ekki
gaman. Ég hef verið rosalega ánægð,
og vonandi á þetta eftir að vera
jafn skemmtilegt,“ segir hún.
sunna@frettabladid.is
Útgáfufélag 365 prentmiðlar
Ritstjóri Marta María Jónasdóttir
martamaria@365.is
Bergþóra Magnúsdóttir
bergthora@365.is
Forsíðumynd Teitur Jónasson
Útlitshönnun
Arnór Bogason og
Kristín Agnarsdóttir
Auglýsingar Guðný Gunnlaugsdóttir
gunnyg@365.is sími 512 5462
Föstudagur Skaftahlíð 24
105 Reykjavík, sími 512 5000
Helgin 15.-17. febrúar
FÖSTUDAGUR
þú kemst
ekki í gegnum
vikuna ...
...nema
að hafa já-
kvæðnina í
farteskinu,
lífið verður
miklu
léttara,
þéttara og
skemmti-
legra.
...nema að hafa morðgátuþema í af-
mælinu þínu. Það nennir enginn að
vera hann sjálfur í partíum, Hlutverka-
leikir eru það eina sem dugar. Ef eitt-
hvað gerist þá fær fólk bara lifnaviðpillu
og allir verða hressir.
...nema
kaupa þér nýja stóra flotta leðurtösku.
Helst MIU MIU eða Marc Jacobs.
...nema að fá þér internetið í símann.
Það eru bara
steinaldarmenn
sem þrauka upp
á gamla mát-
ann.
...nema að
skipuleggja
sumarfríið og
láta þig dreyma
um sól og fjar-
læga staði.
FÖSTUDAGUR: Verðlaunahafar í Vatnsmýrarsamkeppn-
inni kynna tillögur sínar og dómnefnd gerir grein fyrir
niðurstöðum sínum. Að því búnu verður opnað fyrir um-
ræður um framtíðarsýn og skipulag borgar í Vatnsmýr-
inni. Þetta fer fram í Hafnarhúsinu. Um kvöldið eru minn-
ingartónleikar um Bergþóru Árnadóttur sem hefði orðið
sextug hefði hún lifað. Tónleikarnir eru haldnir í Salnum í
Kópavogi og hefjast þeir klukkan 20.30.
„Helgin er fullbókuð að vanda. Spilaklúbburinn, Kanarífuglarnir, ætlar að spila yfir sig eftir
langa pásu. Það er enginn áberandi tapsár þannig að þetta verður örugglega afar ljúft
eins og gourmet-hlaðborðið sem verið er að skipuleggja. Á sunnudaginn er síðan síðbúið
rjómabollukaffi því afmælisstrákurinn hann pabbi á afmæli og var erlendis á bolludaginn.
Það væri skandall ef hann fengi ekki bollu.“
HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA?
Andrea Róberts, sjónvarpskona, meistaranemi og stjórnarkona UNIFEM.
É
g er að verða mamma hálfr-
ar leikarastéttarinnar,“ segir
leikkonan Margrét Helga Jó-
hannsdóttir og hlær við. Hún
hefur á síðustu árum tekið að sér
mörg móðurhlutverk, og í þrígang
leikið mæður manna sem eru veik-
ir á geði. Fyrsta hlutverkið í þeirri
röð fór Margrét með í Englum
alheimsins, þar sem hún lék móður
Páls, sem Ingvar E. Sigurðsson
túlkaði. Í Börnum lék hún móður
Ólafs Darra Ólafssonar í hlutverki
Marinós, og nú síðast brá hún sér
í hlutverk Bjarnfreðar, móður hins
öfgakennda Georgs í Næturvakt-
inni. „Þetta eru allt menn sem ekki
eru sigurvegarar í lífinu, svo mikið
er víst,“ segir Margrét Helga,
sem nú er í launalausu leyfi frá
Leikfélagi Reykjavíkur og dvelst
á Akureyri, þar sem hún leikur
í Fló á skinni. Uppsetningin
hefur slegið í gegn, og uppselt
er á allar sýningar sem settar
hafa verið í sölu. „Það er ótrú-
lega gaman að leika í Flónni og
heyra hlátrasköllin. Þetta er
frábært leikhús og hér er mikið
af hæfileikaríku, orkumiklu og
skemmtilegu fólki sem hefur
tekið ofboðslega vel á móti mér.“
Margrét segir það fara eftir mann-
gerðinni hvort hluverk sem þau of-
annefndu taki á. „Ég samdi náttúr-
lega mína manngerð sjálf í Börn-
um, því við fengum að vinna okkar
hlutverk sjálf. Það var mjög spenn-
andi spunavinna,“ segir Margrét,
sem leitaði þó ekki í fyrri reynslu
sína sem móður Páls í Englum al-
heimsins. „Þetta eru tvær alveg
ólíkar konur. En ég hef verið hepp-
in, þetta hafa allt verið góð verk-
efni og skemmtileg vinna,“ segir
hún.
Umræður um geðsjúkdóma
hefur borið hátt í þjóðfélaginu að
undanförnu, og þá ekki síst út frá
afstöðnum veikindum nýs borgar-
stjóra. Margrét Helga segist viss
um að myndir á borð við Börn og
Engla alheimsins geti lagt hönd á
plóg við að hrinda af stað vitundar-
vakningu í kringum geðsjúkdóma.
„Allir fordómar hljótast yfirleitt
af þekkingarskorti. Allar upplýs-
ingar eru til hins betra. Það er nú
líka gaman að geta þess að þegar
við vorum að vinna Englana kom
í ljós að Ingvar, Hilmir Snær og
ég höfðum öll unnið á Kleppsspít-
ala á einhverjum tíma-
punkti. Það er fjár-
sjóður sem maður býr
að alla tíð, að kynnast
bæði þeim sem minna
mega sín og þeim
sem meira mega sín.
Það er góður
lífsins skóli,
og eitthvað
sem maður
lærir ekki
í leiklist-
arskóla,“
segir hún.
sunna@
frettabladid.is
Margrét Helga Jóhannsdóttir hefur leikið mömmur nokkurra geðveikra manna
Fordómar eru
þekkingarskortur
ÞÓRUNN HÖGNADÓTTIR FER SÁTT AF SKJÁNUM
Breytingar í Innliti/útliti
Margrét Helga
Jóhannsdóttir
Ólafur Darri Ólafsson
Jón Gnarr
Ingvar E. Sigurðsson