Fréttablaðið - 15.02.2008, Side 77
FÖSTUDAGUR 15. febrúar 2008
Fyrsta einkasýning listmál-
arans Þrándar Þórarins-
sonar verður opnuð í húsi
Ó. Jónssonar og Kaaber á
laugardag. Þrándur hrökkl-
aðist á sínum tíma úr námi
sínu í Listaháskóla Íslands
og gerðist nemandi hjá hin-
um norska Odd Nerdrum.
„Það var ekki hljómgrunnur fyrir
því sem ég var að gera og mér var
sagt að ég gæti alveg eins gert
þetta heima,“ segir Þrándur um
hvarf sitt úr málaradeild Lista-
háskóla Íslands. „Þessi gömlu
málverk voru ekki málið og alltaf
þegar ég spurði út í þau var sagt
að ég gæti lesið um þau í bókum.“
Í kjölfarið hitti Þrándur hinn
umdeilda listamann Odd Nerdrum
og lærði að mála heima hjá honum
í gamla Borgarbókasafninu.
„Hann leyfði fólki að koma og
mála hjá sér. Kennslan var aðal-
lega fólgin í því að fylgjast með
hvernig hann gerði þetta. Ég lærði
heilmikið á þessu. Þessi tími með
honum var algjör guðsgjöf.“
Á einkasýningunni sýnir
Þrándur stór olíumálverk og
sækir hann mörg viðfangsefni sín
í íslenska sögu, þjóðsögurnar og
Íslendingasögurnar undir áhrif-
um barokks og endurreisnar. Í
verkum hans má finna þekkt stef
úr íslenskri sögu, meðal annars
Njálu og Egilssögu, auk þess sem
Galdra-Lofti, Miklabæjar-Sól-
veigu og Jóni Arasyni bregður
fyrir.
Þrándur segir að telja megi á
fingrum annarrar handar þá lista-
menn sem máli í sama stíl og hann
hérlendis. Flestir listamenn efni
til gjörninga eða búi til annars
konar list sem telst nútímalegri.
„Þetta er búið að vera algjört tabú
í listaheiminum. Fyrir þrjátíu
árum var þetta algjörlega bannað
en núna er þetta aðeins að aukast.
Síðan er þetta líka gríðarlega
mikil vinna og þarf margra ára
nám til að ná tökum á þessu. Þetta
er kannski ekki auðveldasta leiðin
til að nálgast hlutina. Þessum stíl
hefur aldrei verið hampað og mál-
arar hafa átt erfitt uppdráttar
með að koma sér á framfæri og fá
að halda sýningar,“ segir hann.
Sýning Þrándar stendur yfir frá
16. febrúar til 1. mars.
freyr@frettabladid.is
Tíminn með Odd
Nerdrum guðsgjöf
ÞRÁNDUR ÞÓRARINSSON Þrándur við
sjálfsmynd sem hann málaði af sér í
hlutverki bresks lávarðar.
Náman námsmannaþjónusta Landsbankans
410 4000 | landsbanki.is
Árlega veitir Lands
bankinn viðskiptav
inum Námunnar
veglega námsstyrk
i. Nú er komið að þ
ví að velja hæfustu
umsækjendur til N
ámsstyrkja Landsb
ankans í 19. sinn.
Umsóknarfrestur
er til 3. mars 2008
. Allar nánari uppl
ýsingar
og skráningarblöð
er að finna á land
sbanki.is
Styrkirnir skiptast
þannig
3 styrkir til framh
aldsskóla- og iðnn
áms, 150.000 kr. h
ver
3 styrkir til háskól
anáms (BA/BS/BEd
), 300.000 kr. hver
4 styrkir til framh
aldsnáms á háskó
lastigi, 350.000 kr
. hver
3 styrkir til listnám
s, 350.000 kr. hver
Mig langar til að …
… nota tímann núna eftir hátíðarnar
til að koma mér í form eftir barns-
burð. Ég er svolítil dellukona og hef
gaman af að taka á hlutunum. Ég
byrja líka í nýrri vinnu og hlakka
mikið til að fást við ný verkefni.
Eva Ýr Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Kellogg's Special K
kemur mér á sporið
Það er svo frábært þegar sólin hækkar á ný eftir hátíðarnar að hlaða
batteríin og finna kraftinn streyma um æðarnar. Fara á fullt í ræktina
og rifja upp allt sem ég auðvitað veit um næringu og hollustu.
Kellogg's Special K er eitt af því sem kemur mér auðveldlega á
sporið á ný, bragðgóður en fitusnauður morgunmatur, fullur af
vítamínum og steinefnum. Svo er líka frábært að eiga
ljúffenga stöng af Special K við höndina, ef mann
langar í eitthvað sætara, bara 90 hitaeiningar.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
2
4
2
9
1
specialk.is