Fréttablaðið - 26.02.2008, Page 4

Fréttablaðið - 26.02.2008, Page 4
4 26. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR með ánægju Hópferðir Hópadeild Iceland Express gerir hópum, 11 manns og fleiri, tilboð í allar gerðir hópferða til áfangastaða flugfélagsins. Kynntu þér kostina í síma 5 500 600 eða á www.icelandexpress.is/hopar DÓMSMÁL Guðbjarni Traustason hefur verið dæmdur fyrir að brjóta umferðarlög og lög um ávana- og fíkniefni og einnig fyrir nytjastuld. Guðbjarni var einn sakborninga í Pólstjörnu- málinu svokallaða. Þar var hann dæmdur til sjö og hálfs árs fangelsisvistar. Guðbjarna var ekki gerð refsing í málinu þar sem dómari mat það svo að brotin hefðu ekki orðið til refsiþyngingar í Pól- stjörnudómnum. Hann var meðal annars ákærður fyrir að hafa haft um hálft gramm af kókaíni á sér og fyrir að reynsluaka bíl frá B&L án þess að skila honum. - sþs Sakborningur í Pólstjörnumáli: Braut af sér en var ekki refsað VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Á MORGUN Hæg breytileg átt víðast hvar FIMMTUDAGUR Vestanátt 3-8 um allt land -0 -3 -1 -1 -2 -4 -3 -7 -4 -1 0 -4 -5 -2 -6 -3 -6 -3 0 6 11 7 13 11 6 1 1 11 3 9 3 8LITLAR BREYTINGAR Éljagangurinn á Norðurlandi er þrá- látur þessa dagana og heldur áfram í dag, það hlánar örlítið suðaustantil en annars staðar verður 1-5 stiga frost. Elín Björk Jónsdóttir Veður- fræðingur STJÓRNMÁL „Keppni álfyrirtækj- anna um auðlindir landsins er í gangi og henni virðist ekki vera að ljúka í bráð,“ sagði Kolbrún Hall- dórsdóttir, þingkona Vinstri grænna, á Alþingi í gær. Hún sagði ríkisstjórnina halda stóriðju- áformum opnum og Samfylkingin væri augljóslega að svíkja kosn- ingaloforð um fimm ára stóriðju- stopp með því að sýna ekki skýran vilja til þess að hætta við álvers- áform í Helguvík og á Bakka við Húsavík. Össur Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra mótmælti þessu og sagði ríkisstjórnina starfa eftir mál- efnasamningi þar sem skýrt kæmi fram að ekki yrði farið inn á órösk- uð svæði vegna virkjana. Huld Aðalbjarnardóttir, varaþingkona Framsóknarflokksins, sagði að það ætti vera forgangsmál hjá ríkis stjórninni að vinna að upp- byggingu stóriðju við Húsavík. Þar væri slæmt atvinnuástand en kjöraðstæður til þess að koma upp álveri. „Orkan nötrar við dyrnar hjá íbúum Norðurþings,“ sagði Huld meðal annars. Katrín Júlíusdóttir, Samfylking- unni, sagði ríkisstjórnina hafa „dregið náttúruverndarlínuna í sandinn“ og nú væri náttúran í algjörum forgangi. Kolbrún sagði þetta því miður ekki rétt þar sem Sjálfstæðisflokkurinn tæki alltaf upp „kústinn og þurrkaði línuna í burtu“. - mh Deilt var um stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær: Stjórnin sögð svíkja loforð KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR Var harð- orð og sagði Samfylkinguna svíkja kosn- ingaloforð. Því mótmæltu þingmenn Samfylkingarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON UTANRÍKISMÁL Geir H. Haarde, forsætisráðherra fundar í hádeginu í dag með Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar. Fram að fundinum ætlar Geir að kynna sér starfsemi íslenskra fjármálafyrir- tækja í hertogadæm- inu. Frá Lúxem- borg fer forsætisráð- herra svo til Belgíu þar sem hann mun síðar í dag og á morg- un eiga fundi með Guy Verhof- stadt, forsætisráðherra Belgíu og Jaap de Hoop Sheffer, fram- kvæmdastjóra Atlandshafsbanda- lagsins. Þá mun Geir einnig eiga fundi með Jose Manuel Barosso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Javier Solana, fulltrúa ESB á sviði sameiginlegu utanríkis- og öryggismálastefnunnar, Betia Ferrero-Waldner, framkvæmda- stjóra ESB á sviði utanríkismála og Olli Rehn, framkvæmdastjóra ESB á sviði stækkunarmála. - ovd Forsætisráðherra í Benelux: Stíf dagskrá og fundahöld Brotist inn í gróðurhús Brotist var inn í gróðurhús í Laugarási í Árnessýslu um helgina og þaðan stolið ræktunarlömpum. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er algengt að stolnir ræktunarlampar séu notaðir við marijúanaræktun. Ók á hross á Oddavegi Ekið var á hross á Oddavegi í Rangár- þingi eystra á sunnudagskvöld. Eng- inn slasaðist, hvorki fólk í bílnum né hrossið. Bíllinn er hins vegar töluvert skemmdur eftir áreksturinn. LÖGREGLUFRÉTTIR GEIR H. HAARDE EFNAHAGSMÁL Núverandi löggjöf skapar svigrúm fyrir Seðlabank- ann til að taka meira tillit til stöð- ugleika á fjármálamarkaði og í efnahagslífinu í heild, þótt það sé á kostnað verðbólgu og viðleitni bankans til að nálgast lögbundið verðbólgumarkmið. Þetta fullyrðir Bjarni Bene- diktsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, sem sæti á í efnahags- og skattanefnd. „Það eru vís- bendingar um það í efnahags- lífinu að skyn- samlegra kunni að vera að horfa til efnahagslegs stöðugleika og jafnvægis í fjár- málalífinu umfram verð- bólgumarkmið- ið. Það er mikilvægt að hafa í huga að það er ekki sjálfgefið að þessi markmið þurfi að stangast á,“ segir Bjarni. Þetta er hægt að gera án þess að breyta lögum, segir Bjarni. Hann bendir á að í lögum segi að megin- markmið Seðlabankans sé að stuðla að stöðugu verðlagi, en bankinn eigi að stuðla að fram- göngu markmiða ríkisstjórnarinn- ar í efnahagsmálum, gangi það ekki gegn meginmarkmiðinu. Annað hlutverk bankans sé að stuðla að virku og öruggu fjár- málakerfi, og í því hlutverki felist að gera það sem hægt sé til að lág- marka hættu á alvarlegum sam- drætti í efnahagskerfinu. „Ég tel að Seðlabankinn geti tímabundið breytt áherslum sínum án þess að lagabreyting verði gerð,“ segir Bjarni. Pétur Blöndal, formaður efna- hags- og skattanefndar, segir að fara verði varlega í breytingar á núverandi fyrirkomulagi. Mikil- vægt sé að viðhalda stöðugleika og breyta ekki oft um kerfi. Þó bendi ýmislegt til þess að Seðlabankinn sé kominn í ákveðn- ar ógöngur með vaxtastefnuna, einkum vegna hinna svokölluðu jöklabréfa. Pétur útilokar ekki að efna- hags- og skattanefnd taki málið upp og kanni árangur verðbólgu- markmiðsins. Það sé þó ef til vill frekar á verksviði viðskipta- nefndar Alþingis. Gunnar Svavarsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, sem einnig á sæti í efnahags- og skattanefnd, segist ekki þeirrar skoðunar að breyta markmiðum Seðlabank- ans. Þó megi vel vera að ástæða sé til að skoða markmiðin, en bankinn þurfi þó að hafa frum- kvæði að slíku í samvinnu við stjórnvöld. Magnús Stefánsson, sem sæti á í efnahags- og skattanefnd fyrir Framsóknarflokk, segir ekki ástæðu til þess að breyta mark- miðum Seðlabankans. Trúlega sé þó ástæða til þess að efnahags- og skattanefnd meti árangur bank- ans í að fylgja markmiðunum frá því þau voru sett árið 2001. Í kjöl- farið geti verið að ástæða þyki til að gera breytingar. brjann@frettabladid.is Vill að áherslur Seðlabank- ans breytist tímabundið Svigrúm er innan laga um Seðlabankann til að taka meira tillit til stöðugleika á fjármálamarkaði og í efnahagslífinu á kostnað verðbólgu segir þingmaður Sjálfstæðisflokks. Samfylking og Framsókn telja ekki brýna þörf á breytingu á verðbólgumarkmiði bankans, en vilja skoða hvernig gengið hefur að fylgja þeim. BJARNI BENEDIKTSSON MARKMIÐ Verðbólgumarkmið Seðlabankans voru sett 2,5 prósent árið 2001. Tæplega fjögur ár eru síðan verðbólga var innan þeirra marka. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA 7° 7° 6° 6° 6° 11° 11° 13° 11° 13° 17° 18° 13° 10° 18° 7° 30° 15° GENGIÐ 25.02.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 129,5118 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 66,47 66,79 130,58 131,22 98,41 98,97 13,197 13,275 12,495 12,569 10,581 10,643 0,6165 0,6201 105,46 106,08 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.