Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 56
Jóhanna Vilhjálmsdóttir er fædd 07.12.1970 sem færir henni lífstöl- una níu sem gerir það að verkum að hún á auðvelt með að tengjast orku alheimsins og hún hefur sérstaka aðlögunarhæfileika. „Þetta þýðir það að ef Jóhanna færi til Afríku yrði hún að svertingja, ef hún færi í pólitík yrði hún best,“ segir frú Klingenberg og bætir því við að það kæmi henni ekki á óvart ef Jóhanna ætti eftir að láta til sín taka í pólitík. „Hún hefur þó örugglega engan hug á því akkúrat núna því það hentar henni ekki vel að vera í vinnu þar sem fólk er tilbúið að bíta í barkann af minnsta tilefni. Hins vegar hefur það aldrei velkst fyrir Jóhönnu að fara ótroðnar slóðir með því að fara í gegnum fjallið þótt hún komist í kringum það. Það er ekki til neitt sem heitir snobb í þessari persónu, hún á alltaf eftir að vinna fyrir lítil- magnann. Hún á traust almennings og á eftir að halda áfram í sjónvarpi því þar á hún algerlega heima. Jóhanna er að fara inn í sterka tölu og mun árið breyta lífi hennar en það verður alls ekki áreynslulaust. Mikil spenna á eftir að ríkja í kring- um hana en fjölskylduhagir verða góðir og kraftur og samstaða eru þar einkennandi. Gifting gæti legið í loftinu ef Geir er með nógu góð hné til að henda sér á skeljarnar.“ Jóhanna Vilhjálms er vitur og klár Hún veit hvað hún gerir upp á hár Alþjóð veit að Jóhanna er heit En enginn í sjónvarpi er alveg eins „great“ Kaffikannan er okkur hjónunum mjög mik- ilvæg en úr henni fáum við fullkomið cappuccino, gerðan úr kaffi frá Kaffifélaginu við Skólavörðustíg. Borðstofuborðið er þungamiðja heimilis og nýtist okkur á marga vegu en hér sameinast fjöl- skyldan í leik og starfi. Baðkarið er nauðsynlegt á köldum sem heitum dögum en ég kýs bað fram yfir sturtuna enda er fátt jafn afslappandi og heitt bað. bland í gær og á morgun ... Kápan mín er mér lífs- nauðsynleg í kuldanum en ég fékk hana í jóla- gjöf frá manninum míum síðustu jól. Hún er með loðkraga sem tónar skemmtilega við háralit- inn minn og alltaf þegar ég fer í hana líður mér dálítið eins og frú. Japanskur teþeytari, hefur kannski ekki mesta notagildið á heimilinu en ótrúlega fallegur. Ég er heilluð af japanskri menningu og keypti hann í Japan á sínum tíma. Bók sem ég fékk í tísku- vöruverslun á eyjunni Capri á Ítalíu. Bókin er í raun kynningarefni frá fata- hönnuðunum Dries Van Noten og hefur verið afar vinsæl hjá yngstu meðlim- um fjölskyldunnar enda er hún skreytt afar litríkum myndum. Ávaxtaskálin er fastur punktur á heimilinu og er full og tóm til skiptis en við hjónin fengum hana í brúðargjöf á sínum tíma. KLINGENBERG SPÁIR Jóhanna Vilhjálmsdóttir Gifting gæti legið í loftinu Snagi eftir Valgerði Guð- laugsdóttur hönnuð er einn af lykilhlutunum á heimilinu en maðurinn minn gaf mér hann í af- mælisgjöf árið 1996. Tinna Gunnarsdóttir iðnhönnuður TOPP 10 Kertastjaki eftir sænsku vinkonu mina Önnu Kraitz er í miklu uppáhaldi en skrautið á kertastjakanum er eftir aðra sænska vinkonu mína Evu Schildt. Málverk eftir manninn minn, Sig- trygg Bjarna Baldvinsson en mál- verkið gaf hann mér í jólagjöf þegar við vorum nýbyjruð að vera saman. Myndin er af hárinu á mér frá