Fréttablaðið - 15.02.2008, Page 46
15. FEBRÚAR 2008 FÖSTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● ráðstefnur
Veiðihúsið við Grímsá í Borgar-
firði hefur verið vinsælt afdrep
undir viðskiptafundi síðastliðin
ár. Þar er líka hægt að finna sér
margt annað til dægrastyttingar,
svo sem laxveiði og skoðunar-
ferðir um óviðjafnanlega nátt-
úrufegurðina.
„Við erum með allt sem þarf fyrir
fundi og ráðstefnur ásamt heitum
potti, gufubaði og staðsett í lands-
lagsperlu svo auðvelt er að sameina
vinnutörn og góða slökun að loknum
vinnudegi,“ segir Egill Kristjánsson
matreiðslumeistari, sem hefur rekið
veiðihúsið við Grímsá síðastliðin
sex ár, en það er í eigu fjölskyldu-
fyrirtækisins Stórlax. Þrátt fyrir að
Grímsá og veiðihúsið sé helst tengt
stangveiði og laxi þá telur Egill að
ekki megi gera lítið úr þeim viðskipt-
um sem fram fari á staðnum og fáir
staðir henti betur til árangurs.
„Það eru margir góðir samning-
ar og samrunar sem rekja má hing-
að. Hér er svo gott að slaka á og
árangurinn oft og tíðum meiri og
betri en á hefðbundnum fundarstað.
Hvort sem fólk kemur hingað til að
veiða eða í markvissa vinnuferð með
fyrirlestrum og tilheyrandi þá er hér
einstök stemning sem skilar sér. Og
héðan lekur ekki neitt,“ segir Egill
hress í bragði.
Að sögn Egils er húsið mjög vin-
sælt allt árið um kring. „Sumarið er
tími fyrir veiði, vinnu og veislu. Hér
er veisla á hverjum einasta degi allt
sumarið. Við leggjum mikinn metn-
að í að elda góðan mat úr góðu hrá-
efni enda ekki hægt að veita fyrsta
flokks mat úr annars flokks hráefni.
Stundum er eldað úr ánni en einnig
hefur hráefnið komið lengra að.“
Hann nefnir til sögunnar fasta-
gesti sem veiða í Afríku og fara
með bráðina til Grímsár. „Fyrir
þann hóp hef ég meðal annars mat-
reitt krókódíl, antílópur og sebra-
hest svo eitthvað sé nefnt. En það er
ekki daglega á diskum,“ segir Egill
sem greinilega lumar á mörgum
ævintýralegum sögum. Hann bætir
við að það sem gerist við Grímsána
gerist í góðu minni manna og fari
ekki lengra. Það sem aðrir fá að sjá
og vita sé stundum afrakstur vinnu
og tengsla sem gott fæði og næði ná
að skapa.
Fyrirtæki og vinahópar geta síðan
nýtt veiðihúsið í ýmsar skemmti- og
vinnuferðir utan laxveiðitímabilsins.
Vinsælt hefur verið að koma á vorin
og haustin í sjóbirtingsveiði og er
þá jafnvel slegið saman í vinnuferð,
veiði og matreiðslukennslu, enda
staðarhaldari þekktur fyrir elda-
mennsku sína. Einnig eru svokallað-
ar Ráðgátuskemmtanir eða Murder
and Mystery mjög vinsælar og er þá
oft unnið með Ævintýrasmiðju Esk-
imos sem útvegar handrit og skipu-
leggur afþreyingu fyrir hópinn.
-vaj
Krókódílar og ráðgátur við Grímsá
Grímsá í Borgarfirði hefur verið ein eftirsóttasta
laxveiðiá landsins frá upphafi stangveiði hér á landi.
Áin sjálf og umhverfi hennar er einstaklega fagurt
og veiðistaðirnir skemmtilegir og fengsælir. Veiðileyfi
eru seld í ána sem nemur 90 dögum hvert sumar og
fullbókað er langt fram í tímann. Þeim sem ekki kom-
ast í laxveiðina gefst tækifæri til að njóta þess sem
staðurinn hefur upp á að bjóða aðra daga ársins.
Veiðihúsið sem þar stendur á sér mikla og
merkilega sögu en bygging þess hófst árið 1972.
Stangveiðifélagið þótti ætla sér fullstóra hluti þegar
lagt var upp með þekktan erlendan arkitekt og 1.000
fermetra hús á teikniborðinu. Miklar deilur sköpuðust
um húsið á sínum tíma en það var engu að síður
reist og stendur enn. Til að fjármagna lokasprettinn í
byggingunni var gripið til þess ráðs að selja veiðileyfi
fram í tímann og um tuttugu bandarískir veiðimenn
lögðu út 25.000 Bandaríkjadali á mann og tryggðu
sér viku veiðileyfi næstu tíu árin. Þar með var fjár-
mögnun hússins borgið. Margir þessara veiðimanna
eru enn fastagestir í Grímsá og koma nú í fylgd barna
og barnabarna.