Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 26
 27. FEBRÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR8 ● fréttablaðið ● vetrarlíf Rögnvaldur Eiríksson hefur mikið ferðast um á fjórhjóli nú í vetur en hann byrjaði í sportinu fyrir rúmu ári. Áður var hann í rallíkrossi. Rögnvaldur stundar sportið í félagi við syni sína, föður og aðra vélhjólaáhugamenn. „Faðir minn er 72 ára og strákarnir mínir byrjuðu á æfingabrautunum tíu ára svo þetta er fyrir fólk á öllum aldri,“ segir Rögnvaldur en hann situr í stjórn Slóða- vina sem er nýstofnað félag áhugamanna um ferðamennsku og útivist á vélhjólum. „Markmið félagsins er meðal annars að auka þekkingu vélhjólafólks, almennings, fjölmiðla og stjórnvalda á notkun vélhjóla til ferðalaga og útivistar en það mun einnig miðla upplýsingum um akstursleiðir, standa fyrir ferðum og fræðslufundum,“ segir Rögnvaldur. Hann segist aðallega fara í styttri dags- ferðir yfir vetrartímann en hann notar hjól- ið þó meira á veturna en á sumrin. „Við förum gjarnan frá Bolöldusvæðinu, sem er æfingasvæði vélhjólamanna við Litlu kaffi- stofuna, og upp á Hellisheiði en þar liggja vegslóðar inn eftir öllu. Síðan er líka vinsælt að fara frá Þingvöllum, upp í Skjaldbreið og niður Lyngdalsheiðina,“ segir Rögnvaldur. Á sumrin segir hann menn fylgja vegum og slóðunum í hvívetna en á veturna er líka keyrt á snjónum. Fjórhjólin eru götuskráð og þau má líka keyra á almennum vegum. Rögnvaldur segir best að hjóla í harð- fenni. „Við látum lausan snjó þó ekki aftra okkur og erum stundum með skaflana upp að mitti. Rögnvaldur tekur það fram að mikil áhersla sé lögð á það að keyra ekki á gróðursvæðum og að spæna ekkert upp. Hann segir það reyna mikið á líkamann að þeysast um á hjólunum. „Maður hristist til og frá allan daginn og lendir í alls kyns ævintýrum. Ég er með drif á öllum hjól- um en faðir minn bara með að aftan sem er miklu meira púl.“ Rögnvaldur segir það kosta sitt að koma sér upp búnaði til að geta stundað sportið að alvöru. Hjólin kosta frá 500.000 krón- um og upp í tæpar tvær milljónir en síðan verða menn að verða sér úti um fullkominn hlífðarbúnað. „Það er nauðsynlegt að vera í sérstökum, skóm, hjólagalla og með góðan hjálm. Annað er alger óráðsía.“ - ve Sport fyrir unga sem aldna Sportinu geta fylgt mikil líkamleg átök. Fjórhjólamenn á Lyngdalsheiði. Erik Carlssen, faðir Rögnvaldar, sem er 72 ára, gefur hressilega í. Rögnvaldur Eiríksson, sem situr í stjórn Slóðavina, hefur stundað fjórhjólasportið í um eitt og hálft ár. Skíðagöngufélagið Ullur er félagsskapur áhuga- fólks um skíðagönguiðkun á höfuðborgarsvæðinu. Félagsmenn ganga mikið í Bláfjöllum þar sem öllum krökkum er boðið á æfingar á laugardögum. Félagið var stofnað í júlí í fyrrasumar. Stofnfélagar voru um fimmtíu og fyrir valinu varð nafnið Ullur sem er guð skíðamanna samkvæmt Snorra-Eddu. „Félagið var upphaflega stofnað í kringum fólk sem hefur stundað almenningsgöngur. Til dæmis Vasagönguna í Svíþjóð sem fer fram um þessar mundir. Það er lengsta al- menningsganga í heimi og hefur verið farin síðan árið 1922. Gangan er 90 kílómetra löng og er farin á milli tveggja bæja sem nefnast