Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 86
50 15. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Dagur Sigurðsson 2 Ein 3 Valgeir Guðjónsson LÖGIN VIÐ VINNUNA „Ég hlusta nú bara á dagskrá Ríkisútvarpsins. Gerður G. Bjarklind á föstudögum er algjör snilld.“ Helgi Örn Pétursson verslunareigandi. LÁRÉTT 2. eyja í Asíu 6. íþróttafélag 8. málm- ur 9. sægur 11. til dæmis 12. ofan á brauð 14. menntastofnun 16. drykkur 17. gestrisni 18. hrópa 20. fyrir hönd 21. glufa. LÓÐRÉTT 1. þurrka út 3. bardagi 4. kölkun 5. á móti 7. holdýr 10. segi upp 13. væl 15. innyfla 16. skír 19. frá. LAUSN LÁRÉTT: 2. java, 6. fh, 8. tin, 9. mor, 11. td, 12. álegg, 14. skóli, 16. te, 17. löð, 18. æpa, 20. pr, 21. rifa. LÓÐRÉTT: 1. afmá, 3. at, 4. vitglöp, 5. and, 7. holsepi, 10. rek, 13. gól, 15. iðra, 16. tær, 19. af. Athygli vakti þegar Davíð Odds- son Seðlabankastjóri tók í spil við opnun Bridgehátíðar 2008 í fyrrakvöld. Þar sat hann til borðs með Jóni Steinari Gunnlaugssyni Hæstaréttardómara og fleiri góðum mönnum. Eitthvað hefur þó fundur um vaxtaákvörðun Seðlabankans daginn eftir setið í Davíð því spila- mennskan þótti ekki upp á marga fiska. Mun Davíð hafa haft á orði í gær að það hefði ekki truflað hann mikið þó illa hefði gengið, verra hefði verið að draga hinn ágæta bridge-spilara Jón Steinar niður með sér um leið. Greint var frá forvitnilegri ritdeilu þeirra Einars Ágústs Víðissonar og Guðmundar Gíslasonar á þessum stað í blaðinu í fyrradag. Deilan snerist um ágæti útvarps- stöðva og virtust skoðanir þeirra hafa mótast af því hvaða stöð spilaði tónlist þeirra sjálfra. Stór orð féllu. Dr. Gunni bendir á blogg- síðu sinni á önnur forvitni- leg ummæli á netinu, en þau eru á heimasíðunni Bubbi.is. Á spjallborði síðunnar lætur Ásbjörn nokkur til sín taka og virðist vera um sjálfan Bubba Morthens að ræða. Ásbjörn er óánægður með gagnrýni á sjón- varpsþátt sinn í fjölmiðlum. Hann tiltekur sérstaklega gagnrýni hér í Fréttablaðinu og svo í DV þar sem rapparinn Dóri DNA skrifaði um kónginn. Inntak skammarræðu Bubba, sé þetta þá hann sem skrifar, er á þá leið að Dóri DNA hafi helst unnið sér það til frægðar að vera útþynnt gen komið frá Nóbelsskáldinu, eins konar „vonnabí“ sem þó hafi ekki náð lengra en að skrifa um kvikmyndir og Bandið hans Bubba. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI „Það er ekkert farið að draga úr áhuga á stjórnmála- fræði, það er bara heilmikil samkeppni um nemend- ur í þessum fræðum,“ segir Margrét S. Björnsdóttir, forstöðumaður við stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands, en deildin auglýsir nú námið af miklum krafti í sjónvarpsauglýsingum á Skjá einum. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta í fyrsta skipti sem námsdeild innan HÍ auglýsir námið sitt með þessum hætti en ekki er óalgengt að hinir svokölluðu einkaháskólar kynni sitt nám eftir þessum leiðum. „Við vildum bara nota þetta til að ná til ungs fólks og vekja athygli á því að stjórnmála- fræði er ekki bara fyrir fólk sem ætlar að ná langt í pólítík,“ segir Margrét og bætir því við að stjórn- málafræðin sé bara að nútímavæðast og í hálfgerðri útrás. Þótt stjórnmálafræði sé ekki útungunarstöð fyrir pólitíkusa hafa fjölmargir stjórnmálamenn setið á skólabekk í Odda, húsi stjórnmálafræðarinnar, og nægir þar að nefna Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, Gísla Martein Baldursson og heilbrigðisráðherrann Guðlaug Þór Þórðarson. Spurð hvernig Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskólans, hafi litist á þessa leið stjórnmálafræðarinnar segir Margrét að hún sé eflaust mjög sátt enda nútímaleg í hugsun. - fgg Fræðin auglýst í fyrsta sinn „Blessaður vertu, Íslendingar virðast ekkert hafa verið að hlusta á vaxtatilkynningu Davíðs og félaga í Seðlabankanum og þessi dagur er miklu betri en sá í fyrra,“ segir Laufey Kristjánsdóttir hjá blómabúðinni Ísblómum, spurð hvort kreppan margumrædda hafi haft áhrif á blómakaupin á Valent- ínusardeginum. Dagur elskenda og ástarinnar virðist smám saman vera að fikra sig upp að hlið konudagsins sem blómavænasti dagur ársins en hingað til hefur fólk haft horn í síðu dagsins sökum þess að hann er nánast alamerísk hefð. Að sögn blómafólks í Reykjavík var allt brjálað að gera seinnipart dags. „Ætli dýrasti blómvöndur- inn hafi ekki kostað í kringum sextán þúsund krónur,“ segir Hafdís Hafþórsdóttir hjá Árbæjarblómum. Á þeim bænum höfðu menn orðið varir við að eldra fólk væri búið að taka daginn í sátt en hingað til