Fréttablaðið - 15.02.2008, Síða 48

Fréttablaðið - 15.02.2008, Síða 48
 15. FEBRÚAR 2008 FÖSTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● ráðstefnur „Nurturing Creativity: contrasts, challenge, change.“ er yfirskrift ráðstefnu sem fer fram í Reykja- vík dagana 27.-29. febrúar. Ráð- stefnan er á vegum alþjóðlegu samtakanna IFEA sem eru sam- tök þeirra sem starfa við að sjá um viðburði og hátíðir og er ár- viss viðburður. Samtökin voru stofnuð í Banda- ríkjunum árið 1956 og hafa vaxið mjög. Í dag eru starfrækt sjálf- stæð IFEA-samtök í Evrópu, Ástralíu og víðar. Í samtökun- um eru fulltrúar frá háskólum, borgum og sveitarfélögum sem og sjálfstæðum hátíðarhöldurum. Samtökin halda stóra ráðstefnu á hverju ári, þar sem hugað er að ýmsum þáttum hátíða og menn- ingarviðburða, dæmisögur sagð- ar og hátíðir kynntar. Síðast var hún haldin í Aþenu. Höfuðborgarstofa sótti um fyrir tveimur árum að ráðstefn- an yrði haldin hér í Reykjavík og stjórn samtakanna samþykkti það. Til Reykjavíkur eru því að koma um það bil 200 þátttakend- ur sem allir vinna við viðburði og hátíðir af ýmsu tagi frá bæði Evr- ópu og Bandaríkjunum til að ræða um hátíðir og viðburði og um leið kynnast Reykjavík og því öfluga menningarstarfi sem hér þrífst. Nánari upplýsingar og dag- skrána í heild sinni er að finna á: www.reykjavik.is. Skrán- ing fer fram á http://ifeaeurope. com/reykjavik/ og þar er einnig að finna nánari upplýsingar um ráðstefnuna. Frekari upplýsing- ar veita Ása Sigríður Þórisdótt- ir (asa@reykjavik.is) og Heiðrún Hákonardóttir (heidrun.hakonar- dottir@reykjavik.is). - rh Ráðstefna um viðburði og há- tíðarhald Risessan sem þrammaði um stræti Reykjavíkur síðastliðið sumar er dæmi um einkar vel heppnaðan listviðburð sem eflaust verður ræddur á ráðstefn- unni í lok febrúar. Hlutverk Ráðstefnuskrifstofu Ís- lands er að markaðssetja Ísland á alþjóðamarkaði sem ákjósanleg- an áfangastað til ráðstefnuhalds og hvataferða. Auk þess ber skrifstofunni að vekja áhuga Íslendinga í alþjóða- samskiptum á að halda ráðstefn- ur og fundi sinna fagfélaga hér á landi. Að baki Ráðstefnuskrifstofu Íslands standa Ferðamálastofa, Reykjavíkurborg, Icelandair, flest leiðandi hótel á sviði ráðstefnu- halds og hvataferða auk annarra fyrirtækja, svo sem afþreying- arfyrirtæki, veitingahús og fleiri sem hagsmuna eiga að gæta við ráðstefnuhald og móttöku hvataferða. Frá því haust- ið 1997 hefur starfsemi Ráðstefnu- skrif- stofu Ís- lands verið hýst hjá Ferðamálaráði Íslands sem jafn- framt hefur séð um rekstur henn- ar samkvæmt samkomu- lagi við stjórn félags- ins. Verkefnastjóri skrifstofunn- ar er Anna R. Valdimars- dóttir. Þjónusta Ráðstefnu- skrifstofu Ís- lands er veitt endur- gjaldslaust og felst meðal annars í grundvallarráð- gjöf á staðsetningu ráðstefnu eða funda, mögulegar dagsetningar, og aðstöðu, framkvæmd, könnun á hvaða þjónustu viðkomandi þarf á að halda vegna viðburðar, tillög- ur um viðkomandi ráðstefnu og eða viðburð. Ráðstefnuskrifstofan vísar á fagskipuleggjendur sem gera væntanlegum gestgjafa til- boð í framkvæmd og skipulagn- ingu viðburðarins. Hún útveg- ar stuðningsbréf opinberra aðila, stofnana og hagsmunaaðila sé þess óskað. Auk þess getur skrifstofan annast bréfaskriftir við viðkom- andi fagfélag og samtök sé þess óskað, veitt tölfræðilegar upplýs- ingar og setur upp lista yfir stað- festar ráðstefnur á heimasíðu fé- lagsins, útvegar kynningarefni, kynningarbæklinga, margmiðlun- ardiska með upplýsingum um fag- aðila, myndbönd og almennt kynn- ingarefni. Allar nánari upplýsingar er að finna á: www.radstefnuskrifstofa. is - rh Ísland er land þitt og þeirra sem þangað vilja ferðast næ st
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.