Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 48
28 27. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR Frá framleiðendum Devils Wears Prada Skemmtilegasta rómantíska gamanmynd ársins með Katherine Heigl úr Knocked up og Greys Anatomy í fantaformi. Missið ekki af þessari! FÓLK MEÐ ÓTRÚLEGA KRAFTA SEM GETA BREYTT ÖLLU KALLAST STÖKKVARAR! NÝTT Í BÍÓ!NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 12 14 7 16 7 14 7 27 DRESSES kl. 8 - 10 RAMBO kl. 5.50 ÁSTRÍKUR Á ÓLYMPÍULEIKUNUM kl. 5.50 ÍSLENSKT TAL BRÚÐGUMINN kl. 8 JUMPER kl. 10 16 7 12 12 16 27 DRESSES kl.5.30 - 8 - 10.20 JUMPER kl.6 - 8 - 10 BEFORE THE DEVIL KNOWS kl.5.30 - 8 - 10.20 MEET THE SPARTANS kl.6 - 8 -10 27 DRESSES kl. 5.30 - 8 - 10.30 27 DRESSES LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 JUMPER kl. 8 - 10.10 MEET THE SPARTANS kl. 6 CLOVERFIELD kl. 10 BRÚÐGUMINN kl. 5.50 - 8 - 10.10 THERE WILL BE BLOOD kl. 5.50 - 9 INTO THE WILD kl. 6 - 9 ATONEMENT kl. 5.30 - 8 - 10.30 BRÚÐGUMINN kl. 5.50 - 8 - 10.10 5% 5% 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI TENGDU AUKAKRÓNUM! !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu EITTHVAÐ SKELFILEGT ER Á SVEIMI! STÓRKOSTLEG MYND Í LEIKSTJÓRN SEAN PENN. S.V. - MBL. S.V. - MBL. B.B - 24 STUNDIR B.B - 24 STUNDIR -V.J.V. - Topp5.is / FBL - H.J. - MBL drekktu betur REYKJAVÍK AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS ÓSKARSVERÐLAUN M.A. BESTA MYND ÁRSINS OG BESTU LEIKSTJÓRAR4 ÓSKARSVERÐLAUN M.A. BEST LEIKARI2 ÁLFABAKKA KRINGLUNNI SELFOSS AKUREYRI KEFLAVÍK STEP UP 2 kl. 5:50 - 8 - 10:10 7 THERE WILL BE BLOOD kl. 5:15 - 8:30 - 10:10 16 THERE WILL BE BLOOD kl. 5:15 - 8:30 VIP NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 5:30 - 8 - 10:30 16 MR. MAGORIUMS.. kl. 5:50 L SWEENEY TODD kl. 10:10 16 UNTRACEABLE kl. 8 16 DEATH AT A FUNERAL kl. 6 - 8 7 STEP UP 2 kl. 6:10 - 8:20 - 10:30 7 P.S. I LOVE YOU kl. 5:30 - 8 - 10 L JUMPER kl. 8 - 10:30 12 MR. MAGORIUMS... kl. 6 L STEP UP 2 kl. 8 - 10:10 7 NO COUNTRY FOR OLD... kl. 10:10 L JUMPER kl. 8 12 BRÚÐGUMINN sýnd lau og sun. 7 STEP UP 2 kl. 8 - 10 7 P.S. I LOVE YOU kl. 8 L UNTRACEBLE kl. 10:10 16 STEP UP 2: THE STREETS kl. 8 7 CHARLIE WILSONS WAR kl. 10:10 12 RAMBO kl. 8 16 NO COUNTRY FOR... kl. 10 16 - bara lúxus Sími: 553 2075 LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR 27 DRESSES kl. 8 og 10.10 L RAMBO kl. 6, 8 og 10-P 16 JUMPER kl. 10 12 LOVEWRECKED kl. 6 L ÁSTRÍKUR Á ÓLYMPÍULEIKUNUM kl. 5.30 ÍSL TAL L 2 - 24. Stundir - V.J.V., Topp5.is Poetrix er listamannsnafn rappar- ans Sævars Daníels Kolandavelu. Hann hefur verið að skrifa rímur og rappað í nokkur ár, en Fyrir lengra komna er hans fyrsta plata. Sævar er fínn rappari með skýra framsögn og gott flæði og textarnir hans eru margir á meðal þess besta sem maður hefur heyrt frá íslenskum rímnasmiðum í langan tíma. Alvara, Vegurinn til glötunar, Rónaljóð, Havana Club og Gervi- boðefni eru dæmi um frábæra texta. Margir textanna draga upp skuggalegar og kunnuglegar myndir frá Reykjavík dagsins í dag, en þeir eru líka mjög per- sónulegir. Baráttan við eiturlyfja- fíknina er eins og rauður þráður í gegnum plötuna. Móri gerði þem- aplötu um hassreykingar og smá- glæpi fyrir nokkrum árum. Nú er partíið búið. Fyrir lengra komna fjallar um niðurtúrinn og með- ferðina. Poetrix er fíkill sem er búinn að ná áttum; rappari í bata. Hann hefur alvöru boðskap fram að færa og það gerir textana hans áhrifameiri og sterkari. Þetta er enginn leikaraskapur. Á meðal taktsmiða á Fyrir lengra komna eru Poetrix sjálfur, Matti M.A.T. og Steve Sampling. Það er margt vel gert hér. Takt- arnir eru flestir einfaldir en standa vel fyrir sínu og svo fá lögin lit með lifandi hljóðfæraleik sem hlaðið er ofan á grunnana. Gaukur Úlfars kemur sterkur inn á bassann í nokkrum lögum og Smári tarfur sýnir snilldartakta í mörgum þeirra. Platan væri áber- andi fátæklegri án hans framlags. Hann strömmar rafmagnsgítarinn með fínum árangri, en ennþá flott- ari eru gítarlykkjurnar og plokkið sem prýða mörg laganna. Það eru nokkur frábær lög á Fyrir lengra komna. Eitt þeirra er Alvara