hefur Valentínusar- dagurinn aðallega verið hafður í hávegum hjá yngri kynslóðinni. Aðalheiður Gestsdóttir hjá Blómaverkstæði Binna tók undir það og sagði fólk á öllum aldri og af öllum kynjum kaupa blóma- vendi handa sínum heittelskaða maka. „Þrjátíu þúsund er sá dýrasti sem ég hef selt og hann var hálfgert blómahaf með rósum og lilj- um og eigin- lega öllu,“ segir Aðalheiður. Guð- rún Einarsdóttir í Blómavali í Skútu- vogi segir að hjá sér hafi margir ungir piltar hlotið eldskírn sína í að kaupa blóm handa fyrstu ástinni og þá oftast eina rós og kort. „Við létum síðan miða fyrir tvo í bíó fylgja í kaupbæti,“ segir hún en dýrasti blómvöndurinn sem farið hafði út úr húsi kostaði litlar tíu þúsund krónur. - fgg Kreppan kreppti ekki að Valentínusi GLEÐI Á VALENTÍNUSARDEGINUM Kreppan hafði ekki mikil áhrif á blóma- kaup Íslendinga, sem hafa smám saman tekið Valentínusardaginn í sátt. Í ÚTRÁS Margrét með þeim Gunnari Helga Kristinssyni og Ómar Kristmundssyni en stjórnmálafræðin auglýsir nú á Skjá einum. „Við þurfum svo sem enga bak- raddasöngvara. Ég er til dæmis svo kröftugur að ég gæti tekið þetta einn. Þótt þetta séu toppmenn í hús- bandinu var þetta óþarfi og hugsað sem alger uppfylling,“ segir Egill Einarsson, talsmaður Mercedes Club, sem keppir í Laugardagslög- unum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir mikilli ólgu meðal þátttak- enda í forkeppni Eurovision-keppn- innar. Eru reglur sagðar beygðar til að hygla lagi Barða Jóhannssonar Ho ho ho, we say hey hey hey, en í 13. grein segir að keppendur á sviði megi aðeins vera sex. Í undan- úrslitum síðasta laugardagskvöld voru auk meðlimanna fimm þrír bakraddasöngvarar úr hljómsveit hússins sem sungu með í viðlaginu: Ólafur Hólm trommari, Vignir Þór Stefánsson hljómborðsleikari og Stefán Már Magnússon gítarleikar- inn snjalli. „Ég neita að tjá mig um málið og vísa því til föðurhúsanna,“ segir Ólafur aðspurður hvernig það sé að vera í miðju meints svindls. Reglurnar eru reyndar óljósar. Þannig segir í 24. grein reglna sem tóku gildi árið 1. ágúst 2007 að Sjón- varpið áskilji sér fullan rétt til að breyta reglunum, túlka og skera úr um öll vafaatriði sem upp kunna að koma. Regluverkið kemur ekki til af góðu. Komið hafa upp álitamál í tengslum við forkeppnina hér heima og er skemmst að minnast átaka sem urðu árið 2006 milli hóps þátttakenda sem Kristján Hreins- son Skerjafjarðarskáld fór fyrir og svo Silvíu Nætur sem sögð var hafa dreift lagi sínu opinberlega, þver- brotið reglurnar og voru uppi kröf- ur um að Silvíu yrði vísað úr keppni. Þorvaldur Bjarni er tónlistar- stjóri keppninnar og hann segir engar reglur hafa verið brotnar. Allir sitji við sama borð og megi nýta sér raddir húsbandsins. „Nei, það kannski nýtist ekki öllum. En ef þú vilt stækka bakraddirnar þá getur þú það. Fleiri nýttu sér þetta, til dæmis þau í Wiggle Wiggle Song.“ Þórhallur Gunnarsson dagskrár- stjóri tekur í sama streng, fyrir- komulag hafi legið fyrir og verið samþykkt á fundi lagahöfunda. „Raddirnar voru í fyrstu umferð á teipi og svolítið mikið að taka það allt af þeim í þessari umferð. En úti mega bara vera sex á sviðinu.“ Þór- hallur er ánægður með hversu alvarlega menn taka keppnina enda vilja allir komast til Serbíu og syngja fyrir 300 milljónir manna. Þorvaldur Bjarni telur reyndar lítið þurfa að hjálpa laginu hans Barða. „Brilljansinn við þetta er að hægt væri að hafa taminn apa til að segja hó og hey og það kæmi vel út.“ Egill Einarsson hafnar aðspurð- ur því að söngkennari bakvarðar- sveitar Mercedes Club sé að verða gráhærður. „Gæti ekki verið ánægðari með okkur. Ég þurfti minnst á söngkennslunni að halda enda tónlistarmaður. En það þurfti að fínpússa suma. En við þrír munum klára þetta. Við þrír munum fara til Serbíu.“ jakob@frettabladid.is ÞORVALDUR BJARNI: ALLIR SITJA VIÐ SAMA BORÐ Í LAUGARDAGSLÖGUNUM Sökuð um svindl í Eurovision MERCEDES CLUB Mikil ólga er meðal keppenda í Laugardagslögunum og dagskrárstjóri segir gott að fólk taki keppnina alvarlega. Mercedes Club er í miðju ólgunnar. Meðlimir sveitarinnar eru sakaðir um svindl. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ...ég sá það á visir.is VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ Viðskiptaráðuneytið hefur nú fl utt sig um set, Úr Arnarhváli að Sölvhólsgötu 7, í Reykjavík Nýtt símanúmer ráðuneytisins er 545 8800 Sölvhólsgötu 7 • 150 Reykjavík Sími 5458800 • Fax 511 11 61 www.vidskiptaraduneyti.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.