Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 46
26 27. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is Leikarinn Matt Damon hefur samþykkt að leika í fjórðu hasarmyndinni um Jason Bourne. Peter Greengrass, sem leikstýrði annarri og þriðju myndinni, verður einnig við stjórnvölinn í þeirri nýjustu. Talið var að þriðja myndin um Bourne yrði sú síðasta vegna þess að rithöfundurinn Robert Ludlum skrifaði aðeins þrjár skáldsögur um persónuna Bourne. Tvær bækur til viðbótar voru skrifaðar um Bourne af Eric Van Lustbader en þær nutu ekki eins mikilla vinsælda og bækur Ludlum. Einnig hafði Damon gefið í skyn að myndirnar yrðu aðeins þrjár. Bourne í fjórða sinn JASON BOURNE Matt Damon mun leika Jason Bourne í fjórða sinn. Fyrsta smáskífa rokksveitarinnar Mínuss af plötunni The Great Northern Whalekill, Throwaway Angel, er komin út víðs vegar um Evrópu. Á b-hlið smáskífunnar er önnur útgáfa Mínuss af laginu í órafmagnaðri útgáfu. Smáskífan kemur einnig út á 7 tommu vinyl og verður fáanleg á Íslandi von bráðar. The Great Northern Whalekill kemur út í Evrópu mánudaginn 3. mars en hún kom út hérlendis í fyrra. Til að fylgja plötunni eftir ætlar Mínus í tónleikaferð um Bretland dagana 20. til 28. mars. Einnig eru fyrirhugaðir tónleikar á Organ 4. apríl. Ný smáskífa komin út MÍNUS Fyrsta smáskífan af plötunni The Great Northern Whalekill er komin út. Breski plötusnúðurinn D. Ramirez þeytir skífum á þriggja ára afmæli Flex Music 19. mars næstkomandi á Nasa. Ramirez, sem er á mála hjá útgáfufyrir- tækinu Ministry of Sound, var valinn besti danstónlistarmaður Bretlands árið 2007 af tímaritinu DJ Magazine. Hann hlaut einnig hin virtu Iveor Novelle-verðlaun fyrir endurhljóðblöndun sína á laginu Yeah Yeah með Bodyrox. Forsala á tónleikana fer fram á midi.is og í versluninni Mohawks. Ramirez mætir Rokksveitin Deep Jimi and the Zep Creams heldur upp á fimmt- án ára útgáfuafmæli sinnar fyrstu plötu, Funky Dinasour, í Banda- ríkjunum með tónleikum á Organ í kvöld. „Við erum búnir að slást við að koma þessu saman í langan tíma,“ segir Sigurður Eyberg Jóhannes- son, meðlimur Deep Jimi. Gítar- leikari sveitarinnar er nýfluttur heim eftir að hafa búið í Dan- mörku og ætlar hún því að spila meira á næstunni. „Það er eins og maður sé að skoða annan mann þegar maður fer að skoða sjálfan sig frá þessum tíma,“ segir Sigurður er hann minnist Funky Dinasour. „Þessi lög eru eins og hálfgerðar dagbækur.“ Dagskráin hefst með leik sænsku blússveitarinnar Emil & the Ecstatics. Að leik þeirra lokn- um stígur Deep Jimi á stokk og flytur Funky Dinosaur frá upp- hafi til enda. Í kjölfarið fylgja svo lög af tveimur seinni plötum bandsins; Seybe Sunsicks Rock’n’Roll Circus og Deep Jimi and the Zep Creams ásamt glæ- nýju efni sem Deep Jimi vinnur að um þessar mundir. Tónleikarn- ir hefjast kl. 21.00 og er miðaverð 1.000 kr. Fagna 15 ára afmæli DEEP JIMI AND THE ZEP CREAMS Rokk- ararnir fagna fimmtán ára útgáfuafmæli Funky Dinasour með tónleikum á Organ. Paris Hilton er komin með nýjan mann upp á arminn. Hann er enginn annar en Good Charlotte- rokkarinn Benji Madden, bróðir Joels nokkurs Madden sem nýverið eignaðist