Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 18
18 27. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Á þeim tíma þegar alls kyns pappíralaus lýður frá fjarlæg- um álfum sækist stöðugt eftir að setjast að í Frakklandi og ýmsir eru boðnir og búnir til aðstoðar á ystu mörkum laganna, eru yfirvöldin alveg sérlega á varðbergi gagnvart einu, og það eru pappírshjónabönd. En svo er það kallað þegar einhver sem hefur franskan ríkisborgara- rétt tekur að sér að giftast einhverjum þeim sem hefur engin slík réttindi, einungis formsins vegna, til þess að viðkomandi geti fengið sína pappíra. Í Frakklandi gilda nefnilega þau lög að hver sem er getur gengið í það heilaga, jafnvel þótt hann dveljist ólöglega í landinu, og þá fær hann sitt dvalarleyfi svo framarlega sem makinn hefur franskt vegabréf. Býsna erfitt getur verið að stemma stigu við slíkum pappírs- hjónaböndum en ýmsir embættis- menn svo sem sýslumenn eða borgarstjórar hafa nú tekið upp þann sið að kalla hjónaefnin til viðtals hvort í sínu lagi, ef einhver grunur leikur á að ekki sé allt með felldu. Síðan eru þau spurð spjörunum úr, kannske ekki alveg í bókstaflegri merkingu en svona allt að því. Það eru einkum tvö atriði sem þykja sérlega tortryggileg og fullt tilefni til strangrar yfir- heyrslu: ef mikill aldursmunur er á hjónaefnunum og ef stutt er síðan þau kynntust. Á mörkum hins grunsamlega Franskir blaðamenn hafa nú bent á að bæði þessi atriði gildi í fyllsta mæli um það sem hefur verið kallað „hjónaband ársins“ eða „álfasaga í Elysée-höll“, sem sé giftingu Sarkozys forseta og hinnar ítölsku Cörlu Bruni: á þeim er u.þ.b. tíu ára aldursmunur, sem er á mörkum hins grunsamlega, og svo voru ekki nema tveir mánuðir síðan frægur auglýsingaforkólfur kynnti þau hvort fyrir öðru, og það er enn verra. Blaðamennirnir hafa þó ekki fengið neinar fréttir af því hvort þau voru kölluð til yfirheyrslu hjá einhverjum smámunasömum og þurrdrumbslegum embættismönn- um og þeim þvælt fram og aftur um viðkvæm mál, og því síður hafa þeir getað komist að því hverjar kynnu að hafa verið niðurstöðurnar úr slíkum spurningaleik. Þeir verða því að láta ágiskanir nægja, en hér endast þær skammt. Einn blaðamaðurinn benti á, að á öld Balzacs og Zola hefðu menn ekki verið í neinum vandræðum með skýringu á giftingu ársins: þessir kafarar sálarlífsins kunnu heldur betur að lýsa því hvernig glaðlyndum og léttlyndum þokkadísum, sem fundu að aldurinn var farinn að færast yfir þær, tókst að tryggja framtíðina með því að ná sér í roskinn en forríkan góð- borgara, jafnvel aðalsmann. Undarlegar ástir En hér hefði þessum frægu rithöfundum brugðist bogalistin, sagði blaðamaðurinn, slíkar skýringar hefðu verið út í hött, og það af þremur ástæðum: 1) Carla Bruni er rík. Hún var um skeið ein tekjuhæsta fyrirsætan í víðri veröld, á borð við skærustu stjörnur Hollywood. Síðan sneri hún sér að því að semja lög og texta, sem hún söng sjálf inn á geisladiska, og seldist hinn fyrri þeirra í tveimur milljónum eintaka. Það eru drjúg stefgjöld. Svo bætist það við að sjálfsögðu að á bak við hana er mikið iðnveldi í Torino á Ítalíu og stór auðæfi. Á þessu sviði er Sarkozy ekki einu sinni hálf- drættingur, ef manni leyfist að nota það orð, á það vantar mikið. Ef hann hefði ekki getað gefið sjálfum sér þessa glæsilegu kauphækkun sem nýlega var í fréttunum er óvíst að Carla Bruni hefði nokkurn tíma litið við slíkum þurfaling. Hann hefur reyndar aldrei dregið fjöður yfir það að hann slái ekki hendinni á móti nýjum auðæfum. Kaupmál- inn sem gerður var með þeim hjónum mun því fyrst og fremst vera til að vernda föðurleifð hennar, segja blaðamenn. 