Fréttablaðið - 15.02.2008, Síða 44

Fréttablaðið - 15.02.2008, Síða 44
 15. FEBRÚAR 2008 FÖSTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● ráðstefnur Veitingar eru lykilþáttur í vel- heppnaðri ráðstefnu að sögn Rúnars Gíslasonar hjá veislu- þjónustunni Kokkunum. Hvort ráðstefnur og veislur heppn- ast vel eða ekki veltur að stórum hluta á því hvernig veitingar eru í boði. Rúnar Gíslason og félagar hjá veisluþjónustunni Kokkarnir sjá til þess að maturinn hæfi allt- af tilefninu. Rúnar segir að veisluhaldar- ar sækist mun meira eftir hollari mat, sem unninn er úr fersku og góðu hráefni. „Okkar matseðlar eru svolítið settir eftir því,“ segir Rúnar. „Sérstaklega þegar fólk er hjá okkur í það langan tíma að við bjóðum upp á fleiri en eina máltíð, þá hugsum við meira um hollust- una.“ Að mörgu þarf að huga þegar halda á veislu eða ráðstefnu þar sem þær eru á öllum tímum dags- ins og einnig mislangar að sögn Rúnars. „Í hádeginu reynum við að bjóða upp á hollustu. Þá er til dæmis mjög gott að bjóða upp á ferskan fisk, en með honum pöss- um við okkur á að hafa grænmet- ið alltaf með. Ef ráðstefnan stend- ur yfir allan daginn reynum við að bjóða upp á hollt í fyrra kaffinu og kannski eitthvað sætara í því seinna. Sé ráðstefnan fram á kvöld getum við svo jafnvel haft flotta veislu um kvöldið.“ Rúnar bætir við að sé vín á boð- stólum, sé það yfirleitt haft í lokin. „Ef það er búið að vera ráðstefna eða námskeið allan daginn þá er ekki óalgengt að það sé boðið upp á léttvín í lokin, bara til að fá sér smá hressingu áður en dagskrá lýkur. Oft er þetta líka haldið á föstudögum,“ segir hann svo og glottir. Sveigjanleikinn er í hávegum hafður hjá Kökkunum, þar sem starfsmenn leggja sig fram við að uppfylla þarfir viðskiptavin- anna. „Við bjóðum upp á ákveðinn kjarna af matseðlum,“ segir Rúnar. „En svo er það þannig að þriðjung- ur viðskiptavina okkar vill breyta matseðlinum, sem er bara eðlilegt. Sumir vilja ekki einhvern tiltekinn rétt af einum matseðli og kjósa eitt- hvað annað girnilegt af einhverj- um öðrum matseðli. Við víxlum þá bara réttum fyrir fólk.“ Rúnar segir starfsfólk Kokk- anna vinna mjög náið með við- skiptavinum sínum þar sem engin ein forskrift sé fyrir því hvernig halda eigi veislur eða ráðstefnur. „Við setjum bara saman dagskrá fyrir hvern og einn, eftir því sem við teljum að viðkomandi þurfi. Fólk vill líka fá að sjá matseðil fyr- irfram; hvað er í boði, hvað hlutirn- ir kosta og þess háttar. Það vill vita hvað það er að setja ofan í sig.“ - emh Veltur á veitingunum Rúnar og félagar hans hjá Kokk- um veisluþjónustu hafa í nógu að snúast þessa daga. Árshátíða- og fermingarveislutörnin er nú hafin og stendur fram í lok maí. FRÉTTA BLA Ð IÐ /A N TO N Ljúffeng laxasteik Rúnar Gíslason og kokkar veislu- þjónustunnar Kokkarnir voru svo vinsamlegir að eftirláta lesendum uppskrift að gómsætum og holl- um lax ásamt meðlæti sem hentar vel á ráðstefnur og í aðrar veislur. GRILLAÐUR LAX Á KARTÖFLU OG MANGÓSALSA MEÐ KARMELAÐRI SÍTRÓNU. FYRIR 4 PERS. 200 gr. laxasteik á mann (800 gr) 2 msk. olía 2 stk. sítrónur, skornar í tvennt 2 msk. sykur 1 stór bökunarkartafla, flysjuð og skorin í teninga 1 stór sæt kartafla, flysjuð og skor- in í teninga 1 stk. mangó, flysjað og skorið í teninga 1 tsk. saxaður rauður chili 2 msk. saxaður ferskur graslaukur 2 msk. smjör salt og pipar eftir smekk AÐFERÐ Sjóðið kartöfluteninga þar til þeir eru mjúkir. Sigtið og steik- ið þá síðan upp úr smjöri ásamt mangó og chili. Kryddið með salti og pipar og setjið graslauk saman við. Takið þá laxinn og setjið olíu á steikur, hitið grillið vel og legg- ið laxasteikurnar á. Kryddið með salti og pipar. Látið laxinn vera lengi á þessari hlið, eða þar til hann losnar auðveldlega frá teinunum á grillinu. Þá má snúa steikinni og krydda hina hliðina. Sítrónurnar eru settar í sykur- inn (sárið niður) og lagðar niður á pönnu, meðal heitar og karm- elaðar (sárið niður). Þetta tekur 1-2 mín. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fjölbreytt þjónusta tengd fundahaldi: • Baðstofa • Fyrirlestrar • Einkahóptímar • Hópefli Frábær aðstaða til ráðstefnu- og fundahalda í Laugum Sími 553 0000 www.laugarcafe.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.