barn með Nicole Richie, sem er einmitt besta vinkona Parisar Hilton. Paris og Benji sáust fyrst saman í Los Angeles í síðustu viku, þar sem þau gengu hönd í hönd eftir götum Vestur-Hollywood í versl- unarleiðangri. Til Parisar hefur þar að auki sést með hring frá Tiffany og Co. á baugfingri, sem hefur að sjálfsögðu komið af stað sögusögnum um mögulega trúlofun, þó að ekki sé langt um liðið frá því að þau fóru að stinga nefjum saman. Vinur Benji segir við slúður- síðuna pagesix.com að Benji sé virkilega hamingjusamur. „Hann er þegar farinn að segja vinum sínum að hún sé hin eina rétta. Hann segir að hann sjái það virkilega fyrir sér að þau muni enda saman,“ segir heimildar- maðurinn. Af Paris er það annars að frétta að hún er með nýjan veru- leikaþátt í smíðum. Þar verður fylgst með leit hennar að „nýjum besta vini“ og er búist við því að hann verði tekinn til sýninga á MTV eða VH1. Ef hamingjan með Benji er svo mikil sem slúð- urblöðin vilja láta er þó ólíklegt að Paris vilji skila Nicole sem bestu vinkonu sinni í bráð. Paris og Benji nýjasta parið Nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið rís nú á hafnarbakkanum í Reykjavík. Áætluð opnun er í desember á næsta ári og Bubbi Morthens hefur þegar tekið stóra sal hússins frá á Þorláksmessu- kvöld næstu árin. En það bráð- vantar nafn á húsið, „Tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík“ er ekki alveg að gera sig. Því hefur eignarhaldsfélagið Portus blásið til hugmyndasamkeppni um nafn. Það þarf að falla vel að íslenskri tungu, vera þjált á erlendum tungumálum, vera lýsandi fyrir starfsemi hússins þ.e. tónlist og ráðstefnuhald og undirstrika þá stefnu að húsið verði hús fólksins í landinu. Verðlaun eru vegleg fyrir sigurtillöguna (hversu vegleg fæst ekki uppgefið) og öllum sem senda inn tillögur verður sýndur viðeigandi þakklætisvottur (hversu viðeig- andi fæst ekki uppgefið). Þegar starfsmenn Portus mættu í vinnuna á mánudags- morguninn voru komnar 450 tillögur og margar mjög góðar að sögn Portus-manna. Eftir nokkrar vikur verða verðlaunin í sam- keppninni veitt og fljótlega eftir það verður tilkynnt um nafnið á húsinu eftir að endanleg ákvörð- un hefur verið tekin. Þá verður einnig búið að hanna vörumerkið og hönnunarlínu sem verður kynnt um leið. Skilafrestur í samkeppninni er til laugardags- ins 1. mars og nú er bara að leggja hausinn í bleyti... ööö, Tónabær, Faxaskáli, Dynheimar? Pabbi Bjarkar lagði fram hugmynd á blogginu sínu. Hann vill að húsið heiti Björk. - glh Hvað á húsið að heita? NÝJA TÓNLISTAR- OG RÁÐSTEFNUHÚSIÐ Betur þekkt sem..? Á meðan við völdum að senda Friðrik og Regínu til Belgrad voru sjö aðrar þjóðir að ákveða sig. Mesta ágreiningnum olli írska sigurlagið, Irlande douze pointe, sem flutt er af Dustin the Turkey, eða Dustin kalkúna, sem er leikarinn Johnny Morrison með kalkúnagrímu syngjandi með þykkum Dublinar- hreim. Dustin hefur verið lengi að og er vinsæll skemmtikraftur úr sjónvarpi. Hann hefur líka gert sex plötur og meðal annars tekið dúetta með Bob Geldof og Chris de Burgh. Þótt kalkúninn hafi sigrað með símakosningu eru gríðarlega skiptar skoðanir um ágæti hans. Írska þjóðin