Fréttablaðið - 15.02.2008, Síða 66

Fréttablaðið - 15.02.2008, Síða 66
30 15. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. SÖNGVARINN NAT KING COLE LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1965 FJÖRUTÍU OG SEX ÁRA AÐ ALDRI. „Þeir sem vita ekkert um tónlist eru þeir einu sem alltaf eru að tala um hana.“ Nat King Cole var virtur bandarískur söngvari og tónlistarmaður. MERKISATBURÐIR 1917 Kristín Ólafsdóttir er fyrsta konan sem lýkur lækna- prófi frá Háskóla Íslands. 1956 Teikning af Denna dæma- lausa birtist í fyrsta sinn í Tímanum er blaðið var stækkað úr átta síðum í tólf. 1965 Fáni Kanada með rauðu hlynsblaði er tekinn upp. 1989 Sovétríkin tilkynna að allir hermenn þeirra hafi yfir- gefið Afganistan. 1992 Ásdís, fyrsta Fokker 50- flugvél Flugleiða hf., kemur til landsins. 2003 Yfir sex milljónir manna um allan heim taka þátt í mótmælum gegn stríðinu í Írak. 2005 YouTube, vefur þar sem notendur geta deilt myndskeiðum, fer í loftið. Ingibjörg H. Bjarnason tók sæti á Alþingi Ís- lendinga þennan dag árið 1922 fyrst kvenna. Áður hafði hún verið ein tólf kvenna sem sömdu frumvarp er flutt var á Alþingi árið 1915 um þörfina fyrir byggingu Landspítala og var formaður Landspítalasjóðs Íslands. Hún var landskjörin og komst á þing fyrir sérstak- an kvennalista sem spratt upp úr kvenréttinda- baráttu þess tíma. Seinna gekk hún til liðs við Íhaldsflokkinn sem síðar breyttist í Sjálfstæðis- flokk. Þó hélt hún áfram að berjast fyrir rétt- indum kvenna. Hún hélt því fram að konur jafnt sem karlmenn gætu aflað sér þekking- ar á ýmsum málefnum og konur gætu vel sinnt störfum sínum utan heimilis ásamt því að sinna barnauppeldi og heimilishaldi. Sjálf var Ingibjörg einn stofnenda Lestrar- félags kvenna í Reykjavík, sat í menntamála- ráði á árunum 1928 til 1932 og var skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík frá 1906 til æviloka. Ingibjörg sat á átta þingum og var þar eina konan. ÞETTA GERÐIST 15. FEBRÚAR 1922 Fyrsta konan á Alþingi Íslendinga INGIBJÖRG H. BJARNASON var á undan sinni samtíð. „Þörfin er mikil fyrir nýsköpun í atvinnulífinu, ekki síst á tímum sem þessum þegar heldur fjarar undan hefðbundnum atvinnugreinum,“ segir Þorsteinn I. Sigfússon, forstöðu maður Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Mið- stöðin var sett á laggirnar í ágúst síð- astliðnum þegar Iðntæknistofnun og Rannsóknarstofnun byggingariðn- aðarins sameinuðust. Höfuðstöðvar hennar eru á Keldnaholti en hún er að færa út kvíarnar og setja upp útibú bæði í Vestmannaeyjum og á Höfn í Hornafirði. Það er liður í áætlun rík- isstjórnarinnar um að efla starfsemi á landsbyggðinni og er gert ráð fyrir tveimur starfsmönnum á hvorum stað til að byrja með. Fyrir var útstöð á Akureyri og einnig á Ísafirði þar sem þrjár konur starfa. En hver eru verkefnin sem ætluð eru þessum úti- búum? Þorsteinn er spurður að því. „Á Hornafirði viljum við styrkja ferðaþjónustuna í kringum hinn nýja Vatnajökulsþjóðgarð, meðal annars með því að lengja ferðamannatím- ann með ýmsu móti. Skerpa á matar- menningu svæðisins þar sem gæða- hráefni fæst bæði úr hafinu og hagan- um og efla starfsemi hjá fyrirtækjum í frumkvöðlasetrinu Frumunni. Eitt þeirra get ég nefnt sem býr til skilti og alls kyns kynningarefni sem hent- ar þjóðgörðum. Þetta eru heimamenn allt búnir að móta. Hornafjörður er líka einstakt svæði á Íslandi með til- liti til jarðefna. Þaðan er hafinn út- flutningur á efni til Colorado og við ætlum að tengja byggingarrannsókn- ir okkar betur þangað og greina frek- ari möguleika á útflutningi á dýru jarðefni, eins og gabbrói, granít og granófír. Flest af því er hægt að finna brotið við ósinn. Vatnslindir sem koma undan jöklinum í Hornafirði eru líka áhugavert rannsóknarefni og sérnýting á því vatni er til skoðunar í samráði við áhugamenn.