sem minnir mig mikið á einhvern gamlan MC Solaar smell. Það einkennist af djassi og afslapp- aðri stemningu sem fæst með kontrabassaleik Árna Hjörvar, hammondleik Davíðs Þórs og trompetleik Eiríks Orra. Mjög flott. Það eru nokkrar gestaraddir á plötunni og þær koma yfir það heila vel út. Bubbi, Einar Ágúst og Rósa úr Sometime eiga fínar inn- komur að ógleymdum Reyni kokki sem opnar Rónaljóð. Ég verð samt að viðurkenna að röddunin hennar Guðbjargar Elísu er svolítið ofnot- uð á plötunni og verður þreytandi til lengdar. Platan byrjar mjög kröftuglega, en dalar aðeins þegar á líður. En þó að lögin og textarnir séu misgóð þá er heildarsvipurinn samt sterkur. Þetta er hörkuplata. Trausti Júlíusson Tekið til eftir partíið TÓNLIST Fyrir lengra komna Poetrix ★★★★ Fyrir lengra komna er mjög vel heppnuð frumsmíð. Mörg laganna eru flott og Poetrix sprettur fram sem sannfærandi rappari með alvöru boðskap. Bandaríska tríóið Low er væntan- legt til tónleikahalds í Reykjavík. Hljómsveitin leikur á Nasa föstu- dagskvöldið 4. apríl og hefst miða- sala á midi.is á morgun. Low kom síðast til Íslands árið 1999 og spilaði á eftirminnilegum tónleikum í Háskólabíói með Sigur Rós. Þá var hljómsveitin þekkt fyrir ofurljúfa og hæga tónlist (svokallað „slowcore“) en bandið hefur verið að keyra sig aðeins upp í rokkinu síðan þá. Nýjasta platan, Drums and guns, sú átt- unda í fullri lengd, kom út í fyrra og er önnur plata sveitarinnar fyrir Sub Pop merkið í Seattle sem er þekkt fyrir að koma Nirvana á framfæri. Low var stofnuð árið 1993 í Duluth í Minnesota af hjónunum Alan Sparhawk, sem syngur og spilar á gítar, og Mimi Parker sem syngur og trommar. Bassaleikarar hafa komið og farið í gegnum tíð- ina. Tónleikarnir í Nasa verða þeir fyrstu í Evróputúr sveitarinnar. Íslenska hljómsveitin Skakka- manage, sem einnig inniheldur hjónakorn, hitar upp. Low snýr aftur í apríl BANDARÍSKA HLJÓMSVEITIN LOW Spilar á Nasa 4. apríl. 200.000 naglbítar fagna tíu ára útgáfuafmæli sínu í haust. Áfanganum verður fagnað með eftirminnilegum hætti. „Ég er búinn að vera með þetta í maganum í nokkur ár. Það eru allir búnir að vera að vinna með Sinfó, Gospelkórnum eða einhverjum big böndum, og mér fannst geð- veikt töff að Naglbítar og Lúðra- sveit verkalýðsins myndu slá saman í púkk. Nöfnin passa líka svo vel saman – 200.000 naglbítar og Lúðrasveit verkalýðsins – rosa- lega karlmannlegt eitthvað.“ Hér talar Villi Naglbítur um samstarf hljómveitanna tveggja, rokktríósins og 40 manna lúðra- sveitarinnar. Í tilefni af tíu ára afmæli fyrstu plötu Naglbítanna – og 15 ára hljómsveitarafmæli – verða tíu Naglbítalög af plötunum þeirra þremur útsett upp á nýtt fyrir lúðrasveit og rokktríó. Útkoman verður svo gefin út á plötu í haust og tónleikar haldnir í kjölfarið. Þá ætlar Heimir Freyr Hlöðversson að gera heimildar- mynd um allt ferlið. „Ég er búinn að heyra fyrstu lögin og sat bara með gæsahúð, þetta var svo þungt, kraftmikið og æðislegt,“ segir Villi. „Ég spurði sjálfan mig hvort þessi tónlist væri í alvörunni eftir mig.“ Það er annars að frétta að Villi segist vera að læra að vera pabbi um þessar mundir því honum fæddist sonur fyrir þremur mán- uðum. Og svo eru það dómgæslu- störf í Bandinu hans Bubba. „Það er rosalega skemmtilegt. Vinur minn benti mér á að einhverjar kerlingar hafi verið að hneyklast á mér á blogginu fyrir að muna ekki nöfnin á keppendunum. Hvers vegna ætti ég að hlusta á fólk sem hefur ekki afrekað annað en að kaupa sér tölvur til að geta skrifað um það sem aðrir eru að gera? En jæja, ég hlýt að geta munað nöfnin á söngvurunum fyrir næsta þátt, allavega nöfnin á þeim sem geta eitthvað. Það er gaman að vinna með Birni Jörundi og Bubba. Hann er fínn húsbóndi, skemmtilegur og almennilegur og alltaf segjandi sögur. Það eru margir flottir söngvarar að keppa svo ég hlakka mikið til að vera í þættinum næstu vikurnar.“ gunnarh@frettabladid.is Spila með Lúðrasveit verkalýðsins á afmæli sínu FÆR GÆSAHÚÐ AF LÚÐRASVEITINNI Villi naglbítur hafði samband við Lúðrasveit verkalýðsins sem var til í stuðið. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.