Fréttablaðið - 15.02.2008, Page 38

Fréttablaðið - 15.02.2008, Page 38
L eiðir Hreiðars Árna Magnússonar og Jóhanns Tómasar Sigurðssonar lágu fyrst saman þegar sá fyrrnefndi byrjaði að læra hárgreiðslu hjá móður þess síðarnefnda, Elsu Haraldsdótt- ur, sem er þriðji eigandi Loft Salon. Þetta var árið 1986 þegar hver einasta kona var með permanent og mikill uppgangur í hár- greiðslugeiranum. Jóhann ætlaði aldrei að fara út í neitt sem tengdist hárgreiðsl- unni en núna rúmum 20 árum síðar hafa þeir félagar sameinað krafta sína og opnað hárgreiðslustofuna Loft Salon ásamt Elsu. Stofan er staðsett í hjarta Kaupmannahafn- ar, Galleria K húsinu, og opnaði í október 2006. Loft Salon er engin venjuleg hárgreiðslu- stofa heldur samruni hugmynda um hár- greiðslustofu, bar og kaffihús. Þar hittast vinkonur yfir drykk og láta dekra við sig, gefa sér góðan tíma í að láta nostra við hárið á sér meðan þær spjalla, sötra kampavín eða fá sér „boost“ orkudrykki. Þrátt fyrir allan lúxusinn og þægindin er verðlagið ekki hærra en á öðrum hárgreiðslustofum í Danmörku. Jóhann segir að hann hafi komið að máli við Redken í Danmörku árið 2005 og kannað möguleika þess að opna hárgreiðslu- stofu í Danmörku. Hárgreiðslustofu sem væri jafnframt hótelbar eða móttaka. Þrátt fyrir að hafa aldrei ætlað að vinna við hár- greiðslufagið gat hann ekki við það staðið þegar hann sá það sem er að gerast í hár- greiðsluheiminum. Annars vegar samruni hugmynda, svo sem hárgreiðslustofu og hótelbars, og hins vegar viðskiptalausn sem hentar rekstri hárgreiðslustofa. „Við flugum til Bandaríkjanna til að kynna okkur hugmyndir hjá stærsta ráðgjafar fyrirtækis í heimi hárgreiðslunn- ar. Við sáum að þær viðskiptahugmyndir sem þeir fóru yfir voru í fullkomnu sam- ræmi við okkar. Mamma sagði við mig að hún hefði gert þetta nákvæmlega svona ef hún hefði vitað þetta fyrir 20 árum,“ segir Jóhann. Hann segir að það séu sömu meginvandamálin í hárgreiðslu alls stað- ar í heiminum og því hægt að taka hug- myndir frá Bandaríkjunum og aðlaga þær öðrum mörkuðum. „Ég fékk áhuga á þessu út af viðskiptahliðinni, að gera rekstur hár- greiðslustofu að fyrirtæki. Það er ákveð- in hringiða í hárgreiðslubransanum sem við viljum breyta. Fólk útskrifast úr skóla og fer að vinna á góðri stofu. Næsta skref er oft að kaupa stofuna sem það vinnur á eða opna sjálft aðra stofu. Það ræður til sín fólk og vinnur og vinnur og svo fer fólk að fara frá því og gera nákvæmlega sömu hluti og það gerði sjálft. Ástæðan fyrir því að þetta gerist er sú að viðkomandi er góður í því að klippa en hefur hugsanlega komið minna að fyrirtækjarekstri. Það kerfi sem við vinnum eftir hjá Loft byggir á þessu og leggur áherslu á að kenna hárgreiðslu- fólki að reka hárgreiðslustofu sem fyrir- tæki. Þannig byggir Loft á skýrum mark- miðum fyrir alla starfsmenn og á árang- urstengdu kerfi. Þannig liggur alltaf fyrir, svart á hvítu, hvernig starfsmenn geta farið frá því að vera nemi á fyrsta ári til þess að verða meðeigandi. Okkar markmið er að aðstoða okkar starfsmenn við að ná þessu markmiði. Þessi hugsun fannst mér heill- andi,“ segir Jóhann. Hreiðar kannast vel við hringrásina sem Jóhann er að tala um en hann lærði á