Fréttablaðið - 26.02.2008, Síða 46

Fréttablaðið - 26.02.2008, Síða 46
26 26. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is „Minnst vonda lagið sigraði í hópi vondra laga,“ skrifar ritstjóri Eurovision-síðunnar Oikotimes um sigurlag okkar í ár, This Is My Life. Ritstjórinn hefur nokkrar áhyggjur af sviðsframkomu Friðriks og Regínu. „Það þarf að vinna mikið í sviðsfram- setningunni ef lagið á að eiga séns á að komast upp úr undankeppninni. Það lítur ekki vel út í blönduð- um dúett að söngkonan sé hærri en karlsöngvar- inn.“ Það er víst lítið hægt að gera í því nema Friðrik fái klossana hans Óttars Proppé í Dr. Spock lánaða. Ritstjóri hinnar aðal Eurovision-nördasíðunnar, Esctoday, er jákvæðari. „Sviðsframkoman hjá þeim var mjög fagmannleg og búningarnir og dansinn er betri en á undanúrslitakvöldinu,“ segir hann um sjóið á laugardaginn, en bætir við: „Lagið missir aðeins „húkkinn“ á ensku, en nýja útsetningin gerir lagið samt áhugaverðara en það var. Samt sem áður er lagið í heild aðeins of yfirdrifið.“ Friðrik Ómar of lítill AÐEINS OF YFIRDRIFIÐ Friðrik Ómar og Regína Ósk. 88 DAGAR TIL STEFNU > JULIA BAR AF Julia Roberts var valin best klæddi Óskarsverðlaunahafinn í gegnum tíðina af lesendum síðunn- ar Parade.com. Það var fyrir kjólinn sem hún klæddist árið 2001 þegar hún tók á móti verðlaunum fyrir Erin Brockovich. Halle Berry fylgdi fast á hæla hennar, fyrir kjólinn sem hún var í þegar hún tók á móti styttunni ári síðar, fyrir Monster‘s Ball. Kvikmynd Coen-bræðra, No Country for Old Men, kom, sá og sigraði þegar Óskars- verðlaunin voru afhent í Hollywood í fyrrinótt. Bestu leikararnir í aðal- og aukahlutverkum voru allir evrópskir. Mynd Coen-bræðra fékk fern verðlaun. Fögnuðu þeir sigri fyrir bestu myndina og sem bestu leik- stjórarnir, auk þess sem þeir unnu fyrir besta handrit byggt á áður birtu efni. Áður höfðu bræðurnir unnið Óskarinn fyrir handrit sitt að Fargo frá árinu 1996. Spánverjinn Javier Bardem hlaut jafnframt gylltu styttuna fyrir aukahlutverk sitt í myndinni, þar sem hann fór eftirminnilega með hlutverk morðóðs brjálæð- ings. Var það í fyrsta sinn í áttatíu ára sögu Óskarsins sem Spánverji hlýtur styttuna eftirsóttu. Bræður í sandkassaleik Joel Coen sagði í ræðu sinni að þeir bræður hefðu búið til kvik- myndir síðan í æsku og þetta væri því í blóði þeirra. „Það sem við erum að gera í dag finnst okkur ekkert vera mjög frábrugðið því sem við gerðum þá,“ sagði hann. „Við erum þakklátir ykkur öllum fyrir að leyfa okkur að leika okkur úti í horni í sandkassanum.“ Evrópskir sigurvegarar Þrír Evrópubúar til viðbótar fengu Óskarinn fyrir aðal- og aukahlut- verk og er þetta aðeins í annað sinn í sögu hátíðarinnar sem það gerist. Síðast gerðist það árið 1964. Eins og margir höfðu spáð fyrir hlaut Írinn Daniel Day-Lewis Óskar inn fyrir frammistöðu sína í There Will Be Blood. Var þetta annar Óskarinn hans á ferlinum en síðast vann hann fyrir My Left Foot árið 1990. Sagði hann verð- launin vera eins nálægt því og hann gæti mögulega komist að verða sleginn til riddara. Hin