Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 40
20 27. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR UMRÆÐAN Gjaldtaka fjármálafyrirtækja Björgvin G. Sigurðsson, við-skiptaráðherra, ræðst nú til atlögu gegn gjaldtöku fjármála- fyrirtækja og boðar aðgerðir í kjölfar skýrslu starfshóps um málið. Yfirlýsingar ráðherrans gefa til kynna að hér sé á ferðinni órétti hið mesta sem bitni á almenningi og koma verði laga- böndum yfir FIT kostnað, seðil- gjöldin og uppgreiðslugjöldin. Svo er ekki. Miklu skiptir að þeir sem kjósa að nýta sér margvíslega þjónustu fjármálafyrirtækis geri sér grein fyrir hvað verið er að semja um. Ábyrgð fjármálafyrirtækja er réttilega meiri í slíkum samning- um vegna yfirburðastöðu þeirra gagnvart viðsemjendum. Aðal- atriði er að fólki sé frjálst að semja um sín viðskiptakjör. Kostnaður við viðskipti og vanefndir getur verið misjafn, allt eftir eðli og inn- taki þeirra réttinda og skyldna sem samið var um, og mikið óþarfaverk að ætla að banna mönnum að semja um þann kostnað sín á milli. Í skýrslu starfshópsins er lagt til að settar verði reglur um yfir- dráttarkostnað og uppgreiðslu- gjöld. Ef rýnt er í skýrsluna kemur í ljós að verið er að leggja til í megindráttum að festa í sett lög frá Alþingi það sem leiða hefur mátt út frá almennum reglum kröfuréttar í íslenskum rétti. Þó að þannig að bætt verði við íþyngj- andi ákvæðum um bann við ákveðnum tegundum uppgreiðslu- gjalda. Óskiljanlegt er af hverju banna á fólki að semja um tiltekin lánakjör á íbúðarláninu sínu. Enn furðulegra verður málið eftir að vefritið Vefþjóðviljinn benti á að uppgreiðslugjöld Íbúðarlánasjóðs eru töluvert hærri en stóru bank- anna þriggja og ráðherra hyggst ekki beita sér fyrir breytingu á þeim uppgreiðslu- gjöldum sem ríkið sjálft innheimtir. Hér má enn og aftur sjá þá til- hneigingu stjórnmálamanna að sjá ekki bjálkann í auga ríkis- rekstrarins en einblína á flísina í auga frjáls markaðar. Þá leggur starfshópurinn til að lögfest verði nýtt ákvæði í lögum um neytendalán sem kveði á um að fjármálafyrirtæki verði óheim- ilt að innheimta kostnað vegna óheimils yfirdráttar ef slík gjald- taka á ekki stoð í samningi. Í raun væri með slíku ákvæði verið að festa í sessi og lögfesta á skýran hátt gildandi rétt um þetta atriði. Ef viðskiptavinur gerist sekur um að taka meiri peninga frá bankan- um en það sem fyrir fram var búið að ákveða milli aðila að mætti taka er um samningsbrot að ræða og ekki óeðlilegt að bankinn geti krafið samningsaðilann um bætur vegna slíkra vanefnda. Ætla má að flestum sé þetta ljóst og vandséð að þörf sé á að auka umstang og kostnað fólks við að óska eftir yfirdrætti. Sumum finnst sá kostn- aður vera alveg nægur fyrir. Ráðherra hyggst jafnframt gefa út tilmæli um að bannað verði að bæta seðilgjöldum eða öðrum fylgikröfum við aðalkröfu sem greidd er á gjalddaga, nema sér- staklega sé samið um annað. Ekki verður fjallað um stjórnskipunar- og stjórnsýslulega þýðingu þess að ráðherra gefi út tilmæli til einhverra um að banna eitthvað heldur nefnt að skuldara í þessu tilviki beri að greiða ákveðna kröfu til kröfuhafa, og er krafan sú sem fram kemur að á seðli þeim er seðilgjöld tengjast. Um er að ræða viðskiptakostnað. Skiptar skoðanir eru um hvar þessi við- skiptakostnaður eigi að liggja en ekki er óeðlilegt að hann sé sýni- legur. Á það má benda að verði þessi kostnaður kröfuhafa við að fá greitt látinn falla lögum sam- kvæmt á kröfuhafann sjálfan, mun sá viðskiptakostnaður koma m.a. fram í hærra verði á þjónust- unni eða þeirri vöru sem seld er. Skýrsla starfshóps um heimild- ir fjármálafyrirtækja til gjaldtöku er vel unninn og þar er tekið á mörgum áhugaverðum atriðum. Eðlilegt er að umræða um þessi mál sé virk og almenningur og fyrirtæki meðvituð um mikilvægi þess að viðskiptahættir séu sann- gjarnir og öllum til hagsbóta. En engin þörf er á að lögfesta ákvæði, þar af sum íþyngjandi ákvæði, um yfirdráttarkostnað og uppgreiðslu- gjald sem takmarka samnings- frelsi og valda óhagræði í við- skiptum þeirra sem hlut eiga að