skiptist í tvær andstæðar fylkingar, þá sem segja að kalkúninn sé „síðasta tæki- færi Íra til að gera eitthvað í Eurovision“, og þá sem segja lagið „skammarlegt grín sem mun rústa áliti annarra Evrópuþjóða á Írum“. Söngkonan Dana, sem sigraði í Eurovision árið 1971 með laginu All Kinds of Everything, sem mörgum finnst enn besta Eurovision- lag allra tíma, er í seinni hópnum. „Ef við ætlum að umgangast Eurovision sem eitthvert grín ættum við að hætta að taka þátt í keppninni,“ sagði hún í viðtali. „Annars erum við að vanvirða þær þjóðir sem keppa í einlægni og vilja sigra.“ Írski kalkúninn stígur á svið á fyrra undankvöldinu, en Ísland tekur þátt á seinna kvöldinu. Dana reið kalkúnanum 87 DAGAR TIL STEFNU SÚ EINA RÉTTA Benji Madden hefur sagt vinum sínum að hann vilji gjarnan eyða ævinni með Paris. N O R D IC PH O TO S/G ETTY MEÐ HRING Á FINGRI Til Parisar hefur sést með hring á baugfingri, sem hefur komið af stað sögusögnum um mögu- lega trúlofun. > HRIFIN AF SCARLETT Þeim Natalie Portman og Scarl- ett Johansson virðist semja alveg virkilega vel. „Í alvöru, ég væri virkilega til í að grípa í brjóstin á Scarlett. Þau er mjög falleg,“ sagði Portman á dögunum, en leikkonurnar leiða saman hesta sína í kvikmyndinni The Other Boylen Girl. John Cleese er ekki við eina fjölina felldur þegar kemur að auglýsingagerð. Hann hefur sem kunnugt er aug- lýst grimmt fyrir Kaupþing banka síðastliðin tvö ár, en nú er enski gamanleikarinn líka farinn að auglýsa fyrir pólska bankann BZ WBK. Í pólsku auglýsingunni sést John mæra lánakjör pólska bankans, en útlánsvextir eru þar með lægsta móti. Þegar John er sagt að hann verði að vera Pólverji til að njóta góðra kjara bankans fer hann að telja upp ýmislegt sem gæti komið að gagni, til dæmis að frænka sín hafi verið pólsk og að hann kunni pólsku. Það þykist hann sanna með því að segja „guten morgen“. Nokkur samhljómur er með pólsku auglýsingunni og þeirri fyrstu frá Kaupþingi sem sást fyrst um jólin 2006. Hafsteinn S. Hafsteinsson hjá auglýsingastof- unni Ennemm sem gerði íslensku auglýsingarnar segir auglýsing- arnar alls ekki sláandi líkar, þótt sjá megi væg líkindi. „John Cleese hefur leikið í auglýsingum áratugum saman enda er hann æva gamall,“ segir hann. „Við skoðuðum fullt af auglýsingum með honum áður en við gerðum auglýsinguna fyrir Kaupþing og hann benti okkur sjálfur á þýska auglýsingu. Þar var hann voða- lega ánægður með þýska fram- burðinn sinn en þegar hann sá auglýsinguna var búið að döbba hann. Þjóðverjar hafa aldrei heyrt John Cleese tala, bara þann sem döbbar hann.“ Hafsteinn segir Kaupþing ekki hafa einkaleyfi til að nota John Cleese í auglýsingum nema á Íslandi og því sé pólska auglýsing- in ekki brot á neinum samningum. „Það er ómögulegt að segja til um það hvort John Cleese verði notað- ur enn eitt árið í auglýsingar fyrir Kaupþing,“ segir Hafsteinn, „við gerum ekki samning við hann nema í eitt ár í einu.“ gunnarh@frettabladid.is Auglýsir pólskan banka JOHN CLEESE Mærir launakjör pólska bankans BZ WBK í nýrri auglýsingu. RANDVER HVERGI NÆRRI John Cleese sést hér í pólskri bankaauglýsingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.