“ Næst eru það Vestmannaeyjar. Hverjar eru áætlanirnar þar í ný- sköpun? „Í Vestmannaeyjum sé ég fyrir mér varmadælur til að hita upp húsin. Svíar nota jarðhita mikið til upphitunar með því að skerpa á lág- hitajarðvarma með rafmagni. Slíkt fyrirkomulag gengi vel upp í Eyjum. Þar erum við líka að setja upp fyrstu Fab Lab-miðstöðina á Íslandi. Það eru þjálfunarbúðir í tölvutæknilæsi, sem fyrst voru þróaðar hjá MIT-tækni- háskólanum í Bandaríkjunum. Mig dreymir um að það geti farið víðar og við ætlum að hafa mann í Eyjum sem getur farið um landið og kynnt fyrir- bærið.“ Röðin er komin að Ísafirði: „Á Ísa- firði erum við að velta fyrir okkur fyrirtæki sem myndi harðbrynja ál sem myndi auka úrvinnslu og notk- un álsins. Það gæti orðið sjö manna vinnustaður. Fleira er í gangi. Stúlka sem var að ljúka efnaverkfræðinámi í Svíþjóð er til dæmis að skoða mögu- leika á orkuöflun á svæðinu með sjávarfallastraumum. Svo má geta þess að við erum með undirbúningsverkefni sem varða ósvirkjanir því víðast fellur á að ósi og sums staðar hentar ekki að virkja sjálft vatnsfallið heldur bara enda- punktinn. Þar sem blandast salt og ósalt vatn er mikil orka. Þannig að margt spennandi er sannarlega fram undan.“ gun@frettabladid.is ÞORSTEINN SIGFÚSSON: NÝSKÖPUNARMIÐSTÖÐ ÍSLANDS FÆRIR ÚT KVÍARNAR Margt spennandi fram undan ÞORSTEINN I. SIGFÚSSON FORSTJÓRI NÝSKÖPUNARMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS. „Víðast fellur á að ósi og sums staðar hentar ekki að virkja sjálft vatnsfallið heldur bara endapunktinn.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON.Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóna Annasdóttir lést laugardaginn 9. febrúar á heimili sínu, Brekkugötu 1, Hvammstanga. Jarðsungið verður frá Hvammstangakirkju sunnudaginn 17. febrúar kl. 14.00. Guðrún Jóhannsdóttir Hreinn Halldórsson Ragnheiður Jóhannsdóttir Aðalsteinn Guðmundsson Benedikt Jóhannsson Ögn Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær maðurinn minn og faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jóhann Tómas Egilsson frá Akureyri, fyrrum útibússtjóri, Lækjarsmára 6, Kópavogi, lést 9. febrúar. Útför hans verður gerð frá Bústaðakirkju í Reykjavík í dag, föstudaginn 15. feb. kl. 13.00. Björg Jónsdóttir Sigríður Dóra Jóhannsdóttir Ólafur H. Torfason Egill Jóhannsson Kristín Gunnarsdóttir Örn Jóhannsson Ane Mette Sørensen barnabörn og barnabarnabörn. Útför bróður okkar, Kristjáns Árnasonar frá Kistufelli, síðar að Skálá í Sléttuhlíð, fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 16. febrúar kl. 14.00. Jarðsett verður í Lundarkirkjugarði. Systkinin. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, tengdamóðir og amma, Guðrún Ingvarsdóttir (Gígja) Fossheiði 17, Selfossi, sem lést á Landspítalanum 6. febrúar síðastliðinn, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 16. febrúar kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á „Göngum saman“ hópinn, sem styrkir rann- sóknir á brjóstakrabbameini. Rkn. 115-15-380269 Kt. 650907-1750 Magnús Gunnarsson Sveinfríður H. Sveinsdóttir Ingvar Magnússon Ásthildur I. Ragnarsdóttir Ragnheiður Magnúsdóttir Lárus Helgi Kristjánsson Hjalti Magnússon Ásdís Auðunsdóttir Guðrún Anna Ingvarsdóttir Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna and- láts og útfarar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Elsu A. Vestmann Skarðshlíð 36 f, Akureyri. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkrahúss Akureyrar fyrir góða umönnun. Hallur Sveinsson Margrét Hallsdóttir Reynir Hjartarson Sigursveinn Hallsson Ingibjörg Guðjónsdóttir Þorvaldur Hallsson Kristrún Þórhallsdóttir Unnur Elva Hallsdóttir Heiðar Ólafsson Sævar Örn Hallsson Bryndís Valtýsdóttir Auður Hallsdóttir Birgir Árnason ömmu- og langömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, Guðni Oddgeirsson Melás 3, Raufarhöfn, lést miðvikudaginn 13. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Lára Þorsteinsdóttir Þorbjörg Rut Guðnadóttir Ársæll Geir Magnússon Oddgeir Guðnason Elísabet Karlsdóttir Guðný Guðnadóttir Árni St. Björnsson og barnabörn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.