því tímabili þegar það var vel ljóst. Kvikmyndin, 27 Dresses, var frumsýnd í gærkvöld. Myndin er stórskemmtileg en hún segir frá Jane sem þráir ekkert heitar en að giftast. Til að svala brúðkaupsþorstanum gerir hún út á að skipuleggja brúðkaup og í framhaldinu tekur hún að sér hið veigamikla starf brúðarmeyjar. En ekki er allt sem sýnist og hlutirnir fara allt öðruvísi en áætlað var. Þetta er mynd sem þú verður að sjá um helgina. HVAÐ GERIR MAÐUR VIÐ 27 BRÚÐARMEYJARKJÓLA? Þessi vika var alveg gjörsam- lega að fara með mig. Allir jakka- fatahnakkarnir í bankanum ann- aðhvort á leið til Balí eða nýkomn- ir úr skíðaferð- um og ég fann hvernig afbrýðisemin var farin að ná tökum á mér. Á miðvikudag- inn ákvað ég að taka mig taki og fara í jógatíma til að ná innri ró. Auðvitað hefði ég getað fengið smá yfirdrátt í gegnum klíku og skellt mér eitthvert í smáfrí en vandamálið er bara að Garða- bæjarvinkonur mínar eru allar í einhverju krakkastússi eða að byggja (eins og það er nú hagsætt núna, not). Restin af klíkunni á engan pen- ing, það höfðu ekki allir vit á að fara í viðskiptafræði. Eftir jógatím- ann var ég örlítið sáttari, fór heim í bað og dó í sófanum yfir Ljótu Betty og vaknaði upp með and- fælum daginn eftir þegar ég var búinn að missa af einkaþjálfar- anum sem ég átti að vera hjá klukkan 06.15. Fokk. FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR Eftir vinnu fór ég niður í Sævar Karl til að reyna að kaupa mér smá hamingju. Þegar ég var komin í bleikan glansjakka og rauðan Pradakjól og opna skó rankaði ég við mér, klæddi mig aftur í vinnufötin og skilaði afgreiðsludömunni fötunum. Auðvitað hefði Prada-kjóllinn verið málið ef það hefði ekki verið skaf- renningur og skaflar úti. Fyrst ég var komin niður í bæ ákvað ég að fara á kaffihús, lesa tímarit og hafa það gott. Þegar ég labbaði inn á Sólon gekk ég beint í flasið á fyrrverandi sem var með sturluðu týpuna í bandi (þessa sem hann barnaði í grímupartíinu). Andskot- inn, þarna gat ég ekki varið mig og án þess að blikna setti ég upp sparibrosið, leit á þau og sagði smeðjulega: Sssæ- ææææl. Eftir þessa skelfilegu lífs- reynslu pantaði ég mér stóran bjór og hamborgara og slafraði þessu í mig meðan ég hugsaði um hvað ég væri aumkunarverð týpa. FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR Ég gat ekki beðið eftir því að losna úr viðskiptavitleysunni og fá mér smá kampavín með saumaklúbbnum úr at- vinnulífinu. B5 stendur alltaf fyrir sínu þegar skvísurnar hittast. Ég batt mikl- ar vonir við að fá daðurslegt augnaráð, bara frá einhverjum, eða að fá kampa- vínsflösku senda á borðið frá leyndum aðdáanda. Ó, nei, sú varð ekki raunin. Ekkert nema einhverjir blankir plebbar sem áttu pening í fyrra en eiga varla fyrir kaffi núna. Maður nennir sko ekki að púkka upp á svoleiðis aula. Ég fór því heim snemma, en samt nógu full til að senda fyrrverandi sms með tilheyrandi skítkasti. Ætla að vera róleg þessa vik- una eða láta skrá mig inn á Vog ... díana mist frunsuplástur! www.compeed.com Compeed frunsuplásturinn er nýjung með Nanocolloid – 075 sem er vísindalega staðfest að veiti þægilegan og skjótan bata 14 • FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.