Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 44
24 27. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Overli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott
Já, reyndar er þetta
fyrsti dagurinn hans
Lenna... Hvernig
vissirðu?
Já, já, já! Þetta
er lífið!
Engar konur! Bara strákar! En þannig er það
eiginlega alltaf
hjá okkur, Húgó!
Það er það
sem ég er að
segja, Ívar!
Svona er lífið!
Palli, nennirðu að setja
diskinn þinn í vélina
og setja hana af stað?
Geturðu sagt þetta
aftur?
Hvað er á listanum
mínum í dag? Standa hlekkjaður í
bakgarðinum.
Ohh..
.
Ég vildi óska að ég
gæti strikað yfir það.
Allt í lagi... Betra en
flestir...
Að vera foreldri: Ekki slæmt
fyrir þriggja
barna föður!
Ég tók upp á því í vik-
unni að tylla mér á
skólabekk. Það er í
hálfgerðri diet-útgáfu í
þetta skiptið, enda í
formi tveggja kvölda
námskeiðs. Maður hefði
haldið að ég, sem á að baki sautján
ára skólagöngu, væri ágætlega
búin undir þessa léttvægu æfingu í
einbeitingu og glósunarstörfum. Í
staðinn komst ég að því að þetta er
svipað og með húsmóðurvöðvana,
sem slappast fljótt ef þeir eru ekki
í stöðugri æfingu. Ég sannreyndi
það um daginn, þegar ég starði á
þvottavél og þurrkara í hálftíma
eins og tækin væru arameískumæl-
andi geimverur. En það er önnur
saga og öllu sorglegri.
Ég hef haft lítil afskipti af súlurit-
um frá því að ég yfirgaf grunnskól-
ann. Ég mátti þess vegna alveg eiga
von á því að heilinn slökkti á sér
meðan á námskeiðinu stóð, svona
svipað og myndavélin sem ég var
mætt til að læra á. Það kom mér
samt á óvart. Ég er að uppgötva að
ég hef bara kolranga mynd af eigin
skólagöngu. Ég telst ansi fram-
bærilegur námsmaður á hefðbund-
inn mælikvarða. Það er hins vegar
að rifjast upp fyrir mér að ég hef
aldrei skarað fram úr í eiginlegri
námsástundun. Í staðinn sækja á
mig löngu grafnar minnismyndir af
stærðfræðibókinni sem ég opnaði
ekki fyrr en þremur dögum fyrir
próf, og mánudögunum sem ég svaf
mig í gegnum fjórfalda tíma í
grísku. Einhvern veginn hef ég
haldið lífi í ranghugmyndum um
sjálfa mig með gleraugu (sem ég
nota ekki), hnút í hárinu og snyrti-
legan stafla af penum glósum, sitj-
andi við lítið skrifpúlt undir
frönskum glugga. Óekkí.
Það sem ég kann er að taka
örvæntingarfullt lærdómskast
skömmu fyrir erfitt próf og ná á
yfirskilvitlegan hátt að festa allar
upplýsingar, ásamt blaðsíðutölum,
einhvers staðar í afkimum hugans.
Ég vona því bara að yfirstandandi
námskeiði ljúki á átta tíma prófi
með fimm ritgerðarspurningum.
Þá á ég séns. Annars mun ég halda
áfram að stara tómeygð á töfluna
og finna súlurnar spýtast út um
eyrun.
STUÐ MILLI STRÍÐA Að spenna námsmannavöðvann
SUNNA DÍS MÁSDÓTTIR FINNUR SÚLURITIN SPÝTAST ÚT UM EYRUN
Miðasala hafin
á midi.is!
www.lokal.is
Baðstofan e. Hugleik Dagsson
sýn. lau 1/3 örfá sæti laus
norway.today e. Igor Bauersima
sýn. fi m. 28/2, uppselt fös. 29/2 örfá sæti laus
Vígaguðinn e. Yasminu Reza
sýn. fös 29/2, lau. 1/3 örfá sæti laus
Pétur og úlfurinn e. Bernd Ogrodnik
sýningar sun. 2/2 örfá sæti laus
Skilaboðaskjóðan e. Þorvald Þorsteinsson
Sýningar sun. 2/3 örfá sæti laus
Kynningarfundir
á nýgerðum kjarasamningum
Félags iðn- og tæknigreina (FIT)
verða haldnir á eftirtöldum stöðum:
• Miðvikudaginn 27.febrúar í Borgartúni 30 kl. 20.
• Fimmtudaginn 28.febrúar í Kaffi -Duus í Grófi nni, Reykjanesbæ kl.20
• Föstudaginn 29.febrúar í Austurvegi 56, Selfossi kl. 18:30
• Mánudaginn 3.mars á Akranesi
Dagskrá fundanna:
1. Kynning nýgerðra kjarasamninga
2. Önnur mál
Stjórn FIT
27. febrúar
28. febrúar
2.mars
frábær röksemdafærsla