Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 6
6 27. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR
VIÐSKIPTI „Þetta er breyttur mark-
aður frá því sem var, það gefur
augaleið,“ segir Jón Grétar Jóns-
son framkvæmdastjóri fasteigna-
sölunnar Húsakaupa. Lán til fast-
eignakaupa hjá bönkunum hafa
aldrei verið dýrari en nú, en með-
altalsvextir á þeim eru 6,35 pró-
sent. Þegar bankarnir buðu fyrst
upp á lán til íbúðarkaupa voru
þeir 4,15 prósent. Grunnvextir á
lánakjörum hafa því versnað um
35 prósent en í ofanálag bætist
verðbólga sem hefur verið mikil
undanfarin ár. Hún mælist nú 6,8
prósent.
Stýrivextir Seðlabanka Íslands
hafa verið háir lengi og eru nú
13,75 prósent. Þeir hafa haft áhrif
til hækkunar á lán bankanna en
Íbúðalánasjóður hefur getað hald-
ið vöxtum í lægri kantinum,
vegna ríkisábyrgðar. Þetta hafa
ýmsir innan viðskiptalífsins
gagnrýnt harðlega. Þannig sagði
Lárus Welding, forstjóri Glitnis, í
viðtali við Fréttablaðið að Íbúða-
lánasjóður ynni augljóslega gegn
Seðlabankanum sem gerði efna-
hagsstjórn erfiðari og útilokaði
sanngjarna samkeppni á íbúða-
lánamarkaði.
Jón Grétar Jónsson segir við-
búið að miklar breytingar séu í
vændum á fasteignamarkaðnum.
Bæði hvað varðar þróun
fasteignaverðs og einnig innan
fasteignasalastéttarinnar. „Fast-
eignasölur hafa sprottið upp í
góðærinu eins og margt annað.
Þær eru ansi margar og það er
viðbúið að þeim fækki ef ástandið
verður áfram eins og það er.“
Um 260 manns starfa við fast-
eignasölu á landinu, ýmist í fullu
starfi eða að hluta. Í febrúar
hefur verið gengið frá 297 kaup-
samningum sem gerir rúmlega
einn samning á hvern starfandi
fasteignasala í landinu.
Grétar Jónasson, framkvæmda-
stjóri Félags fasteignasala, segir
augljóst að horfur á fasteigna-
markaðnum séu að taka breyting-
um. „Það er nánast búið að loka
fyrir lán hjá bönkunum. Því finna
allir fyrir, því fólk hefur jafn mik-
inn hug á því að kaupa húsnæði
núna eins og áður,“ segir Grétar.
Hann segir fasteignasala finna
fyrir miklum áhuga hjá kaupend-
um. „Stjórnvöld hafa kynnt breyt-
ingar, meðal annars afnám stimp-
ilgjalds við kaup á fyrstu íbúð,
sem geta skipt miklu máli fyrir
stóran hóp. Vonandi verður þeim
hugmyndum hrint í framkvæmd
sem fyrst.“
magnush@frettabladid.is
Lánum fækkar eftir
því sem kjör versna
Íbúðalánum sem veitt eru hjá bönkum hefur fækkað mikið að undanförnu.
Lán hjá Íbúðalánasjoði eru nú margfalt fleiri en hjá bönkunum. Augljóslega
doði yfir markaðnum, segir Jón Grétar Jónsson framkvæmdastjóri Húsakaupa.
M. kr.
40.000
35.000
30.000
25.000
20.000
15.000
10.000
5.000
0
Fjöldi
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
S O N D J F M A M J J Á S O N D J F M A M J J Á S O N D J F M A M J J Á S O N D J
2004 2005 2006 2007
FJÁRHÆÐ
FJÖLDI
BANDARÍKIN, AP Hillary Clinton
hefur síðustu daga hert árásir
sínar á Barack Obama í þeirri von
að vinna til sín fylgi í prófkjörun-
um á þriðjudag í næstu viku.
Clinton má ekki lengur við því
að tapa fyrir Obama í þeim fáu
fjölmennu ríkjum sem enn á eftir
að kjósa í, því þá væri nokkuð víst
að Obama færi með sigur af hólmi
í baráttu Demókrataflokksins um
það hvort þeirra verður forseta-
efni í kosningunum í haust.
Hillary líkti augljóslega Obama
við George W. Bush, núverandi
forseta, sem þótti næsta reynslu-
lítill í utanríkismálum þegar hann
tók við embætti fyrir rúmlega sjö
árum. Hún sagði Bandaríkjamenn
þegar hafa séð „hörmulegar afleið-
ingar þess að hafa forseta sem
hvorki hefur næga reynslu né
visku til að takast á við utanríkis-
mál og tryggja öryggi okkar. Við
getum ekki látið það gerast aftur.
Bandaríkjamenn hafa þegar tekið
þá áhættu einum of oft.“
Í forkosningabaráttu repúblik-
ana hefur John McCain síðustu
daga lagt æ meiri áherslu á að
fjalla um Íraksstríðið. Hann lagði
áherslu á það við kjósendur Rep-
úblikanaflokksins að hann myndi
tapa í forsetakosningum á móti
Clinton eða Obama ef ekki tækist
að sannfæra Bandaríkjamenn um
nauðsyn þess að halda áfram
stríðsrekstri þar. - gb
Prófkjörsbarátta frambjóðenda demókrata harðnar í Bandaríkjunum:
Clinton líkir Obama við Bush
HILLARY CLINTON Gagnrýndi mótfram-
bjóðanda sinn fyrir yfirborðsmennsku
og reynsluleysi. NORDICPHOTOS/AFP
FJÖLDI ÍBÚÐALÁNA OG VIÐSKIPTI Í KRÓNUM
STJÓRNMÁL Jaap de Hoop Scheffer,
framkvæmdastjóri Atlantshafs-
bandalagsins, segir þátttöku
Íslands í friðargæslu í Afganistan
mikilvæga og telur lofsvert að þar
séu um 30 Íslendingar að störfum.
