Fréttablaðið - 15.02.2008, Page 48

Fréttablaðið - 15.02.2008, Page 48
 15. FEBRÚAR 2008 FÖSTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● ráðstefnur „Nurturing Creativity: contrasts, challenge, change.“ er yfirskrift ráðstefnu sem fer fram í Reykja- vík dagana 27.-29. febrúar. Ráð- stefnan er á vegum alþjóðlegu samtakanna IFEA sem eru sam- tök þeirra sem starfa við að sjá um viðburði og hátíðir og er ár- viss viðburður. Samtökin voru stofnuð í Banda- ríkjunum árið 1956 og hafa vaxið mjög. Í dag eru starfrækt sjálf- stæð IFEA-samtök í Evrópu, Ástralíu og víðar. Í samtökun- um eru fulltrúar frá háskólum, borgum og sveitarfélögum sem og sjálfstæðum hátíðarhöldurum. Samtökin halda stóra ráðstefnu á hverju ári, þar sem hugað er að ýmsum þáttum hátíða og menn- ingarviðburða, dæmisögur sagð- ar og hátíðir kynntar. Síðast var hún haldin í Aþenu. Höfuðborgarstofa sótti um fyrir tveimur árum að ráðstefn- an yrði haldin hér í Reykjavík og stjórn samtakanna samþykkti það. Til Reykjavíkur eru því að koma um það bil 200 þátttakend- ur sem allir vinna við viðburði og hátíðir af ýmsu tagi frá bæði Evr- ópu og Bandaríkjunum til að ræða um hátíðir og viðburði og um leið kynnast Reykjavík og því öfluga menningarstarfi sem hér þrífst. Nánari upplýsingar og dag- skrána í heild sinni er að finna á: www.reykjavik.is. Skrán- ing fer fram á http://ifeaeurope. com/reykjavik/ og þar er einnig að finna nánari upplýsingar um ráðstefnuna. Frekari upplýsing- ar veita Ása Sigríður Þórisdótt- ir (asa@reykjavik.is) og Heiðrún Hákonardóttir (heidrun.hakonar- dottir@reykjavik.is). - rh Ráðstefna um viðburði og há- tíðarhald Risessan sem þrammaði um stræti Reykjavíkur síðastliðið sumar er dæmi um einkar vel heppnaðan listviðburð sem eflaust verður ræddur á ráðstefn- unni í lok febrúar. Hlutverk Ráðstefnuskrifstofu Ís- lands er að markaðssetja Ísland á alþjóðamarkaði sem ákjósanleg- an áfangastað til ráðstefnuhalds og hvataferða. Auk þess ber skrifstofunni að vekja áhuga Íslendinga í alþjóða- samskiptum á að halda ráðstefn- ur og fundi sinna fagfélaga hér á landi. Að baki Ráðstefnuskrifstofu Íslands standa Ferðamálastofa, Reykjavíkurborg, Icelandair, flest leiðandi hótel á sviði ráðstefnu- halds og hvataferða auk annarra fyrirtækja, svo sem afþreying- arfyrirtæki, veitingahús og fleiri sem hagsmuna eiga að gæta við ráðstefnuhald og móttöku hvataferða. Frá því haust- ið 1997 hefur starfsemi Ráðstefnu- skrif- stofu Ís- lands verið hýst hjá Ferðamálaráði Íslands sem jafn- framt hefur séð um rekstur henn- ar samkvæmt samkomu- lagi við stjórn félags- ins. Verkefnastjóri skrifstofunn- ar er Anna R. Valdimars- dóttir. Þjónusta Ráðstefnu- skrifstofu Ís- lands er veitt endur- gjaldslaust og felst meðal annars í grundvallarráð- gjöf á staðsetningu ráðstefnu eða funda, mögulegar dagsetningar, og aðstöðu, framkvæmd, könnun á hvaða þjónustu viðkomandi þarf á að halda vegna viðburðar, tillög- ur um viðkomandi ráðstefnu og eða viðburð. Ráðstefnuskrifstofan vísar á fagskipuleggjendur sem gera væntanlegum gestgjafa til- boð í framkvæmd og skipulagn- ingu viðburðarins. Hún útveg- ar stuðningsbréf opinberra aðila, stofnana og hagsmunaaðila sé þess óskað. Auk þess getur skrifstofan annast bréfaskriftir við viðkom- andi fagfélag og samtök sé þess óskað, veitt tölfræðilegar upplýs- ingar og setur upp lista yfir stað- festar ráðstefnur á heimasíðu fé- lagsins, útvegar kynningarefni, kynningarbæklinga, margmiðlun- ardiska með upplýsingum um fag- aðila, myndbönd og almennt kynn- ingarefni. Allar nánari upplýsingar er að finna á: www.radstefnuskrifstofa. is - rh Ísland er land þitt og þeirra sem þangað vilja ferðast næ st

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.