Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 76
40 15. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is > ILLT AUGA Breska ofurfyrirsætan Agyness Deyn, sem er meðal eftirsóttustu fyrir- sætna þar í landi þessa dagana, lætur ekki hvað sem er stoppa sig. Tískuvikan í London stend- ur nú yfir, en svo illa vill til að Deyn er illa haldin af augnsýk- ingu. Málið var hins vegar leyst í snatri með köflóttum sjó- ræningjalepp hjá Henry Hol- land, og fyrirsætan bar sólgler- augu þegar hún tók á móti Elle Style-verðlaunum fyrr í vikunni. Grímsey Hofsjökull Húnaflói Blöndulón F í t o n / S Í A Hofsjökull Stærsta GSM þjónustusvæðið Stórtíðindi úr Skagafirðinum Gríptu augnablikið og lifðu núna Ung kona staðhæfir að hún hafi náð GSM sambandi á bóndabýli foreldra sinna í Skagafirðinum. Það þykir ótrúlegt, enda hefur ekki náðst slíkt samband þar áður – svo lengi sem elstu menn muna. Eina tiltæka skýringin er sú að stúlkan hefur yfir að ráða farsíma frá Vodafone. – Sönn saga frá 1414. Með tilkomu langdræga GSM kerfisins býður Vodafone nú stærsta GSM þjónustusvæðið á Íslandi. Skiptu yfir til Vodafone, án þess að skipta um símanúmer, með einu símtali í 1414 – strax í dag. Capacent birti nýlega áhorfstölur sem unnar eru samkvæmt nýrri tækni. Sjónvarpsáhorf er miklu meira en áður var talið. „Já, ég er mjög ánægður að fólk hafi áhuga á að horfa á það sem við höfum upp á að bjóða,“ segir Þór- hallur Gunnarsson dagskrárstjóri hjá Ríkisútvarpinu. Nýjustu áhorfstölur, sem fundn- ar voru út með sérstakri tækni, þar sem viðmiðunarhópur Capacent ber á sér tæki sem nemur útvarps- bylgjur, voru í fyrsta skipti gerðar opinberar í gær. Þær sýna algera yfirburði Sjónvarpsins. Á topp 30 lista yfir vinsælustu dagskrárliði eru 23 Sjónvarpsins. Stöð 2 nær að lauma sér inn í 12. sætið með Pressu (30,6%) og í 19. sæti með Sjálfstætt fólk (28,5%) Annars á Sjónvarpið sviðið. Vikuna 28. janúar – 3. febrúar mælast Laugardagslögin með 63 prósenta áhorf. Spaugstofan 57,3 prósent og kvöldfréttir Sjónvarps 46,6 prósent. Þórhallur segir það magnað að 63 prósent landmanna setjist fyrir framan sjónvarps- tækið að kvöldi laugardags til að horfa á skemmtiþátt. Aðspurður segist hann ekki ætla að fagna þessum tölum með því að slá tappa úr kampavínsflösku þótt tilefni sé til. Það sé ekki hans stíll. Áhorfstölur eru lygilega háar, miklu hærri en tölur sem sýndu sig í dagbókarkönnun. Svo virðist sem fólki hafi blöskrað eigið sjónvarps- gláp þegar það færði inn neyslu sína og dregið úr. En tækin ljúga ekki. „Já, gríðarlega háar tölur og með ólíkindum. Ótrúlega gaman að sjá þetta. Íslenskir þættir eru að mæl- ast vel og greinilega eftirspurn eftir slíku efni,“ segir Þórhallur. Í tölum sem taka svo til 4. til 10. febrúar eru Laugardagslögin enn á toppnum með 54 prósent. Gettu betur mælist með 53 prósent og þá Spaugstofan með 51,3 prósent. Sjá meðfylgjandi lista. jakob@frettabladid.is Algerir yfirburðir Ríkissjónvarpsins ÁNÆGÐUR Þórhallur Gunnarsson dag- skrárstjóri er ánægður með nýja áhorfs- mælingu Gallups. Þar eru yfirburðir Ríkissjónvarpsins miklir. Fóstbræðragengið úr samnefndum þáttum afhenti í gær Umhyggju ávísun upp á tæplega þrjár og hálfa milljón íslenskra króna. Er þetta ágóðinn sem kom af sölu fimm DVD-diska með öllum þátta- röðum Fóstbræðra. Ragna K. Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, veitti ávísuninni við- töku en félagið vinnur að bættum hag sjúkra barna og fjölskyldna þeirra. Gjafmildir Fóstbræður Hljómsveitin REM ætlar í tónleika- ferð um Bandaríkin og Evrópu til að fylgja eftir nýjustu plötu sinni Accelerate. Hljómsveitirnar Modest Mouse og The National hita upp fyrir sveitina í tónleikaferðinni um Bandaríkin. Evróputúrinn stendur yfir frá júlí til september og mun sveitin spila á nokkrum tónleikahátíðum á þessum tíma. Platan kemur í búðir 31. mars hjá útgáfurisanum Warner Brothers. Hún verður fáanleg í hefðbundinni útgáfu og viðhafnarútgáfu. Hinni síðar- nefndu fylgir 64 blaðsíðna bæklingur og DVD-mynddiskur með ýmiss konar góðgæti. REM ferðast um heiminn REM Hljómsveitin REM gefur út nýja plötu á næstunni. Blúshátíðin Norðurljósablús verður haldin í þriðja sinn á Höfn í Hornafirði dagana 28. febrúar til 2. mars á vegum Hornfirska skemmtifélagsins. „Í ár ákváðum við að leggja áherslu á að gefa ungum tónlistarmönnum tækifæri og vera ekki með þessi þekktu íslensku nöfn sem við höfum verið með,“ segir Sigurður Már Halldórsson, einn af skipuleggjendunum. Íslensku sveitirnar sem koma fram eru Grasætur frá Hafnarfirði, Johnny and the Rest frá Reykjavík, Blúsbrot frá Stöðvarfirði og Vax frá Egilsstöð- um, ásamt hornfirsku sveitunum Mæðusveitin Sigurbjörn og Hulda Rós og Rökkurtríóið. Einnig munu bræðurn- ir Ómar og Óskar Guðjónssynir frá Hornafirði spila ásamt hljómsveit sinni. Þrjár erlendar hljómsveitir koma fram á hátíðinni: Øernes Blues Band frá Danmörku og hinar sænsku Street Cowboys og Emil & the Ecstatics. Þeir síðastnefndu voru aðalgestir Norður- ljósablúss 2006 og vöktu mikla lukku. „Við renndum algjörlega blint í sjóinn með fyrstu hátíðina en við fengum fullt af fólki og ákváðum strax að halda áfram,“ segir Sigurður Már. „Við lentum í hremmingum á hátíðinni í fyrra. Það gerði vitlaust veður og bæði komust gestir og listamenn ekki til okkar. Björgunarsveitin sótti Pálma Gunnarsson og hans menn og fylgdi þeim í gegn frá Akureyri,“ segir hann og vonast eftir betra veðri í þetta sinn. „Við bara tökum á því þegar þar að kemur, svoleiðis er blúsinn. Þetta er bara spuni.“ - fb Ungir blúsarar fá tækifæri JOHNNY AND THE REST Hljómsveitin Johnny and the Rest spilar blús á Höfn í Hornafirði. GÁFU ÁGÓÐANN Fóstbræðragengið ákvað að gefa ágóðann af sölu fimm mynddiska til Umhyggju og nam ávísunin tæplega þremur og hálfri milljón íslenskra króna. Vinsælustu sjónvarpsþættirnir 1. Laugardagslögin (RÚV) 54,7% 2. Gettu betur (RÚV) 53% 3. Spaugstofan (RÚV) 51,3% 4. The Librarian (RÚV) 48,6% 5. The Break Up (RÚV) 44,8% 6. Kvöldfréttir (RÚV) 37,5% 7. Curious Tribe (RÚV) 37,1% 8. Kastljós (RÚV) 36,8% 9. Brothers & Sisters (RÚV) 33,7% 10. Forbrydelsen (RÚV) 33,4% 11. Sunnudagsþáttur Evu Maríu (RÚV) 31,7% 12. Criminal Minds (RÚV) 31,2% 13. Top Gear (Skjár einn) 30,8% 14. Taggart (RÚV) 29,6% 15. Gettu betur (e) (RÚV) 28,6% 16. Shaun the Sheep (RÚV) 27,5% 17. American Idol (Stöð 2) 27,2% 18. Laugardagslögin - úrslit (RÚV) 25,9% 19. CSI: New York (Skjár einn) 25,8% 20. Fréttir Stöðvar 2 (Stöð 2) 24,7%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.