Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 27. febrúar 2008 Stundum þarf maður hjálp til að halda áfram Það er góð regla að lesa vel tryggingaskilmálana, þeir eru sá grundvöllur sem samskipti þín og TM byggjast á. Hringdu í síma 515 2000 eða farðu á www.tm.is og fáðu skýr svör. ÍS L E N S K A /S IA .I S /T M I 41 09 8 02 /0 8 Áfallahjálp TM Áfallahjálp hjá TM Þeir sem eru vel tryggðir fá efnisleg verðmæti sín bætt, en eftir stendur oft tilfinningatjón sem ekki verður metið til fjár. Það er vel þekkt staðreynd að áföll eða slys geta haft í för með sér áfallastreitu og leitt til langvarandi áfallaröskunar ef ekki er gripið í taumana. TM gengur nú skrefinu lengra í þjónustu sinni og er eina tryggingafélagið á Íslandi sem býður tjónþolendum upp á áfallahjálp í sínum tryggingaskilmálum. Áfallahjálpin er veitt af sálfræðingi og er innifalin í Heimatryggingu TM. Þannig vinnum við saman úr áfallinu og stuðlum að því að það hafi ekki neikvæðar afleiðingar til lengri tíma fyrir viðskiptavini okkar. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tm.is / www.tm.is SAMFÉLAGSMÁL Framtíðarlandið stendur fyrir fundi í Norræna húsinu í kvöld þar sem kynntar verða hugmyndir um atvinnuupp- byggingu á Vestfjörðum sem voru til umræðu á vetrarþinginu „Vestfirðir á teikniborðinu“ sem haldið var á Ísafirði í nóvember síðastliðnum. „Við höfum verið gagnrýnd fyrir það að halda þennan kynningar- fund í Reykjavík,“ segir Ólafur Sveinn Jóhannesson, aðalskipu- leggjandi vetrarþingsins. „En sýslumaður á Patreksfirði, bæjarstjóri Vesturbyggðar og bæjarstjóri Tálknafjarðar voru öll sammála um að það ætti að halda fundinn í Reykjavík einfaldlega vegna þess að það er svo oft ófært á milli svæða fyrir vestan.“ - jse Uppbygging á Vestfjörðum: Framtíðarlandið með kynningu ÞÝSKALAND Í Þýskalandi hefur nú verið flett ofan af skattsvikum mikils fjölda auðmanna á grund- velli upplýsinga um bankareikn- inga og skúffufyrirtæki í Liecht- enstein, sem þýska leyniþjónustan BND keypti af manni sem safnaði þeim með ólöglegum hætti. Nú hafa þýsk stjórnvöld boðið skatt- yfirvöldum annarra ríkja aðgang að gögnunum og hafa meðal ann- ars yfirvöld í Noregi, Finnlandi og Svíþjóð lýst áhuga á að þiggja það boð. Þýska fréttavikuritið Der Spiegel greindi frá því um helgina að Heinrich Kieber, fyrrverandi starfsmaður LGT-bankans í Liechtenstein, hefði í ágúst 2006 séð BND fyrir gagnasafni með 4.527 færslum með upplýsingum um skúffufyrirtæki og stofnanir sem skráðar væru í bönkum í Liechtenstein. Um 1.400 þeirra kváðu vera í eigu Þjóðverja. Kieber seldi upplýsingarnar einnig til fleiri landa, þar á meðal Bretlands, Frakklands, Kanada og Ástralíu. Nokkrir þekktir menn hafa þegar þurft að segja af sér vegna skattsvikarannsóknarinnar, þar á meðal forstjóri þýska póstsins, Deutsche Post. - aa SKATTASKJÓL Banki í Vaduz með Liechtenstein-kastala í baksýn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bankaupplýsingar úr skattaskjólinu Liechtenstein: Skandinavar vilja sjá bankagögnin NORÐUR-KÓREA, AP Sögulegir tónleikar fóru fram í gær þegar Fílharmoníusveit New York- borgar lék í Norður-Kóreu, ríki sem hefur talið Bandaríkin helsta óvin sinn. George W. Bush Bandaríkjaforseti kallaði N- Kóreu eitt af „öxulveldum hins illa“ fyrir sex árum. Tónleikarnir eiga að vera til marks um bætt samskipti ríkjanna sem deila þó enn vegna kjarnorkuáætlunar N-Kóreu. Þetta er í fyrsta skipti sem menningarviðburður á vegum Bandaríkjamanna af þessari stærðargráðu er haldinn í N- Kóreu og aldrei fyrr hefur jafn stór sendinefnd frá Bandaríkjun- um komið til landsins. - sdg Bætt samskipti Bandaríkjanna og Norður-Kóreu: Sögulegir tónleikar KLAPPAÐ Í PYONGYANG Tónleikarnir hófust á flutningi þjóðsöngva N-Kóreu og Bandaríkjanna. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.