máli. Takmörkun á samningsfrelsi er til þess fallin að auka viðskipta- kostnað, flækja kerfið og draga úr skilvirkni sem á endanum bitnar á neytendum sjálfum. Betur færi á því að viðskipta- ráðherra einbeitti sér að því að stuðla að afnámi raunverulegra viðskiptahindrana, svo sem afnámi stimpilgjalda, tolla og annarra úreltra og óþarfa gjalda sem hið opinbera innheimtir, í stað þess að reyna að setja fleiri hindranir á þar sem þeirra er alls ekki þörf. Höfundur er varaformaður Sambands ungra sjálfstæðis- manna. TEITUR BJÖRN EINARSSON Óþarfar aðgerðir ráðherra SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið- rétt inga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Meistaranám Háskóli Íslands býður upp á fjöl- breytt nám á öllum háskóla- stigum og skipta námsleiðir innan skólans hundruðum. Ein af þeim 10 námsleiðum sem í boði eru í meist- aranámi við viðskipta- og hagfræði- deild HÍ er M.Acc. nám, meistara- nám í reikningsskilum og endurskoðun. Meistaranáminu lýkur með prófgráðunni Master of Accounting. Meðal helstu nám- skeiða í M.Acc námi eru m.a.: reikn- ingsskil skv. alþjóðlegu reiknings- skilastöðlunum (IFRS), endurskoðun skv. alþjóðlegum end- urskoðunarstöðlum (ISA), fyrir- tækja- og alþjóðlegur skattaréttur og stjórnsýsluendurskoðun. Einnig eru sértæk viðfangsefni kennd, t.d. samstæðureikningsskil, fjármála- og eiginfjárgerningar, virðismat- stækni rekstrar og hlutabréfa sem og virðisrýrnunarpróf. Fyrir hverja? Meistaranámið hentar mjög vel þeim einstaklingum sem hafa hug á því að vinna við gerð reikningsskila og endurskoðun. Þeir sem stefna að löggildingu til endurskoðunar verða að hafa lokið háskólanámi á þessu sviði. Fjármál, reikningshald og reikningsskil stærri fyrirtækja krefjast nú þegar í dag mikillar sérþekkingar og ekki síst vegna aukinna umsvifa fjármála- og hluta- bréfamarkaðar og innleiðingar Alþjóðlegu reikningsskilastaðlanna á Íslandi. Meistaranámið veitir mjög góða innsýn í alþjóðlegu reikningsskila- og endurskoðunar- staðlana. Hverjar eru forkröfur? Forkröfur í námið eru BS-próf í viðskiptafræði með tiltekinni áherslu á reikningshald, skattskil, lögfræði og fjármál. Þeir sem hafa BS-próf í viðskiptafræði án slíkrar sérhæfingar eða annað háskólapróf verða að sækja undirbúningsnám- skeið á BS-stigi til að uppfylla þess- ar forkröfur. Meistaranámið, ásamt tilskilinni starfsreynslu, veitir rétt til þess að þreyta próf til löggild- ingar sem endurskoðandi. Breytt fyrirkomulag Háskóli Íslands hefur á stefnuskrá sinni að bjóða fjölbreyttar og sveigjanlegar námsleiðir til að mæta þörfum nútímans fyrir fjöl- þætta og haldgóða menntun. Í því skyni hefur kennslufyrirkomulagi í meistaranáminu í reikningsskilum og endurskoðun verið breytt. Breyt- ingin mun gilda frá og með haust- inu 2009. Kennt verður tvisvar í viku, mánudaga og fimmtudaga, kl. 16-20. Tvö námskeið verða kennd samhliða og próf tekin að þeim loknum, í áttundu viku náms. Hvert lesár verða fjórar slíkar einingar, alls 8 námskeið á lesári. Námið tekur tvö ár. Skráning í meistara- námið fer fram til og með 15. apríl á heimasíðu Viðskiptafræðideildar á www.vidskipti.hi.is. Höfundur er markaðsstjóri viðskipta- og hagfræðideildar HÍ og stundakennari við HÍ. Góður valkostur SIF SIGFÚSDÓTTIR Bílaland B&L, Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - 575 1230 - luxusbilar@bilaland.is. Komdu núna í Bílaland B&L og kynntu þér kostina Opið virka daga frá kl. 10 til 18 og á laugardögum frá kl. 12 til 16. L.R. RANGE ROVER Supercharged Nýskr: 01/2006, 4200cc, 400 hestöfl, 5 dyra, sjálfskiptur, svartur, ekinn 27.000. Verð: 11.200.000 BMW M5 Nýskr: 8/2005, 5000cc, 507 hestöfl, 4 dyra, sjálfskiptur, ljósgrár, ekinn 7.700 Verð: 9.780.000 BMW 335I Coupe Nýskr: 06/2007, 3000cc, 2 dyra, Sjálfskiptur, Svartur, Ekinn 10.000. Verð: 6.850.000 L.R RANGE ROVER V8 diesel Nýskr: 12/2006, 3600cc, 5 dyra, sjálfskiptur, grár, ekinn 25.000. Verð: 11.100.000 Glæsilegt úrval lúxusbílaLÚXUS ALLIR INNFLUTTIR OG ÞJÓNUSTAÐIR AF UMBOÐI 575 1230
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.