Fréttablaðið - 15.02.2008, Page 75
FÖSTUDAGUR 15. febrúar 2008 39
og stjórnmálarýnirinn Stephen Col-
bert er mikill aðdáandi.
Áhrifin ótvíræð
Fáar plötur hafa verið nefndar eins
oft og ITAOTS þegar tónlistar-
menn nútímans hafa verið spurðir
um plötur sem hafa haft áhrif á
sig. Hvernig Mangum söng af
ástríðu, geðveiki, ruglingi, sárs-
auka og von heltók undirmeð vitund
manna og dró fólk að sér. Platan
hefur einmitt haldið sig í undir-
meðvitund tónlistarheimsins,
geymd en langt frá því gleymd. Í
raun markaði NMH sérstök spor
innan grasrótarinnar sem spor-
göngumenn sveitarinnar hafa
reynt að fylgja og gera í raun enn.
Fyrir áhugasama um frekari lesn-
ingu um ITAOTS og NMH má
benda á mjög ítarlega umfjöllun
Pitchfork, grein með myndbönd-
um hjá Stereogum og áhugaverð
eftirmæli inni á Audiogalaxy.com.
YFIRLÝSTIR AÐDÁENDUR
■ Arcade Fire
■ Beirut
■ Brand New
■ Bright Eyes
■ Caribou
■ Cursive
■ The Decemberists
■ of Montreal
■ Oh My! Oh No!
■ Rogue Wave
■ The Shins
Rokksveitin Munich frá Árósum í
Danmörku heldur tónleika hér-
lendis á næstunni, meðal annars á
Gauknum föstudaginn 22. febrúar.
Munich var ein af spútnikhljóm-
sveitum síðasta árs á öldum ljós-
vakans hérlendis og sat hún á
toppi X-Dómínóslistans í nokkrar
vikur með laginu The Young Ones.
Vinsældirnar komu meðlimum
sveitarinnar þægilega á óvart og
fór hún í nokkur viðtöl í heima-
landinu í framhaldinu.
Frumburður Munich, Those
Who Dare, kemur út bráðlega en
sveitin hefur nú þegar fengið
jákvæða umfjöllun hjá helstu tón-
listarmiðlum Danaveldis, þ. á m.
Gaffa, stærsta tónlistarblaði
landsins. Miðaverð á tónleikana á
Gauknum er 1.500 krónur og verð-
ur Jan Mayen önnur af upphitun-
arsveitunum. Nánari upplýsingar
um Munich má finna á síðunni
myspace.com/munichdk.
Munich til Íslands
MUNICH Hljómsveitin Munich er á
leiðinni til Íslands.
ARCADE FIRE
BRIGHT EYES OF MONTREAL
Drangajökull
Grímsey
Hofsjökull
Húnaflói
BlöndulónÓvænt samband
á Ströndum
Gríptu augnablikið og lifðu núna
Flugmaður einn heldur því blákalt fram að hann hafi náð
sambandi með GSM síma þar sem hann var staddur í
Gjögri. Þykir mönnum það með ólíkindum, enda ekki vanir
slíkum munaði á þessum slóðum. Er skýringanna helst að
leita í því að maðurinn var með síma frá Vodafone.
– Sönn saga frá 1414.
Með tilkomu langdræga GSM kerfisins býður Vodafone
nú stærsta GSM þjónustusvæðið á Íslandi. Skiptu yfir til
Vodafone, án þess að skipta um símanúmer, með einu
símtali í 1414 – strax í dag.
Stærsta GSM þjónustusvæðið
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
A
ug
lý
si
ng
as
ím
i
– Mest lesið