Selen og Mora. Síðan eru í boði ýmsar vegalengdir sem henta allri fjölskyldunni. Það er heil vika sem fer í þennan viðburð og þó nokkrir félagsmenn frá okkur sem taka þátt árlega,“ segir Anna Kristín Sigurp- álsdóttir, varaformaður félagsins. Í dag eru félagar rúm- lega áttatíu, sem flestir ganga sér til ánægju og heilsubótar. Fæstir eiga keppnisferil að baki en þó keppa nokkrir félag- ar endrum og eins. „Markmiðið er að halda utan um skíðagönguiðkun á höfuðborgarsvæðinu. Við tókum eftir hve stór hópur geng- ur í Bláfjöllum og þá vaknaði sú hugmynd að stofna félagið. Þennan hóp vantaði einhvers konar talsmann og nú beitum við okkur fyrir því hvernig spor er best að leggja, veitum upplýsingar og vinnum að því að koma upp aðstöðu,“ segir Anna Kristín sem hóf skíðaiðkun fyrir tveimur árum. Lítil hefð hefur verið fyrir skíðagönguiðkun á Íslandi. Anna Kristín segir þó meiri hefð fyrir íþróttinni úti á landi og nefnir Ísafjörð, Ólafsfjörð, Siglufjörð, Akureyri og Strandir þar sem fólk er duglegra að leggja spor. „Starfs- menn Bláfjalla hafa staðið sig gríðarlega vel upp á síð- kastið. Þar hafa menn keppst við að hafa tilbúin spor frá klukkan 17 á virkum dögum og frá kl. 10 um helgar þegar veður leyfir,“ útskýrir Anna Kristín sem segir félagið í miklu og góðu samstarfi við forsvarsmenn Bláfjalla. Hún segir skíðagönguna mikið fjölskyldusport þar sem flestir geta verið með. „Fjölskyldan getur gengið saman og mín reynsla er sú að krakkar eru mjög fljótir að ná tækninni,“ segir Anna Kristín og bætir við að alla laugardaga séu krakkaæfingar kl. 13 í Bláfjöllum, þegar veður leyfir, þar sem allir séu velkomnir. Þar er þjálfari sem tekur á móti krökkunum og til stendur að fara með hópinn á næstu Andrésar Andar-leika sem fram fara á Akureyri í apríl. Einnig tekur Anna Kristín fram að fólk geti gengið ann- ars staðar en uppi í Bláfjöllum. „Skógræktin hefur verið dugleg að leggja spor í Heiðmörk, þegar aðstæður leyfa. Einnig hefur golfvöllurinn í Garðabæ líka lagt spor fyrir okkur. Síðan er vel hægt að nota staði eins og Klambratún- ið og Laugardalinn þó ekki séu lögð spor þar,“ segir Anna Kristín og bendir á upplýsingar á heimasíðu félagsins. Félagið stendur ekki fyrir reglulegum æfingum og til stendur að halda námskeið fyrir byrjendur. Þau verða aug- lýst á heimasíðu félagsins. Anna Kristín segir lítið um leigu á skíðagönguútbúnaði og lýsir hér með eftir búnaði. „Ef fólk á skíðagönguútbúnað, jafnvel bara stafi eða skó sem það vill losna við, má það endilega hafa samband við okkur. Síðan stendur til að koma upp lager í Bláfjöllum,“ segir Anna Kristín. Hún segir marga duglega við að ganga eftir vinnu og nú er unnið að því að koma upp aðstöðu. „Við erum að vinna að skipulagningu á svæðinu en einnig er markmiðið að eignast aðstöðu einhvern tíma. Þar gæti fólk fengið upplýsingar, leigt og smurt skíði og komist í kaffi,“ segir Anna Kristín. Allar nánari upplýsingar er að finna á skidagongufelag.blog.is. rh@frettabladid.is Ullur er guð skíðamanna Anna Kristín Sigurpálsdóttir notar hvert tækifæri til að skella sér á gönguskíði í góðu veðri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.