2) Carla Bruni er fögur, og eftir öllum sólarmerkjum að dæma er þess langt að bíða að aldurinn fari að hafa nokkur áhrif. Hún þarf því engu að kvíða um langa framtíð. Það sem skiptir hana mestu máli er þó sennilega röddin, en hún brestur hvergi og nú heyrast þær fréttir að von sé á nýjum geisladisk. En Sarkozy getur ekki leikið undir sönginn, óvíst að hann geti einu sinni raulað með. 3) Carla Bruni er gáfuð og menntuð. Hún hefur vald á fimm tungumálum, hún er fróð um bókmenntir og hefur mikla tónlistarkunnáttu. Auk þess fylgist hún ákaflega vel með í nútímanum. Ef hún er ekki vinstri sinnuð, eins og sumir hafa haldið, tilheyrir hún a.m.k. „vinstri bakkanum“, sem sé menntamannahverfum Parísar. Sarkozy náði stúdentsprófi með herkjum og skreið síðan gegnum lögfræði. Það er rétt svo að hann geti bablað ensku, eftir því sem lesa má í engilsaxneskri pressu, önnur mál kann hann alls ekki, og tónlistarsmekkurinn nær ekki mikið lengra en til stuðningsmanns hans, rokksöngvarans Johnny Hallidays. Í svona máli hefðu þeir heiðurs- menn Balzac og Zola sennilega staðið á gati. Kannske væri nær að skoða það með augum Shake- speares sem gat svo vel lýst undarlegum ástum í sinni eigin álfasögu, Draumi á Jónsmessunótt. Yfirheyrslur EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Ástir forseta S amfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í gær. Þetta er í þriðja sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverð- launin. Markmiðið með Samfélagsverðlaununum er að beina kastljósinu að þeim góðu verkum sem unnin eru í sam- félaginu. Sömuleiðis er athyglinni beint að broti af því fjölmarga fólki sem leggur áþreifanlegan skerf af mörkum til þess að bæta samfélag okkar. Stundum er sagt að í hraða nútímans fari eitthvað af þeim náungakærleik sem við erum flest alin upp við að sýna forgörð- um. Þeim mun mikilvægara er að draga fram í dagsljósið eitt- hvað af öllu því góða og fallega sem fólk gerir af heilum hug alla daga, ekki síst svo það geti orðið öðrum til eftirbreytni. Margir gagnrýna fjölmiðla fyrir að fjalla miklu meira um það sem neikvætt er en það sem er uppbyggilegt og jákvætt. Það má til sanns vegar færa að yfirleitt þykir það fréttnæmara sem úrskeiðis fer en hitt sem gengur vel. Segja má að með veitingu Samfélagsverðlauna sé reynt að vega upp á móti þessu og segja einmitt frá einhverju því sem fer einstaklega vel í samfélaginu. Einnig má líta á Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins sem sam- tal blaðsins við lesendur sína því hlutur þeirra í aðdraganda verðlaunaveitingarinnar er drjúgur. Að þessu sinni bárust lið- lega 300 tilnefningar til Samfélagsverðlaunanna frá lesendum blaðsins og skal þeim hér þakkað fyrir sitt góða framlag til þess að gera Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins að veruleika. Fjöl- margar þessara tilnefninga voru bæði góðar og athyglisverðar. Því var vandi dómnefndar nokkur þegar að hennar hlut kom. Þegar svo margar góðar tilnefningar berast getur vandinn að hafna verið mun stærri en vandinn að velja. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins eru veitt í fjórum flokk- um. Fimm samtök og einstaklingar voru útnefnd af dómnefnd í hverjum þessara fjögurra flokka. Auk þess voru veitt ein heiðursverðlaun. Það voru því verk 21 einstaklings og samtaka sem kastljósinu var beint að í tengslum við veitingu Samfélagsverðlaunanna í ár. Fimm þeirra voru verðlaunuð sérstaklega, þrír einstaklingar, ein hjón og ein félagasamtök. Um leið og verðlaunahöfunum, Hjálpræðishernum, mennta- frömuðinum Guðrúnu Halldórsdóttur, Herði Torfasyni tónlistar- manni og baráttumanni fyrir mannréttindum, Þorsteini Bjarna Einarssyni og Sigríði Steingrímsdóttur, fósturforeldrum fjölda barna, og Rögnu Marinósdóttur, sem unnið hefur ötullega að málefnum fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra, er óskað hjart- anlega til hamingju, er rétt að ítreka að hver og einn hinna sex- tán sem tilnefndir voru til verðlaunanna, hefðu svo sannarlega verið þeirra verðugir líka. Framlag alls þessa hóps leggur lóð sem um munar á vogar- skálar betra samfélags á Íslandi og verðskuldar hlýjar þakkir okkar hinna. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í gær. Góð verk dregin fram í dagsljósið STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR UMRÆÐAN Leikskólastarf Á síðustu árum hefur verið unnið við að brúa bilið á milli skólastiga. Samvinna leik- og grunnskóla hefur aukist og Reykjavíkurborg ákveðið að gera tilraun til að færa fimm ára börn inn í grunnskól- ana svo rými skapist fyrir yngri börn í leikskólum. Með fjölgun ungbarnaleikskóla þarf að marka stefnu nýs skólastigs og brúa bilið á milli leikskólastiga líkt og gert hefur verið á milli leik- og grunnskóla. Marka þarf stefnu frá upphafi skólagöngu sex mánaða barna fram í grunnskóla. Leikskólar Félagsstofnunar stúdenta, sem hafa um árabil rekið leikskóla fyrir sex mánaða til sex ára, hafa stigið fyrstu skrefin í átt að sameiginlegri stefnu allra leikskóla sinna. Föstudaginn 29. febrúar munu skólarnir standa fyrir opnu málþingi (sjá www. fs.is). Þar mun Shelley Nemeth, frá High/Scope Educational Research Foundation, meðal annarra fjalla um virkt nám. Er það stefnan sem Leikskólar stúdenta vinna nú samkvæmt. High/Scope leggur áherslu á virkt nám, persónulegt frumkvæði og jákvæð samskipti fullorðins og barns. Virkt námsumhverfi býður börnum upp á val og svigrúm til sjálfstæðrar ákvarðanatöku. Með þátttöku þróa þau með sér frumkvæði og félagslegan vilja sem hefur áhrif á frekara nám og ákvarðanatöku í lífinu. Kraftur virka námsins sprettur af frumkvæði barnsins. Virknin felst í að kanna, spyrja, gera mistök, leysa þrautir og finna markmið í samræmi við þroska. Barnið tekst á við verkefnin og á um leið samskipti við kennara og nemendur. Sjálfsmynd styrkist og víðsýni eykst. Virkt nám byggir á samskiptum, kennarinn styður við barnið og virkjar sjálfstæði þess. Með sameiningu HÍ og KHÍ mun stúdentum við HÍ fjölga og kröfur um þjónustu Leikskóla stúdenta aukast. Ný stefna mun skila betri leikskólum með skilvirkara námi og skapa umhverfi sem nýtist háskólasamfélaginu t.d. við verkefni og rannsóknir. Höfundur er leikskólastjóri á Mánagarði. Virkt nám – styrkari sjálfsmynd Vel ráðið Eftir að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson steig hið „stóra skref“ (sem Geir H. Haarde kallar svo) að framlengja óvissuna um borgarstjóraefni Sjálf- stæðisflokksins í heilt ár, hafa þrír lýst yfir áhuga á að gegna embættinu: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Júlíus Vífill Ingvarsson. Á sunnudag skrifaði Björn Bjarnason á heimasíðu sína að yfirlýsing Hönnu Birnu væri „eðlileg og vel ráðin“. Enn hefur hann ekkert minnst á hversu eðlilegar og vel ráðnar hann telur yfirlýsingar Gísla Marteins og Júlíusar Vífils vera. Veðjað á Hönnu Þetta vekur athygli fyrir þær sakir að Gísli Marteinn hefur lengi verið hand- genginn Birni og ekkert leyndarmál að hingað til hefur verið kært á milli þeirra. Færsla Björns þykir því gefa til kynna að meira að segja áhrifamiklir bandamenn Gísla telji það tapaða baráttu að hann verði borgarstjóri á kjörtímabilinu; betra sé að fylkja sér um einn borgarfulltrúa og þar hafi Hanna Birna yfir- höndina. Júlíus og Steinunnar- leiðin Hanna Birna nýtur líka stuðnings Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Guðlaugi Þór Þórðarsyni er aftur á móti sögð hugnast lítt tilhugsunin um Hönnu Birnu sem borgarstjóra, og hann leiti logandi ljósi að einhverjum utan borgar- stjórnarflokksins til að taka við keflinu af Ólafi F. Magn- ússyni. Helsta von Júlíusar Vífils ku felast í að ekki náist sátt um Hönnu Birnu eða Gísla Martein. Fyrir vikið verði hann samnefnarinn sem flestir geti fellt sig við, rétt eins og þegar Steinunn Valdís Óskarsdóttir varð borgarstjóri R-listans. bergsteinn@frettabladid.is SIGRÍÐUR STEPHENSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.