Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Una Særún Jóhannsdóttir laganemi fór ásamt kærasta sínum í ógleymanlega ferð til Indlands.Una ákvað að ferðast til Indlands ásamt kærasta sínum yfir jól og áramót. Þessi ferð var ógleymanleg og þau upplifðu margt sem ekki er hægt að upplifa í hinum vestræna heimi. „Við höfum alltaf haft mikinn áhuga á Indlandi og okkur langaði að upplifa landið og þjóðina ásamt því að borða ekta indverskan mat. Ferðin tók fjórar vikur sem er ekki nægur tími til að skoða allt en við stefnum á að fara aftur síð “ Una. trúarlegur staður. Hindúum þykir staðurinn afar ákjósanlegur til að deyja á. Mikið er lagt upp úr því að ösku hinna látnu séu dreifð í hið helga fljót Gang- es. Við gistum á hóteli við fljótið og við hlið þess var líkbrennsla og því var fnykur af starfsemi hennar í loftinu,“ útskýrir Una og heldur áfram: „Það er skondið að segja frá því að afar erfitt var að ná að festa svefn vegna fólksins úti á götu sem var að kyrja og biðja bænir með tilhklingja í böll Brjálaðir apar á þakinu Unu finnst að flestir ættu að heimsækja Indland einhverntíma á lífsleiðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EKKI FYRIR ALLAStæði sem eru sérmerkt fötluðum eru eingöngu fyrir fatlaða og til þess að mega leggja í þau verður að vera með stæðiskort í bílnum sem sett eru í framrúðuna. BÍLAR 2 GÓÐ TIL AÐ GANGA ÁTeppi á tröppum dempa hjóð milli hæða og draga úr bergmáli auk þess sem er hlýtt og notalegt fyrir berar tásur að ganga á þeim, sérstaklega ef þau eru svolítið loðin og mjúk. HEIMILI 5 vetrarlíf Hanakambar og tjullpils Keppendur í kvennaflokki í snjókrossi brugðu á leik um helgina. BLS. 4 MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2008 Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 27. febrúar 2008 — 57. tölublað — 8. árgangur UNA SÆRÚN JÓHANNSDÓTTIR Taj Mahal stóð alveg undir væntingum ferðir bílar heimili Í MIÐJU BLAÐSINS VETRARLÍF Hanakambar og tjullpils í brautinni Sérblað um vetraríþróttir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR TILBOÐ #3 Pizzasneið, salat og gosglas á 650 kr. Stjörnutorgi Kringlunni • Bláu húsunum Faxafeni • www.sbarro.is Bláu húsin við Fa xa fen & Stjörnutorg,Krin glu nn i Pólskur Cleese John Cleese skiptir frá Kaupþingi yfir í pólskan banka. FÓLK 26 Fagnar með fólkinu Háskólinn á Bifröst er 90 ára. TÍMAMÓT 22 Sjaldan fellur eplið... Úlfar Þormóðsson telur bloggdóm yfir syni sínum opna fyrir flóð- gáttir. FÓLK 34 VIÐSKIPTI Íslenskir bankar veittu 122 sinnum lán til fasteignakaupa í janúar. Það eru næstum tvöfalt færri lán en í desember í fyrra en þá veittu bankarnir 221 lán til fasteignakaupa. Þetta sýna tölur um útlán bankanna sem Seðla- banki Íslands tók saman fyrir Fréttablaðið í gær. Aldrei fyrr hafa jafn fá lán verið veitt í mánuði, frá því að bankarnir hófu að veita fasteigna- lán. Samtals var lánað fyrir rúm- lega 850 milljónir króna í janúar samanborið við 1,7 milljarða í desember sem þá var það lægsta síðan bankarnir hófu að veita íbúðalán í ágúst 2004. Heildarút- lán vegna fasteignakaupa í janúar í fyrra námu 2,6 milljörðum en að meðaltali hafa bankarnir lánað fyrir 9,7 milljarða á mánuði frá því þeir hófu lán til fasteigna- kaupa. Mest var lánað fyrir 33 milljarða á mánuði í október 2004, sem er tæplega fjörutíu sinnum meira en í janúar á þessu ári. Heldur líflegra var hjá Íbúða- lánasjóði í janúar en hjá bönkun- um en útlán sjóðsins námu 4,5 milljörðum. Að sögn Guðmundar Bjarnasonar, forstjóra Íbúðalána- sjóðs, finna menn þar á bæ mikið fyrir því að verulega hafi hægst á Fasteignamarkaðnum. „Það sem af er þessum mánuði hefur verið mjög rólegt hjá okkur. Greinilegt er að fasteignamarkaðurinn er hægur nú um stundir. Það getur verið gott að kæla niður markað- inn ef þörf er á því en ef hann frýs geta skapast vandamál. Þá fellur verðið hratt og fólk getur lent í fjárhagskröggum,“ segir Guðmundur. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir minnkandi útlán til íbúða- kaupa vera afleiðingu minni eftirspurnar vegna dýrra lána. „Það er lítil velta á fasteigna- markaði auk þess sem bankarnir hafa gefið þau skilaboð að þeir séu orðnir íhaldssamir á lán. Lánin eru líka dýr um þessar mundir og það dregur úr eftir- spurninni.“ - mh / sjá síðu 6 Íbúðalán bankanna í sögulegu lágmarki Útlán bankanna vegna íbúðalána hafa aldrei verið færri, samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands. Mjög rólegt á fasteignamarkaði, segir forstjóri Íbúðalána- sjóðs. Lítil eftirspurn eftir dýrum lánum, segir Ásgeir Jónsson hjá Kaupþingi. FÓLK Örvhentir nemendur við Háskóla Íslands taka þeim breyt- ingum sem hafa verið gerðar á nýjum kvikmyndasölum Háskóla- bíós fagnandi. Nýjum sætum með borðum fyrir örvhenta hefur verið komið fyrir í hverri sætaröð og eiga þeir því auðveldara með en áður að glósa í fyrirlestrum. „Að sjálfsögðu er þetta mikil búbót,“ segir Björg Magnúsdóttir, nýkjörinn formað- ur Stúdentaráðs. Auk þess hafa nýjar blindraletursmerkingar á byggingum Háskólans haft góð áhrif og þegar hafa tveir blindir einstaklingar skráð sig í skólann í kjölfar þeirra. - fb / sjá síðu 34 Nýjungar í Háskóla Íslands: Örvhentir og blindir ánægðir SNJÓKOMA Í KVÖLD Í dag verða vestan 8-13 m/s allra syðst og síðan austan til síðdegis, annars hægari. Skýjað með köflum suðaustan til, annars él. Fer að snjóa sunnan- og vestanlands í kvöld. Frost 0-8 stig. VEÐUR 4 -5 -6 -3 0-2 Vilja nota sína velli Nýliðar Þróttar og Fjölnis þurfa að laga margt á sín- um heimavöllum fyrir Landsbanka- deildina í sumar. ÍÞRÓTTIR 30 VEÐRIÐ Í DAG VERÐLAUN „Við eigum öll minning- ar um tengsl okkar við Hjálpræðis- herinn,“ sagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, við afhendingu Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins í Þjóðmenningar- húsinu í gær. „Starf hans snertir alla sem því kynnast og er sannar- lega ríkur þáttur í skilningi okkar Íslendinga á því hvað sé að vera hinn miskunnarsami Samverji og sinna góðum verkum.“ Hjálpræðisherinn hlaut verð- launin fyrir meira en hundrað ára starfsemi hérlendis í þágu þeirra sem minnst mega sín. Í ræðu sinni rifjaði Ólafur Ragn- ar meðal annars upp kynni sín af starfsemi hersins sem ungur maður á Ísafirði, og heimsókn sína og Dor- ritar Moussaieff forsetafrúar til Hjálpræðishersins á aðfangadags- kvöld fyrir nokkrum árum. Hann hrósaði einnig framtaki Frétta- blaðsins með verðlaununum. Þó að fjölmiðlar flytji mikið af slæmum fregnum sé mikilvægt að gleyma ekki að taka eftir því góða sem gert sé í samfélaginu. „Þótt ekki séu mörg ár síðan þessari hugmynd var ýtt úr vör þá hefur hún á einhvern hátt snert strengi í brjóstum þjóðarinnar.“ - sþs / sjá síðu 12 Forseti Íslands veitti Hjálpræðishernum Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í gær: Starfið snertir alla sem því kynnast VERÐLAUN Anne Marie Reinholdtsen, majór hjá Hjálpræðishernum, tekur í hönd Ólafs Ragnars Grímssonar forseta við verð- launaafhendinguna í gær. Með henni eru, frá vinstri, Aslaug Langgaard, Harold J. Reinholdtsen og Elsabet Daníelsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON UTANRÍKISMÁL „Mér líst vel á Ban Ki-moon og hef fulla trú á því að hann láti verkin tala í þeim málum sem hann hefur gert að sínum, loftslagsbreytingum og ofbeldi gegn konum,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra að loknum fundi sínum með framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna í gær. Ingibjörg kvað merkilegt hve mikill samhljómur hefði verið í áherslum framkvæmdastjórans og hennar. Kom þeim vel saman og fundurinn, sem átti að vara í tuttugu mínútur, stóð yfir í fimmtíu mínútur. Meðal annarra umræðuefna var hlutur kvenna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og jarðvarmanýting Íslendinga. - kóþ Utanríkisráðherra Í New York: Líst vel á Ban Ki-moon INGIBJÖRG SÓLRÚN Utanríkisráðherra hitti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í New York í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.