Salon VEH og svo stofnaði hann Salon Reykjavík með Arnari Tómassyni. Þeir voru viðskipta- félagar þangað til í hitteðfyrra þegar Hreið- ar ákvað að taka þátt í Kaupmannahafnar- ævintýrinu. Hann fluttist til Kaupmanna- hafnar sumarið 2006 og tók þátt í upp byggingunni á stofunni og stýrði henni þangað til núna í haust. Um áramótin keyptu Hreiðar, Jóhann og Simbi stofuna Salon VEH af Elsu, móður Jóhanns. Áætl- unin er að fara með Salon VEH sömu leið og Loft Salon. En hvernig skyldu þeir fara að því að vera með starfsemi í tveimur lönd- um? „Við erum með teymi Dana sem stýrir Loft Salon og sér um daglegan rekstur. Við sjáum um stýringu og almenna þróun og svo erum við með tölvukerfi sem gerir það að verkum að við getum fylgst með því sem er að gerast í Danmörku þegar við erum á Íslandi,“ segir Jóhann en hann og Hreið- ar fara mánaðarlega til Kaupmannahafn- ar til að fara yfir stöðu mála, halda fundi og fylgjast með öllum smáatriðum. „Ef ég hefði fengið svona tilboð eins og við erum að bjóða okkar fólki í dag þá hefði ég aldrei hætt neins staðar og ætti sjoppuna einn. Þetta minnir mig svolítið á myndina Pay it Forward með Kevin Spacey, þar sem maður miðlar sinni þekkingu til annarra og hjálp- ar þeim að vaxa og dafna. Þetta er fallegur hugsunarháttur,“ segir Hreiðar og Jóhann bætir því við að þeir séu ekki að þessu fyrir sjálfa sig heldur af hugsjón. „Ég hef mína vinnu og Hreiðar hefur meira en nóg að gera,“ segir Jóhann. „Við erum að þessu til að sýna fram á að það sé hægt að reka hárgreiðslustofu sem fyrirtæki sem skilar hagnaði. Því betur sem starfsfólkið hefur það því betur líður kúnnanum og því minni áhyggjur höfum við,“ segja þeir. Redken Loft byggir á því að blanda saman hárgreiðslustofu og hótelbar þar sem mikið er lagt upp úr fallegu umhverfi. „Þegar við byrjuðum fengum við frumgerð að stofu til að gefa okkur hugmynd hvern- ig þetta gæti litið út. Við sýndum arkitekt- inum hugmyndirnar og lögðum áherslu á að blanda þessu saman við hótelbar-fíling. Kristján Garðarsson arkitekt á heiðurinn af stofunni í samvinnu við Þorvald Skúla- son. Við viljum að hárgreiðslustofan sé lif- andi staður þar sem fólk getur droppað við, fengið sér bjór eða orkudrykk og látið kannski bara þvo á sér hárið,“ segir Jóhann. Þeir fara eftir ákveðnu viðskiptamódeli sem byggist á árangurstengingu sem geri það að verkum að fólk vill vinna. Þegar þeir eru spurðir að því hvort Danir séu ekki latir segja þeir svo ekki vera. „Danir eru ákaf- lega duglegt fólk og vinnusamt. Það er á fullu á meðan það er í vinnunni en það þýðir ekkert að hringja í það og biðja það um að vinna aukavinnu. Þegar Danir eru í fríi eru þeir helst með slökkt á símanum sínum,“ segir Hreiðar og bætir því við að Íslending- ar gætu lært margt af þeim. Klippingin kostar meira í Köben Miðað við glæsileika stofunnar þá hlýtur þetta að hafa kostað mikla peninga. Þegar þeir eru spurðir að því játa þeir að þetta hafi alls ekki verið ódýrt. „Jú jú, þetta kost- aði peninga. Það kostar peninga að gera fallega hluti. Þetta er allt í rétta átt og við erum bjartsýnir á framhaldið,“ segir Jóhann. Þegar ákveðið var að opna Loft Salon í Kaupmannahöfn voru þeir hvorki með starfsfólk né