Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 4
4 27. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR
GENGIÐ 26.02.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
128,6169
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
65,82 66,14
129,76 130,4
97,84 98,38
13,119 13,195
12,409 12,483
10,536 10,598
0,6096 0,6132
104,61 105,23
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Er mataræðið
óreglulegt?
LGG+ er fyrirbyggjandi vörn!
Skyndibitafæði, sætindi, óreglulegar
máltíðir – allt þetta dregur úr innri
styrk, veldur þróttleysi, kemur
meltingunni úr lagi og stuðlar að
vanlíðan. Regluleg neysla LGG+
vinnur gegn þessum áhrifum og
flýtir fyrir því að jafnvægi náist
á ný. Dagleg neysla þess
tryggir fulla virkni.
H
V
Í T
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
VEÐURSPÁ
Kaupmannahöfn
Billund
Ósló
Stokkhólmur
Gautaborg
London
París
Frankfurt
Friedrichshafen
Berlín
Alicante
Mallorca
Basel
Eindhoven
Las Palmas
New York
Orlando
San Francisco
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
7°
6°
4°
4°
6°
12°
11°
10°
8°
10°
21°
17°
12°
10°
21°
4°
16°
16°
Á MORGUN
3-8 m/s en 10-15 m/s
við suðurströndina
5
-4
FÖSTUDAGUR
5-15 m/s, hvassast
við SA- ströndina
-5
-5
-6
-3
-1
0
-1
-2
-3
-8
4
4
4
5
7
6
6
4
8
4
-5 -6
-5
-3-2
-7 -7
-5
-4-4
FROST ÚT
MÁNUÐINN
Við höfum verið í
frostakafl a síðustu
daga og ekki horfur
á að breytist um
sinn. Frostið verður
almennt á bilinu
0-9 stig næstu
daga, kaldast til
landsins nyrðra en
mildast syðst. Þar
gæti raunar orðið
frostlaust yfi r há-
daginn einkum úti
við ströndina.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
Veður-
fræðingur
EFNAHAGSMÁL Steingrímur J. Sig-
fússon, formaður VG, segir grein-
arskrif Illuga og Bjarna til marks
um að þeir meti ástandið alvarlegt.
„Þá er spurning
hvort það sé dul-
inn tilgangur
greinarinnar að
ýta við sinni for-
ystu; flokks og
ríkisstjórnar. Ég
er svo sammála
því að grípa
þurfi til
aðgerða.“ Steingrímur vill endur-
skoða verðbólgumarkmið bankans.
„Ég hef bent á að ríkisstjórnin
getur beitt sér fyrir því að endur-
skoða samkomulag sitt við bank-
ann. Það þarf ekki lagabreytingu til
og ég tel visst svigrúm fyrir Seðla-
bankann, ef hann svo kýs, til að
meta stöðuna sjálfstætt og breyta
sínum markmiðum.“ - shá
Steingrímur J. Sigfússon
Dulinn tilgang-
ur með skrifum
EFNAHAGSMÁL Arnór Sighvatsson,
aðalhagfræðingur Seðlabankans,
segir að skilaboð Illuga Gunnars-
sonar og Bjarna Benediktssonar,
þingmanna Sjálfstæðisflokksins, í
grein í Morgunblaðinu í gær skjóti
skökku við. „Þá ekki síst í ljósi
upplýsinga um vaxandi verðbólgu,
að senda þá út skilaboð um að
Seðlabankinn hverfi frá verð-
bólgumarkmiðinu. Þetta eru mjög
hættulegar hugmyndir.“
Bjarni Benediktsson og Illugi
Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæð-
isflokksins, varpa fram þeirri
spurningu í gær hvort í ljósi þeirr-
ar áhættu sem steðjar að fjármála-
kerfinu í landinu sé ekki nauðsyn-
legt að ræða hvort Seðlabankinn
eigi að bregðast við og breyta
áherslum sínum. Bankinn víki
tímabundið frá verðbólgumark-
miði sínu því mjög brýnt sé að
stýrivextir lækki. Þingmennirnir
vara við fjármálakreppu þegar
bankarnir þurfa að endurfjár-
magna sig á komandi misserum.
Þeir telja að við núverandi aðstæð-
ur sé betra að taka áhættuna af
verðbólgu en af kreppu í fjármála-
kerfinu. Núverandi löggjöf veitir
að þeirra mati svigrúm til aðgerða
sem taka meira tillit til slíks stöð-
ugleika, þótt það sé á kostnað
verðbólgu og viðleitni bankans til
að nálgast lögbundið verðbólgu-
markmið.
Illugi Gunnarsson segir að þeir
Bjarni hafi ekki tölu í huga þegar
rætt er um lækkun stýrivaxta enda
taki þeir ekki afstöðu til þess hvort
stýrivextir eigi að lækka. „Það
sem við erum að segja er að áhersla
bankans á fyrst og fremst að vera
á fjármálastöðugleikann. Ég er
þeirrar skoðunar að því fyrr sem
við komumst í að lækka vexti því
betra, því ekkert hagkerfi getur
búið við þennan stórfellda vaxta-
mun til lengdar.“
Arnór segir að verið sé að ræða
um fjármögnunarvanda banka-
kerfisins. „Hann leysist ekki með
fimm punkta lækkun eða eins pró-
sents lækkun. Það þarf miklu
meira til ef leysa á þann vanda
með vaxtalækkun.“ Arnór telur
að lækka þurfi stýrivexti úr 13,75
prósentum niður í allt að sjö
prósent.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, segir jákvætt að fá umræðu
um það hvernig Seðlabankinn
getur komið inn í að lækka vexti.
