Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.02.2008, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 26.02.2008, Qupperneq 54
34 26. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. steintegund 6. skóli 8. for 9. heiður 11. komast 12. röndin 14. pabbi 16. mun 17. líða vel 18. kk-nafn 20. tveir eins 21. lokka. LÓÐRÉTT 1. ómögulegur 3. samtök 4. borð- stokkur 5. knæpa 7. tré 10. keyra 13. svelg 15. réttur 16. frostskemmd 19. hreyfing. LAUSN LÁRÉTT: 2. talk, 6. fg, 8. aur, 9. æra, 11. ná, 12. rákin, 14. faðir, 16. ku, 17. una, 18. ari, 20. gg, 21. laða. LÓÐRÉTT: 1. ófær, 3. aa, 4. lunning, 5. krá, 7. gráfura, 10. aka, 13. iðu, 15. ragú, 16. kal, 19. ið. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Jón á Hofi. 2 Raúl Castro. 3 Fiskisúpan hennar Maggýar. „Þar sem ég er að vinna í miðbænum og hef oft lítinn tíma finnst mér æðislegt að geta stokkið inn á Sushi-hraðlestina í Iðuhúsinu. Þar er hægt að setjast niður og fá sér æðislega gott sushi á færibandi.“ Hrönn Marinósdóttir, framkvæmda- stjóri Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Hugleikur Dagsson hefur nú ákveðið að flytja heim frá Amsterdam þar sem hann hefur verið búsettur að undanförnu. Nýverið var Baðstofan, nýtt leikrit eftir hann, frumsýnt í Þjóðleik- húsinu og ætlar hann að gefa leikritaskrifum frí. Hins vegar hefur hann ekki lagt teiknipennann á hilluna og þannig er stefnt að nýrri bók í Okkur-seríunni á þessu ári, Ókei bæ tvö og bók um eineygða köttinn Kisa. Síðar á þessu ári mun fyrsta bókin („Should You Be Laughing at This?) koma út í Bandaríkjunum. Þótt þátttakendur í Eurovision hafi kvartað undan skorti á veit- ingum baksviðs í Smáralind á laugar- dagskvöld ríkti þar mikil stemning. Meðal þeirra sem tóku þátt í gleðinni voru turtildúfurnar Sigmar Guð- mundsson og Þóra Tómasdóttir en þau komu hýr og rjóð beint frá því að hafa veitt viðtöku blaðamanna- verðlaunum verðskuldað. Einnig var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra í miklu Euro- stuði baksviðs svo einhverjir séu nefndir. Fjölmargir nýttu sér Food & fun hátíð- ina til að fara út að borða. Þannig var þétt setið á veitingastaðnum Gullfoss á föstudagskvöldið. Meðal gesta var Bjarni Ármannsson, fyrrum forstjóri Glitnis, í góðum hópi. Þeir Magnús Kjartansson og Eiríkur Tómasson voru sömuleiðis hressir þar sem þeir ræddu málefni Stefs. Mesta athygli gesta vöktu þó stórsöngv- ararnir Björgvin Hall- dórsson og Eyjólfur Kristjánsson sem áttu góða kvöldstund með eiginkonum sínum og fleira fólki. - jbg/hdm FRÉTTIR AF FÓLKI Yesmine Olsson sneri í síðustu viku heim úr ferðalagi um Dubai og Indland, þar sem hún leitaði sér innblásturs fyrir nýja mat- reiðslubók sem hún hefur nú í smíðum. Ferðin hafði þó enn meira að segja fyrir Yesmine, sem heimsótti nú í fyrsta sinn þær slóðir sem hún á ættir sínar að rekja til. „Ég er reyndar ættuð frá Srí Lanka, en við vorum í Suður-Ind- landi, svo það er bara nokkurra klukkutíma ferðalag þarna á milli. Ég var ættleidd þaðan þegar ég var mjög ung,“ útskýrir Yes- mine, sem eins og margir vita er alin upp í Svíþjóð. Yesmine segist ekki hafa freistast til að fara yfir til Srí Lanka í þetta skiptið, enda ástandið þar síst stöðugt þessa dagana. „Ég ákvað að hita aðeins upp með Indlandi, áður en ég tek næsta skref. En það er á dagskrá hjá mér, algjörlega. Þegar ég fer þangað hugsa ég að ég undirbúi mig betur,“ segir Yesmine, sem segist þó hafa fengið mikið út úr ferðinni. „Það var auðvitað ákveð- ið menningarsjokk að koma í þetta umhverfi, sem ég held að allir sem fara frá Íslandi til Ind- lands upplifi. En það var mjög gaman að sjá fullt af fólki sem lítur út eins og ég,“ segir hún og hlær við. Yesmine segir matreiðslubók undir þessum formerkjum vera gamlan draum. „Þetta er matar- gerð sem ég hef alltaf haft mik- inn áhuga á. Núna finnst mér vera kominn tími á þetta og mér fannst ekki annað hægt en að fara út og kynnast þessu almennilega. Við vorum í tólf daga og fórum að hitta kokka og ýmsa aðra til að fá innblástur,“ útskýrir Yesmine. Með henni í för voru ljósmyndar- inn Áslaug Snorradóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir, sem aðstoða Yes- mine við gerð bókarinnar. Hún er væntanleg með haustinu. - sun Yesmine hélt á heimaslóðir í fyrsta sinn MENNINGARSJOKK Yesmine Olsson sneri á heimaslóðir í ferð til Indlands og Dubai, þangað sem hún sótti sér innblástur fyrir nýja matreiðslubók. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Ég er nú einu sinni þannig að ég bregð mér helst aldrei út fyrir bæjarmörkin,“ segir listamaðurinn akureyrski Lárus H. List. Lárus hefur aldrei upplifað aðra eins athygli og þá þegar spurðist að verslanakeðjan Wal-Mart væri búin að stefna honum fyrir gerðardóm til Genfar í Sviss. Líkt og Fréttablaðið greindi frá er það vegna léns Lárusar, wa1mart.com, sem fór öfugt ofan í hina bandarísku lágvöruverðsverslunarmenn sem þótti það koma sér illa. Lénið er hluti listaverks sem Lárus gerði, málverks af Mónu Lísu sem reynist karlmaður þegar að er gáð í meðförum listamannsins. Þemað er ádeila á heimsvaldastefnu og græðgisvæðingu. Lárus stendur nú í ströngu, hann þarf að taka saman álitsgerð fyrir lögmann sinn, hinn enska Graham Ross, þar sem hann leitast við að útskýra hvernig allt þetta tengist – lénið og Mona hans Lísa. Ef Lárus vill hafa fjölskipaðan dóm þarf hann að greiða aukalega fyrir það 2.000 dollara. Gögnum þarf hann að skila fyrir 4. mars og mun niðurstaðan liggja fyrir hálfum mánuði síðar. Yfir listamanninn hefur rignt tölvupóstskeytum, flest til stuðnings en eitt þó neikvætt frá Bandaríkjun- um þar sem býsnast er yfir frekjunni. Eins og áður sagði vill Lárus helst ekki fara mikið út fyrir Eyjafjörð. Hann ætlar því ekki að fylgja máli sínu eftir með því að fara til Sviss heldur treystir á lögmanninn Graham Ross til að koma því í heila höfn. - jbg Heimakær List ekki til Genfar MONA LISA LÁR- USAR Lén Lárusar, wa1mart.com, og þessi mynd renna saman í ádeilu á græðgisvæðingu Bandaríkjanna. LÁRUS H. LIST Ætlar ekki að fylgja máli sínu eftir til Genfar enda fer hann helst ekki út fyrir bæjarmörkin. Umhleypingar síðustu vikna bitn- uðu illa á nokkrum hljómsveitum í Reykjavík þegar flæddi inn í æfingahúsnæði þeirra í síðustu viku. Í Hlíðunum komu meðlimir Jakobínarínu að hljóðfærunum sínum fljótandi á gólfinu. Hús- næðið, sem er kjallari undir bíl- skúr, leigja þeir með hljómsveit- inni Singapore Sling. „Það eru einhver hljóðfæri ónýt og slatti af effekta-pedölum því þeir voru á gólfinu,“ segir Einar Sonic, gítar- leikari Singapore Sling. „Þetta er búið að vera að þorna og við vitum ekki alveg hve mikið er ónýtt, en það er slatti. Það voru blásarar settir þarna inn og svo tókum við eitthvað bara heim til okkar. Það er kannski bót í máli að magnar- arnir sluppu alveg.“ Á öðrum stað í bænum, undir gamla bakaríinu hans Jóa Fel, lenti hljómsveitin Kimono í jafn- vel enn verri málum. „Þetta var helvíti skelfileg aðkoma, maður bara grét,“ segir Gylfi Blöndal, annar gítarleikari sveitarinnar. Þegar bakaríið var flutt var ofn á vegg fjarlægður en „eitthvert gáfumennið“, eins og Gylfi kallar hann, gleymdi að setja tappa í gatið. Þegar kólnaði kviknaði á þermóstati og heita vatnið fór að fossa niður um gat á gólfinu eftir gamlan hringstiga. Það eru átta sveitir að æfa í kjallaranum en þær sluppu að mestu leyti, nema hljómsveitin Kimono sem var búin að koma sér vel fyrir beint fyrir neðan gatið. „Það varð okkur kannski til happs að heita vatnið virðist ekki hafa fossað nema í einhverja tvo, þrjá tíma,“ segir Gylfi. „Við metum tjónið á þrjár milljónir. Meðal þess sem skemmdist var 4.000 dollara handsmíðaður War- wick-bassi, 3.500 dollara Tele- caster-gítar sem Alex er búinn að eiga árum saman, míkrófónar, magnarar og dót. Við höfum talað um það í mörg ár að fá okkur tryggingu en aldrei gert neitt í því. Við erum búnir að drattast til þess núna. En við ætlum að sækja hart á þann aðila sem sá um að flytja bakaríið. Það er náttúrlega vítavert gáleysi hvernig var gengið frá þessum ofni.“ Þrátt fyrir atvikið sér Gylfi sólar geisla í vatnsósa svartnætt- inu. „Það varð okkur til happs að trommusettið hans Kjartans slapp. Hann á gamla trommu settið hans Gunnars Jökuls Hákonar- sonar, 1959-módel af Ludwig, sama sett og Gunnar Jökull tók með sér til London þegar hann var að spila með fyrirrennara Yes, The Syn. Það hefði verið menn- ingarsögulega óbætanlegt ef þetta trommusett hefði eyðilagst. Sem betur fer var Kjartan nýkominn af túr með Seabear og trommu- settið ennþá í töskunum. Það var það fyrsta sem við hlupum með út.“ gunnarh@frettabladid.is GYLFI BLÖNDAL: ÓFÖGUR AÐKOMA EFTIR FLÓÐ Í ÆFINGAHÚSNÆÐI Rokkarar tapa milljónum KOMU AÐ HLJÓÐFÆRUNUM Á FLOTI Jakobínarínu brá í brún í síðustu viku. STÓRTJÓN Gylfi Blöndal og félagar hans í Kimono meta tjónið á þrjár milljónir. Þeir töluðu árum saman um að fá sér tryggingu og hafa nú loksins látið verða af því. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI fi mmtudaginn 28. febrúar kl. 20.00

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.