Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 28
27. FEBRÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR10 ● fréttablaðið ● vetrarlíf
SJÁLFVIRK
6v / 12v / 24v 0,8A - 25A
HLEÐSLUTÆKI
Snilldartæki sem mega vera í sambandi allt árið
og geta hlaðið allar gerðir rafgeyma.
Kvenkyns keppendur í snjó-
krossi beittu óvenjulegum
aðferðum til að vekja á sér
athygli í þriðju umferð Íslands-
móts í snjókrossi, sem fór fram
á Lágheiði um helgina.
Fjöldi áhorfenda mætti til að
fylgjast með þriðju umferð Ís-
landsmóts í snjókrossi sem fór
fram á Lágheiði á milli Ólafsfjarð-
ar og Siglufjarðar um helgina.
Keppt var í meistaraflokki, sport-
flokki, unglingaflokki, 35 ára og
eldri og kvennaflokki. Sérstaka
athygli vakti klæðaburður kepp-
enda í kvennaflokki, sem kepptu á
mótinu í bleikum og grænum tjull-
pilsum með litríka hanakamba á
hjálmunum.
Að sögn Vilborgar Daníelsdótt-
ur, eða Villu Dan eins og hún er
kölluð, sem tók þátt í keppninni,
var markmiðið með klæðnaðinum
að koma kvennaflokknum á fram-
færi. Hún segir það hafa tekist
en hún á sjálf heiðurinn af því að
hafa saumað pilsin á aðeins einu
kvöldi.
Vilborg, sem keppti á Arctic
Cat sno pro 440 fyrir hönd Team
Artic, hefur barist fyrir því að
fjölga konum í snjókrossi, en ekki
eru nema nokkur ár síðan þær
fóru að keppa í íþróttinni á Ís-
landi. Að sögn Vilborgar hefur
tíðkast að kynin keppi saman í
snjókrossi vegna lítillar þátttöku
kvenna, en markmiðið með fjölg-
un kvenna var að stofna sérstakan
kvennaflokk.
„Við byrjuðum nokkrar á að
fara í Sleðaskóla Laxa á Grenivík.
Síðan fékk ég nokkrar stelpnanna
til að fara út í það að keppa í vetur.
Í fyrstu keppninni vorum við sjö í
Bolöldu, svo vorum við sex í þeirri
sem haldin var á Akureyri og jafn
margar um helgina,“ segir Vilborg
og bætir við að konurnar séu á
aldrinum 23 til 33 ára, flestar með
reynslu af motocrossi og sleða-
ferðum á fjöll. Fæstar hafi hins
vegar keyrt á braut áður en þær
tóku þátt í umferðinni á Bolöldu.
Þrátt fyrir það segir Vilborg
að konurnar hafi sýnt frábæra
takta á brautinni og keppnin hafi
verið mjög hörð um helgina, þar
sem Berglind Ósk Guttormsdóttir
sigraði með 71 stig, en hún keppti
á Polaris IQ 440 fyrir hönd Team
Cobolt.
Aðspurð hvort nauðsynlegt hafi
verið að stofna sérstakan kvenna-
flokk í snjókrossi, segir Vilborg
að konurnar hafi verið sammála
um það svo þær hefðu svigrúm til
að keyra eftir sinni getu. „Það er
ákveðinn munur á okkur og körl-
unum. Það er meiri hraði á þeim,
en keppnisandinn er hins vegar
sá sami,“ segir Vilborg, sem varð
fyrir því óláni um helgina að Berg-
lind keyrði á sleðann hennar, sem
fór ekki í gang eftir það. Vilborg
varð því að láta sér nægja fimmta
sætið.
Að sögn Vilborgar hefur kon-
unum verið vel tekið og ekki síst
af karlkyns keppendum. „Þeir
eru rosalega hjálpsamir og snú-
ast í kringum okkur,“ segir hún
og hlær, en bætir við að stund-
um gleymist tilvist kvennanna í
öllum hamaganginum sem verð-
ur í kringum keppnirnar. „Eins
og þegar þeir kalla: Jæja, strák-
ar, komið og þenjið græjurnar,“
tekur hún sem dæmi. „Strákarn-
ir eru bara enn að venjast þessu,
en þetta er allt saman að þokast í
rétta átt.“ - rve
Hanakambar og
tjullpils í brautinni
Keppnin hófst með látum en hér sjást þær Halla Berglind Arnarsdóttir, Hulda Þorgilsdóttir, Vilborg Daníelsdóttir, Berglind Ósk
Guttormsdóttir, María Sigurrós Ingadóttir og Svala Vibeke Kristinsdóttir á fleygiferð. MYND/JÓN H.R. JÓHANNSSON
Kynning á keppendum fór fram á Akureyri föstudagskvöldið 22. febrúar klukkan 19
fyrir framan fyrirtækið K2Icehobby, sem er til húsa að Dalsbraut 1. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLLI
Krulluíþróttin er lítið þekkt íþrótt á Íslandi. Þó er
hún ansi vinsæl í kaldari löndum heimsins og hefur
verið stunduð á vetrarólympíuleikum til fjölda ára.
Krullan, eða „curling“ eins og hún nefnist á frum-
málinu, er leikin á sléttum ís. Leikurinn felst í að 20
kílóa granítsteini er rennt eftir endilangri braut og
látinn lenda sem næst miðju í höfn eða húsi. Leik-
menn eru með sleipan botn undir öðrum skónum
auk þess að nota sérstaka kústa. Bæði til að sópa
svellið, hita það og styðja við steininn þegar honum
er rennt.
Fjórir leikmenn eru í tveimur liðum. Liðsstjóri
stendur í höfn og gefur kastaranum merki um hvar
steinninn eigi að hafna. Þegar steininum er rennt
er hann látinn snúast í átt sem liðsstjóri skipar
fyrir. Steinninn snýst síðan á meðan hann rennur
yfir leikvöllinn. Þaðan er nafnið „curling“ komið.
Í hvert sinn sem leikmaður rennir steini eru
tveir aðrir tilbúnir með kústana. Við það að sópa
svellið hitnar efsta lagið örlítið og steinninn renn-
ur betur og beygir minna eftir því sem hann
rennur hraðar.
Hvort lið hefur átta steina og hver leikmaður
rennir tveimur steinum í hverri umferð. Í leikjum
á Íslandi er venjan að hver leikur sé sex umferðir
eða þá að leikið er í tiltekinn tíma.
Stig eru talin eftir hverja lotu og það lið sem
hefur fleiri stig samanlagt sigrar í leiknum.
Krulla hefur verið spiluð á Akureyri frá 1996 og
frá 2000 í Skautahöllinni á Akureyri. Þar eru sex
krullubrautir og geta tólf lið spilað samtímis. Í
Reykjavík eru krulluæfingar stundaðar í Skauta-
höllinni í Laugardal.
Heimildir og nánari upplýsingar: www.sasport.
is - rh
Kústað og rennt á ísnum
Vetraríþróttir eru fjölmargar. Krulla er ein þeirra og er
stunduð bæði á Akureyri og í Reykjavík.