„Vaxtastefna Seðlabankans er í
sjálfheldu. Þetta er orðið þannig
að vextir bankans eru okkur stór-
kostlegur fjötur um fót. Vaxta-
hækkanir hafa ekki unnið gegn
verðbólgu og vaxtalækkanir munu
held ég ekki magna hana neitt held-
ur. Gengið sveiflast þrátt fyrir
vaxtahækkanir.“ Vilhjálmur segir
að um trúverðugleikavanda sé að
ræða hjá Seðlabankanum. „Þegar
vel gengur þá talar bankinn um
þenslu og verðbólgu þess vegna.
Þegar illa gengur talar bankinn um
gengisfellingu, launaskrið og verð-
bólgu af þeim ástæðum. Það er
sama hvernig gengur í efnahagslíf-
inu. Bankinn sér aldrei ástæðu til
að lækka vexti.“ svavar@frettabladid.is
Telur hættulegt að hverfa
frá verðbólgumarkmiði
Aðalhagfræðingur Seðlabankans undrast skilaboð um að hverfa eigi frá verðbólgumarkmiði í ljósi vaxandi
verðbólgu. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja áhættu af verðbólgu minni en af fjármálakreppu.
VILHJÁLMUR
EGILSSON
ARNÓR
SIGHVATSSON
SEÐLABANKI ÍSLANDS Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir hugmyndir um að hverfa frá verðbólgumarkmiði hættulegar á þess-
um tímapunkti. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
EFNAHAGSMÁL Guðni Ágústsson,
formaður Framsóknarflokksins,
segir mikla erfiðleika blasa við
þjóðinni og til
greina komi að
breyta áhersl-
um Seðlabank-
ans tímabundið.
„Við höfum bent
á þetta og rætt
um mikilvægi
þess að ríkis-
stjórnin, Seðla-
bankinn, fjármálafyrirtæki og
atvinnulífið móti þjóðarsátt og
vinni saman við þessar erfiðu
aðstæður. Ég tek þó ekki undir það
að bankarnir fái Íbúðarlánasjóð
sem hráefni. Ég minni á að efna-
hagsstefnan er ríkisstjórnarinnar
og Seðlabankinn hefur tiltölulega
fábrotin tæki.“ - shá
Guðni Ágústsson:
Aðstæður kalla
á þjóðarsátt
DÓMSMÁL Kona á fertugsaldri
hefur verið dæmd í þrjátíu daga
skilorðsbundið fangelsi og svipt
ökuleyfi í eitt ár í þvagleggsmál-
inu svokallaða. Hún var fundin
sek um að hafa ekið undir áhrifum
áfengis og að hafa hótað lögreglu-
mönnum auk þess að hrækja
framan í einn þeirra.
Atvikið átti sér stað í mars á síð-
asta ári þegar lögregluþjónar
komu að konunni undir stýri eftir
að hún hafði ekið út af veginum
við Þingborg. Vegna gruns um
áfengisdrykkju var konan flutt á
lögreglustöðina á Selfossi. Þar var
meðal annars tekið úr henni þvag-
sýni með þvaglegg án hennar
samþykkis. Reyndist töluvert
magn af alkóhóli í blóði konunnar.
Fyrir dómi sagðist konan hafa
drukkið tvö rauðvínsglös tveimur
tímum áður en hún settist undir
stýri. Síðan hafi vegfarandi gefið
henni áfengi að drekka eftir að
hún ók út af. Annað muni hún ekki
af vettvangi slyssins.
Aðspurð neitaði konan að hafa
haft í hótunum við lögreglumenn
og að hafa hrækt framan í einn
þeirra, en mundi að öðru leyti ekki
eftir atvikunum. Hún var sakfelld
fyrir þá liði ákærunnar út frá
vitnisburði lögreglu- og sjúkra-
flutningamanna.
Konan var auk þess látin greiða
160 þúsund króna sekt til ríkis-
sjóðs og allan sakarkostnað, um
350 þúsund krónur. - sþs
Fékk þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi og var svipt ökuleyfi í eitt ár:
Kona dæmd í þvagleggsmáli
Í DÓMSSAL Konan ásamt verjanda
sínum, Jóni Egilssyni, við aðalmeðferð
málsins í Héraðsdómi Suðurlands fyrr í
þessum mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ORKUMÁL Sultartangastöð í
Skeiða- og Gnúpverjahreppi í
Árnessýslu er farin að framleiða
rafmagn á ný eftir tveggja mán-
aða stopp. Í lok síðasta árs biluðu
báðir spennar stöðvarinnar með
skömmu millibili en gert var við
annan þeirra skömmu fyrir helgi
og er stöðin farin að framleiða
rafmagn á hálfum afköstum.
Að sögn Þorsteins Hilmarsson-
ar, upplýsingafulltrúa Lands-
virkjunar, urðu almennir not-
endur ekki varir við bilunina því
nánast full afhending á ótryggðu
rafmagni og afgangsorku var
meðan spennarnir voru í lama-
sessi. Hinn spennirinn verður
líklegast kominn í lag í apríl.
- jse
Sultartangastöð:
Framleiðir á ný