Geir H. Haarde forsætisráð-
herra og Scheffer ræddust við í
höfuðstöðvum Atlantshafsbanda-
lagsins í Brussel gær. Helstu mál-
efni fundarins voru framkvæmd
lofthelgieftirlitsins, norðurslóða-
mál og undirbúningur leiðtoga-
fundar NATÓ-ríkja í Búkarest í
apríl.
Geir fundaði líka með Jean-
Claude Juncker, forsætisráðherra
Lúxemborgar, í gær. Ræddu þeir
einkum um samskipti ríkjanna,
Evrópumál og framboð Íslands til
öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Kvaðst Juncker þegar hafa heitið
Austurríkismönnum og Tyrkjum
atkvæðum í kjörinu.
Um Evrópumál sagðist Junck
hafa spurt Geir hvort Íslendingar
íhuguðu að taka upp evru ein-
hliða. Honum hafi létt þegar Geir
sagði slíkt ekki uppi á teningnum
enda fylgdi slíku ýmis vand-
kvæði.
Í gærmorgun heimsótti Geir
íslensku bankana þrjá sem starfa
í Lúxemborg; Glitni, Landsbank-
ann og Kaupþing. Í gærkvöldi
setti hann viðamikla Íslandshátíð
sem stendur fram í júní.
Í dag mun Geir hitta fimm
framkvæmdastjóra hjá Evrópu-
sambandinu, þar á meðal José
Manuel Barroso, forseta fram-
kvæmdastjórnarinnar. - bþs
Forsætisráðherra og framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins funduðu í gær:
Íslendingar mikilvægir í Afganistan
GEIR OG SCHEFFER Forsætisráðherra
fundaði með framkvæmdastjóra NATO í
Brussel í gær. NORDICPHOTOS/AFP
MENNING Fjölmenni var við setn-
ingu Íslandshátíðar í menning-
ar- og listamiðstöðinni Bozar í
Brussel, höfuðborg Belgíu, í gær-
kvöld. Geir H. Haarde forsæt-
isráðherra setti hátíðina, sem
stendur fram í júní.
Við setninguna töluðu einnig
Stefán Haukur Jóhannsson, sendi-
herra Íslands í Brussel, og inn-
anríkisráðherra Belgíu. Á annað
hundrað íslenskir listamenn koma
að verkefninu, þeirra á meðal
Rúrí, Hallgrímur Helgason og
Víkingur Heiðar Ólafsson.
Hátíðin er viðamesta kynning á
landi og þjóð sem íslensk stjórn-
völd hafa staðið að. - bþs
Viðamesta landkynningin:
Íslandshátíð
sett í Belgíu
ÞÝSKALAND Kristilegir demó-
kratar töpuðu hreinum meirihluta
sínum á þingi Hamborgar í
kosningum á sunnudaginn.
Flokkurinn hélt þó stöðu sinni
sem stærsti flokkurinn og oddviti
hans, Ole von Beust, á því áfram
tilkall til yfirborgarstjórastólsins.
Flokkur von Beust, CDU, fékk
42,6 prósent atkvæða, jafnaðar-
menn 34,1 og græningjar 9,6
prósent. Frjálsir demókratar
náðu ekki fimm prósenta-
þröskuldinum en það gerði
vinstrijaðarflokkurinn Die Linke,
sem fékk 6,4 prósent og er þar
með kominn með fulltrúa á tíu af
þýsku fylkisþingunum 16. Meðal
forystumanna CDU í Hamborg er
nú mestur áhugi á því að leita
meirihlutasamstarfs við græn-
ingja. - aa
Kosið í Hamborg:
Líkur á hægri-
grænni stjórn
HAMBORGAR-ÓLI Ole von Beust ásamt
Angelu Merkel kanslara. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Kaust þú í undankeppni
Eurovision á laugardagskvöld?
Já 33%
Nei 67%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Á að auglýsa allar ríkiseignir
sem á að selja?
Segðu skoðun þína á visir.is
FJARSKIPTI Fyrirtækjum á íslensk-
um fjarskiptamarkaði fækkar ef
það verður af áætluðum samruna
Hive og SKO. Eignarhaldsfélagið
Teymi, móðurfélag SKO, keypti í
gær 51 prósents hlut í IP fjarskipt-
um, sem á fjarskiptafyrirtækið
Hive. Teymi á Vodafone.
Hermann Jónasson, núverandi
forstjóri Hive og verðandi for-
stjóri sameinaðs félags Hive og
SKO, segir að með sameiningu
þessara tveggja fyrirtækja náist
kraftur til að keppa við önnur
fyrirtæki á fjarskiptamarkaðnum.
„Saman ætlum við að gera full-
burða fyrirtæki sem getur keppt
af alvöru við Símann og Voda-
fone.“ Kaupin eru gerð með fyrir-
vara um afstöðu Samkeppniseftir-
litsins. - sþs
Hive og SKO sameinast:
Fækkar á fjar-
skiptamarkaði
Maður liggur töluvert slasaður á
gjörgæsludeild Landspítalans eftir
fimmtán metra fall í gær. Óhappið
varð í Þingahverfi í Kópavogi og
virðist vinnupallur hafa hrunið undan
manninum.
SLYS
Maður féll niður 15 metra