franska Marion Cotillard var valin besta aðalleikkonan fyrir hlutverk sitt í La Vie en Rose. Kom það nokkuð á óvart því flestir bjuggust við því að Julie Christie ynni fyrir góðan leik sinn í Away From Her. Tilda Swinton frá Bretlandi var síðan kjörin besta aukaleikkonan fyrir frammistöðu sína í Michael Clayton. Juno hlaut verðlaun Dansarinn fyrrverandi Diablo Cody hlaut Óskarinn fyrir frum- samið handrit sitt að gamanmynd- inni Juno, sem var hræódýr í framleiðslu á mælikvarða Holly- wood. „Ég á ekki orð yfir vinsældir myndarinnar,“ sagði hún. Þá var austurríska myndin Falsararnir kjörin besta erlenda myndin og Ratatouille besta teiknimyndin. Sigur Coen-bræðra MYNDIR COEN-BRÆÐRA No Country For Old Men (2007) The Ladykillers (2004) Intolerable Cruelty (2003) The Man Who Wasn´t There (2001) O Brother, Where Art Thou? (2000) The Big Lebowski (1998) Fargo (1996) The Hudsucker Proxy (1994) Barton Fink (1991) Miller´s Crossing (1990) Raising Arizona (1987) Blood Simple (1984) FJÓRAR STYTTUR Coen-bræður komu, sáu og sigruðu á Óskarshátíðinni í Hollywood. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Rauðir og svartir kjólar voru mest áberandi hjá stjörn- unum á Óskarnum, en þar fyrir utan voru axlir í aðalhlut- verki. Berar axlir á Óskarnum N O R D IC PH O TO S/G ETTY Á rauða dreglinum í ár var leitun að kjól sem huldi axlir stjörnunnar sem honum klæddist. Bæði hlýralausir kjólar og kjólar með aðeins einum hlýra virtust gríðarlega vinsælir hjá stjörnufansin- um. Hvað litina varðaði virtust flestir hafa heillast af rauðum og svörtum kjólum, þó að inni á milli glitti í hvítt, grátt og fölbleikt, eins og hjá Camer- on Diaz. AXLIRNAR Í AÐALHLUTVERKI Í KJÓLAVALI Britney Spears fékk að hitta syni sína tvo á laugardag, í fyrsta sinn eftir að hún var svipt öllum umgengnisrétti í síðasta mánuði. Það var þó ekki fyrir þær sakir að dómari hefði úrskurðað í málinu, heldur náðu lögmenn söngkonunnar og lögmenn fyrrverandi eiginmanns hennar og barnsföður, Kevin Federline, sam- komulagi í málinu upp á eigin spýtur. Spears hafði sótt um að fá aftur umgengnisrétt í síðustu viku, en var neitað. Í kjölfarið sagði Federline, eins og hann hefur reyndar ítrekað gert, að hann vildi ekkert frekar en að synir þeirra ættu gott samband við móður sína. Mark Vincent Kaplan, lögfræðingur Federlines, sagði í kjölfar samkomulags- ins að það væri fyrsta skrefið að því takmarki að gera móður barnanna aftur að þátttakanda í lífi þeirra. Spears sótti drengina heim til Federlines í fylgd með föður sínum, James Spears, sem hefur fylgt henni eins og skugginn síðustu vikur, og sálfræðingi, samkvæmt People.com. Þau keyrðu á brott eftir að Federline hafði gengið úr skugga um að börnin væru vel spennt í bílstóla sína, og vörðu í heildina þremur klukkutímum saman. HITTI BÖRNIN Britney Spears fékk að hitta syni sína tvo, Jayden James og Sean Preston, á laugar dag, í fyrsta sinn frá því hún var svipt umgengnisrétti. Britney hitti syni sína aftur Magimix - réttu tækin fyrir eldhúsið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.