Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.02.2008, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 26.02.2008, Qupperneq 8
8 26. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 Hvaða nafn ber dragnóta- báturinn sem notaður verður í upptökum á kvikmyndinni Brim? 2 Hvað heitir nýkjörinn forseti Kúbu? 3 Hvað segir Sigurður Þor- valdsson, leikmaður Snæfells, að sé leyndarmálið á bak við stórleik sinn gegn Fjölni? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34 VIÐSKIPTI Bónus er vinsælasta fyrirtækið á Íslandi sjötta árið í röð samkvæmt könnun í nýjasta hefti Frjálsrar verslunar. Voru svarendur beðnir um að nefna eitt til þrjú íslensk fyrirtæki sem þeir hafa jákvætt viðhorf til. Á eftir Bónus koma bankarnir Landsbankinn, Glitnir og Kaupþing í þeirri röð, auk SPRON sem er í fimmta sætinu. Þá koma Hagkaup, Össur, Krónan, Síminn og Fjarðarkaup sem er í tíunda sæti. „Við erum þakklát fyrir þann stuðning sem okkur er sýndur og þetta hvetur okkur til að gera enn betur á þeirri leið sem við höfum alltaf verið á, að vinna að bættum hag neytenda,“ segir Guðmundur Marteins- son, framkvæmdastjóri Bónuss. Nokkur sömu fyrirtækin komast þó einnig á „botn tíu“-listann þegar svarendur eru beðnir um að nefna eitt til tvö fyrirtæki sem þeir hafa neikvætt viðhorf til. Kaupþing er það fyrirtæki sem flestir eru hvað neikvæðastir gagnvart, þá Síminn, Glitnir, Bónus og Orkuveita Reykjavíkur. Hagkaup og Landsbankinn eru í sjötta og sjöunda sætinu. Olíufélögin og Shell eru saman í áttunda til níunda sæti og loks Baugur í því tíunda. Könnunin var gerð 3.-5. febrúar og eru niðurstöð- ur byggðar á 729 svörum. - ovd Mörg fyrirtæki eru bæði talin vinsælust og óvinsælust meðal landsmanna: Bónus vinsælasta fyrirtækið                         !"     # $   %          %      !            $  '    (    &    $     ) * +"   +        %  & ,  !      %      %    * $")      $    * $    +       &              -  . / 012 3 "% / (% 441 5111 / ,6 441 5101 / 777&'(&         8 ( 9 3 : &; ( < ' (  1 2 0 4 4 ... þetta hvetur okkur til að gera enn betur á þeirri leið sem við höfum alltaf verið á, að vinna að bættum hag neytenda GUÐMUNDUR MARTEINSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI RÍKISFJÁRMÁL Fjármálaráðuneytið seldi Sæferðum ehf. ferjuna Baldur fyrir 37,8 milljónir króna, 31. janúar 2006. Við söluna var ekki farið eftir þeirri meginreglu við sölu á ríkiseignum að auglýsa það sem á að selja. Í endurskoðun ríkisreiknings fyrir árið 2006 gengur Ríkis- endurskoðun út frá því að um tveimur vikum síðar hafi skipið verið selt úr landi fyrir 10 milljónir norskar, eða tæpar 100 milljónir íslenskar. Skipið var svo afskráð úr skipaskrá 31. mars sama ár. Samið var um að ríkið fengi þrjátíu prósent af nettó-söluvirði eða söluhagnaði Sæferða. Hagnað- urinn er metinn á rúmar 62 millj- ónir og Sæferðir áttu því að greiða 17,1 milljón til Vegagerðarinnar. Þessir peningar voru hins vegar geymdir í fimmtán mánuði, að því er virðist vaxtalaust. Fullnaðar- uppgjör sölunar er dagsett í júní 2007. Hálf milljón var greiddd 1. júlí 2007 og afborganir af 16,5 milljónum hófust 1. ágúst sama ár. Vaxtagreiðslur miðast við upp- gjörsdægur, ekki söludag. „Við borguðum af því um leið og sá hluti samningsins var tilbúinn,“ segir Pétur Ágústsson, fram- kvæmdastjóri Sæferða. Pétur getur þó ekki rakið orsakir tafar- innar né hvort hún var ráðuneyt- inu eða Sæferðum að kenna. Hann segir að söluverðið hafi ráðist af mati norrænna skipa- fræðinga en viðurkennir að það mat hafi verið komið til ára sinna. Pétur sat í bæjarstjórn með Sturlu Böðvarssyni, þáverandi samgönguráðherra og æðsta yfir- manns Vegagerðarinnar, frá 1986 til 1991. Hann telur þó ekki ástæðu til að ætla að tengsl hans við ráð- herra hafi haft áhrif á samninga- gerðina, eins og heimildarmenn Fréttablaðsins hafa haldið fram. „Við bara þekkjumst og vorum í bæjarstjórn saman. Það geta liðið mánuðir eða ár án þess að ég heyri í honum,“ segir Pétur. „Sæferðir hafa eignast þarna mikla peninga án mikillar fyrir- hafnar,“ segir Kristinn H. Gunnars- son, þingmaður Frjálslyndra, en hann hefur beðið samgönguráð- herra að skýra söluferlið á Alþingi, eftir fyrrgreinda umfjöllun ríkis- endurskoðanda. Fjármálaráðuneytið vill ekki segja hvers vegna Baldur var ekki auglýstur til sölu, heldur vísar til fyrirspurnar Kristins. Þingmaður- inn spurði hins vegar alls ekki um hvers vegna Baldur var ekki aug- lýstur. klemens@frettabladid.is Seldu Baldur úr landi Fjármálaráðuneytið seldi ferjuna Baldur beint til fyrirtækisins Sæferða árið 2006, án þess að auglýsa hann til sölu fyrst. Verðið var 37,8 milljónir. Sæferðir seldu bátinn úr landi tveimur vikum síðar á um hundrað milljónir. PÉTUR ÁGÚSTSSON Framkvæmdastjóri Sæferða sem keypti Baldur. FRÉTTABLAÐIÐ/ÚR SAFNI BRETLAND, AP Fjórir liðsmenn Grænfriðunga klifruðu upp á farþegaþotu á Heathrow-flugvelli við Lundúnir í gær þar sem þeir breiddu úr borða til að mótmæla loftslagsbreytingum. Á borðanum stóð: „Neyðar- ástand í loftslagsmálum – Enga þriðju flugbraut.“ Samtökin berjast gegn stækkun Heathrow- flugvallar, sem er fjölfarnasti flugvöllur í Evrópu. Flugvélin, sem var af gerðinni Boeing 777 og í eigu breska flugfélagsins British Airways, var nýlent eftir innanlandsflug frá Manchester. - sdg Gegn stækkun Heathrow: Mótmæltu ofan á farþegaþotu VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.