Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.02.2008, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 26.02.2008, Qupperneq 14
14 26. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR TROÐIST UM BORÐ Tillitslausir lestarfarþegar eru nýjasta viðfangsefni herferðar yfirvalda í Peking við að „siða til“ íbúa fyrir ólympíuleikana í sumar. Hefur 22. hvers mánaðar verið skilgreindur „dagur til að gefa eftir sæti“ þar sem fólk er hvatt til að standa upp í lestum fyrir þeim sem þurfa sætið frekar, á borð við óléttar konur og aldraða. NORDICPHOTOS/AFP UPPLÝSINGATÆKNI Staða og skipting kynjanna er mjög ójöfn í upplýsingatæknifyrirtækjum. Þannig sýnir ný könnun, sem gerð var á vegum Samtaka iðnaðarins, að konur eru innan við þriðjungur af lykilstjórnendum upplýsingatæknifyrirtækja innan samtak- anna. Sama gildir um kynjahlutfallið meðal æðstu stjórnenda. Konur eru aðeins fjórðung- ur þeirra starfsmanna sem eru í hálfu til fullu starfi. Í könnuninni kemur jafnframt í ljós að einyrkjafyrirtæki innan Samtaka iðnaðarins eru frekar mönnuð konum en körlum. Í litlum fyrirtækjum starfa hlutfallslega fleiri konur og því stærra sem fyrirtækið er þeim mun lægra er hlutfall kvenna. Hlutfallslega fleiri karlar eru lykilstarfsmenn eða yfirmenn og vex kynjaskiptingin körlum í hag eftir því sem fyrirtækin verða stærri. Í stjórn eru fleiri karlar en konur. Gyða Margrét Pétursdóttir, félags- og kynjafræðingur, segir að sífellt fleiri konur mennti sig til starfa innan upplýsingaiðnaðar- ins, en konur í upplýsingatækni reki sig á veggi. Athyglisvert sé að skoða hvers vegna karlar og konur með sömu eða sambærilega menntun séu í mismunandi störfum. „Lengi hefur því verið haldið fram að aukin menntun kvenna skili þeim sjálfkrafa sama framgangi innan atvinnulífsins og tekjum og körlum, en það er ekki endilega samband þarna á milli. Menntun verður ekki sjálfvirk forsenda frama,“ segir hún. Konur í upplýsingatækni lenda frekar í störfum sem eru í takt við staðalímyndir og hefðbundið hlutverk kvenna, til dæmis í þjónustustörfum og þjónustuveri þó að þær hafi sótt um starf forritara í upphafi. „Svo virðist sem konur séu í störfum sem krefjast nákvæmni og þrautseigju en ekki í meira metnum störfum sem krefjast sköpunarkrafts og snilligáfu,“ segir hún. „Tækniþekking virðist oft vera spyrt saman við karlmennsku og lítið pláss vera fyrir konur, enda mikið um lárétta verkaskiptingu. Karlarnir forrita og þróa hugbúnað meðan konurnar þjónusta hugbúnaðinn. Þær fara oft á milli staða og aðstoða viðskiptavini við að setja upp forrit af því að þær búa yfir mikilli tækniþekkingu en þrátt fyrir þekkingu þeirra og reynslu njóta störf karlanna meiri virð- ingar. Starf karlanna er sveipað dýrðarljóma. Þeir finna lausnir á viðfangsefnum meðan konurnar eru í þjónustuhlutverki.“ - ghs Innan við þriðjungur af lykilstjórnendum upplýsingafyrirtækja er konur: Dýrðarljómi um starf tölvukarla EKKI ENDILEGA SAMBAND Gyða Margrét Pétursdóttir, félags- og kynjafræðingur, segir að margar konur sem ráði sig í störf innan upplýsingaiðnaðarins reki sig á veggi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI UTANRÍKISMÁL Viðamikil Íslands- hátíð undir yfirskriftinni Iceland on the edge hefst í Brussel í dag. Er hún í samstarfi við Bozar, lista- og menningarmiðstöðina í Brussel og stendur hátíðin fram undir miðjan júní. Meðal viðburða sem boðið verð- ur upp á má nefna íslenska sam- tímamyndlist með verkum 15 framsækinna íslenskra lista- manna, fossaverkefni Rúríar og verk Kjarvals, Kristjáns Davíðs- sonar og Georgs Guðna. Munu listunnendur einnig geta notið danssýningar Ernu Ómars- dóttur og félaga auk uppfærslu Baltasars Kormáks á Pétri Gaut. Kvikmyndirnar 101 Reykjavík, Mýrin og Hafið verða sýndar. Þá munu rithöfundarnir Auður Jóns- dóttir og Hallgrímur Helgason taka þátt í bókmenntakvöldi til- einkuðu Halldóri Laxness og verður það í umsjón Halldórs Guð- mundssonar. Sýnd verða íslensk drykkjar- horn í eigu Þjóðminjasafns Íslandss. Í lok maí verður blásið til kvikmyndahátíðar auk þess sem haldinn verður fjöldi tónleika, bæði klassískra og popptónleika. Landsbankinn er máttarstólpi hátíðarinnar í samstarfi við Ice- landair og Icelandair Cargo. Er hátíðin haldin að frumkvæði sendi- ráðs Íslands í Brussel en að auki koma að verkefninu fjögur ráðu- neyti, Reykjavíkurborg, Ferða- málastofa og Útflutningsráð. - ovd Iceland on the edge-hátíðin hefst formlega í Belgíu í dag: Íslensk menningarveisla hafin í Brussel GRAND PLACE Í BRUSSEL Hátíðin er jafnt ætluð Belgum sem og starfsmönnum erlendra ríkja og fyrirtækja í Brussel. SUÐUR-KÓREA, AP Nýr forseti Suður-Kóreu, Lee Myung-bak, var í gær svarinn í embætti. Hét hann því að auka hagsæld, ekki aðeins í Suður-Kóreu heldur einnig í Norður-Kóreu að því tilskildu að stjórnvöld þar losi sig við kjarnorkuvopn. Lee vann stórsigur í kosningunum í desember þar sem hann lofaði að blása lífi í efnahaginn og taka harðari afstöðu gagnvart kjarnorkuvæðingu Norður-Kóreu. Í síðustu viku var Lee hreinsað- ur af ásökunum um fjármálamis- ferli frá 2001 sem fyrrverandi viðskiptafélagi hans er nú fyrir rétti vegna. - sdg Hreinsaður af spillingarákæru: Nýr forseti í Suður-Kóreu LEE MYUNG-BAK Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur Passat 4x4 F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.