Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 56
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þórhildar Elínar Elínardóttur Ég hef enga hugmynd um hvað-an ókunna konan var að koma eða hvert hún var að fara. Ætlaði kannski að skreppa aðeins í Húsa- smiðjuna án þess að það komi sög- unni beint við, eða í bíltúr niður að sjó. Að minnsta kosti ók hún í sól- skininu norður Kringlumýrar- brautina, hvorki hratt né hægt, bara svona ósköp hversdagslega. Bíllinn hennar var líka bara svona ósköp hversdagslegur og músarg- rár. Bar ekki með sér hlutverk örlagavalds frekar en einhver ósköp hversdagsleg músargrá manneskja. VEGNA þess að þetta var hinn opinberi konudagur hafði honum einkum verið varið í að gleðja minnstu konurnar í fjölskyldunni, sem gátu ekki hugsað sér neitt jafn spennandi og heimsókn í Hús- dýragarðinn. Það var líka upplagt í góða veðrinu því seint verður leiðinlegt að skoða loðna hóla sem liggja grafkyrrir bak við hænsna- net og eiga að vera refir. Eða ógn- vekjandi humar og pínulitlar ýsur á sundi. Þótt önnur litla konan hefði örmagnast strax við inn- ganginn og orðið tafarlaust að fá sér kríu í kerrunni sinni, þá naut hin litla konan lífsins til hins ýtr- asta og hinnar sjaldgæfu óskiptu athygli. Einmitt þessi lúr hefði getað orðið sá síðasti. Og óskipt athyglin. En það vissum við ekki þá. SÖDD af ýsum og refum ókum við heimleiðis í vesturátt við undirleik úr útvarpinu, ræddum ýmsar hugmyndir og nálguðumst stóru gatnamótin. Ættum við að fara í heimsókn eða á róló? Kannski bara heim að gera almennilegt kaffi? Einmitt þá truflaði eitthvað einbeitingu ókunnu konunnar sem ók Kringlu- mýrarbrautina svo hún gleymdi því sem mikilvægast er þeim að muna sem hvorki vilja meiða né meiðast: Að stöðva á rauðu ljósi. Og svo var það orðið of seint. ANDARTAKINU fyrr á ferðinni hefði okkar bíll ekki flysjað henn- ar farþegamegin, hvar enginn sat. Andartakinu fyrr og hennar bíll hefði skollið á okkar þar sem fyrir var heil fjölskylda. Eitt lítið and- artak og skyndilega er kannski enginn lúr í kerru meir eða óskipt athygli fyrir lítinn ærslabelg. Eftir upplifun lífshættu er gott að vera þakklátur fyrir grundvallar- atriðin sem skipta máli í til- verunni. Að mega setja plástur á lemstraða sálina, halda áfram að takast á við lítilsigldar hversdags- áhyggjur og hella upp á almenni- legt kaffi. Lítil þúfa Í dag er miðvikudagurinn 27. febrúar, 58. dagur ársins. 8.44 13.41 18.48 8.34 13.25 18.18 RAV4 SPORT – með aukahlutapakka að verðmæti 235.000 kr. Fullbúinn RAV4 tryggir þér fleiri möguleika og færri hindranir á veginum. Nú bjóðum við RAV4 SPORT með veglegum aukahlutapakka, heilsársdekkjum, dráttarbeisli, krómgrilli, aurhlífum og skyggðum rúðum, að verðmæti 235.000 kr. Verð frá 3.230.000 kr.* Fáðu meira, komdu og reynsluaktu RAV4 SPORT ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 4 10 68 0 2/ 08 www.toyota.is Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 420-6600 Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 Toyota Austurlandi Miðási 2 Egilsstaðir Sími: 470-5070 *Bíll á mynd er RAV4 GX og kostar 3.520.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.