viðskiptavini. Þeir gengu því algerlega blint í þetta verk. „Við hefð- um aldrei gert þetta á Íslandi, að opna stofu án þess að hafa kúnna eða starfsfólk,“ segir Hreiðar og brosir. „Við settum bara skilti í gluggann „OPIГ og treystum því að fólkið myndi streyma að,“ segir Jóhann. Þeir félagar eru greinilega fæddir undir lukkustjörnu því ekki leið á löngu þar til fólk fór að streyma að. Danska pressan hafði líka gríðarlegan áhuga á Loft Salon en síðan stofan opnaði hafa birst umfjallanir um stof- una í dönskum fjölmiðlum og þotulið Kaup- mannahafnarborgar hefur flykkst þangað í klippingu og dekur. Hreiðar og Jóhann vilja þó ekki gera mikið úr því og segja að Loft Salon sé fyrir alla. „Danir eru mjög vana- fastir og það tekur smá tíma að venja þá við þá hugmyndafræði sem við bjóðum upp á. Það er að segja að hárgreiðslustofa sé stað- ur þar sem hægt sé að koma til að slappa af, njóta þess að vera til, staður til að vera á. Klippingin er þó ekki dýrari á Loft en á öðrum stofum í Kaupmannahöfn, en hún er dýrari en á Íslandi. Við erum alls ekki dýr- asta stofan í Kaupmannahöfn og leggjum áherslu á bestu þjónustu án þess að vera dýrastir,“ segir Jóhann og Hreiðar bætir því við að kúnnahópurinn sé aðallega fólk sem vinnur í miðbænum eða er mikið í bænum auk þess sem Íslendingum finnst gott að líta við á leið sinni um miðbæinn, fá hárþvott og blástur, þegar það er í helgarferðum. Danir strákar eru djarfari Síðustu ár hafa Íslendingar verið mikið í fjölmiðlaumræðunni í Kaupmannahöfn og innrás Íslendinganna fer fyrir brjóstið á sumum Dönum. „Við höfum ekki verið að flagga því að við séum Íslendingar og að sama skapi höfum við ekkert auglýst stof- una á Íslandi,“ segir Jóhann. „Fókusinn að þetta sé íslensk stofa er ekki til. Það koma þó íslenskir kúnnar inn,“ segir Hreiðar. Þeir segja að það sé töluverður munur á Íslend- ingum og Dönum sem kúnnum. „Íslenskar konur vilja sjá meira fyrir peninginn. Þær vilja meiri klippingar og djarfa liti, dansk- ar konur vilja hins vegar ekki stórt hár eða djarfa liti, þær vilja vera náttúrulegri. Það Við Strikið er að finna eina vinsælustu hárgreiðslustofu borgarinn- ar, Loft Salon. Þangað flykkist fræga fólkið til að láta dekra við sig. Marta María Jónasdóttir heimsótti tvo af eigendum stofunn- ar, Hreiðar Árna Magnússon og Jóhann Tómas Sigurðsson og komst að því að svona lúxus gerir lífið ennþá skemmtilegra. Löðrandi lúxus Meðan kúnninn er í stólnum er honum boðið upp á kampavín, hvítvín, kaffi eða koníak. Þeir segja að fólk borgi ekki fyrir drykkinn sérstaklega og vilja ekki meina að klippingin kosti meira vegna drykkjanna. Þetta sé líka auðveldara í Danmörku þar sem vín kosti brot af því sem það kostar á Íslandi. AÐ MATI HREIÐARS OG JÓHANNS: Uppáhaldsbarinn: Ruby kokteil bar og Laundromat cafe. Best við borgina: Mannlífið og rólegheitin. Besti skyndibitinn: Dönsk pylsa klikk- ar aldrei. Líkamsræktin: Að ganga eða hjóla um borgina. Besta afslöppunin: Sól í almenningsgarð- inum á góðum sumardegi eða á ströndinni. Uppáhaldsverslunin: Illum, enda við hlið- ina á stofunni. Drykkurinn: Danskur öl er besti bjór í heimi, sér í lagi á Palaæ bar. 8 • FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.