Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 8
8 27. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 Hvaða bankastjóri lækkaði laun sín um helming? 2 Hvað heitir dávaldur söngv- arans Friðriks Ómars? 3 Hvort sýnir könnun Frétta- blaðsins að 55 prósent séu með eða á móti aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34 EXISTA hf. ı Ármúla 3 ı 108 Reykjavík ı Sími 550 8600 www.exista.com AÐALFUNDUR EXISTA HF. 28. FEBRÚAR 2008 Aðalfundur Exista hf. verður haldinn fimmtudaginn 28. febrúar 2008 á Hilton Reykjavík Nordica að Suðurlandsbraut 2 og hefst fundurinn kl. 17:00 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins árið 2007. 2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2007 ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar vegna ársins 2007. 4. Kosning stjórnar. 5. Kosning endurskoðunarfélags. 6. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 7. Tillaga stjórnar um að samþykkja starfskjarastefnu Exista hf. 8. Tillaga um að samþykkja heimild stjórnar til þess að breyta og gefa út hlutafé í evrum. 9. Tillögur til breytinga á samþykktum Exista hf.: a. Breyting á 2. mgr. 4. gr. um heimild stjórnar til að hækka hlutafé félagsins um allt að 7.000.000.000 kr. að nafnverði eða samsvarandi fjárhæð í evrum með útgáfu nýrra hluta. b. Breyting á 1. mgr. 7. gr. um heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutum. 10. Önnur mál. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningur félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis. Ennfremur er hægt að nálgast fundargögn á vefsíðu félagsins www.exista.com. Aðalfundur Exista mun fara fram á ensku. Boðið verður upp á túlkun á íslensku. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á aðalfundardaginn frá kl. 16:00 á fundarstað að Hilton Reykjavík Nordica. STJÓRNMÁL „Í fyrsta lagi hefur þróunin síðustu misserin í þessum viðhorfsmælingum heldur verið í þá átt að sífellt fleiri hafa stutt það að látið verði reyna á aðildarumsókn,“ segir Björgvin E. Sigurðsson viðskiptaráðherra um skoðanakönn- un Fréttablaðsins, en samkvæmt henni eru 55 prósent landsmanna hlynnt því að sækja um aðild að ESB. „En svo hefur ólgan á erlendum fjármála- mörkuðum og óróinn í efnahagslífinu hér undir- strikað fyrir mörgum mikilvægi þess að skoða þessi mál í alvöru. Ég held að það endurspeglist í þessari könnun að bæði almenningur og atvinnu- rekendur telja að spurningin um þetta sé aðkallandi.“ Slæmt að sækja um og sjá til Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, lítur málið öðrum augum. „Ég tel þetta meðal annars sýna það að nokkuð eimi eftir enn af þeim málflutningi að Ísland ætti að sækja um til að prófa og sjá hvað okkur býðst. En þetta tel ég vera mikinn misskilning því í meginatriðum liggur það alveg fyrir hvað fylgir aðild að Evr- ópusambandinu og það hefur margoft komið fram að samningssvigrúmið er ósköp lítið,“ segir hann. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, tekur í sama streng. „Það er ekk- ert bjart fram undan,“ segir hann. „Við fórum í gegnum niðurskurð í þorski, ekkert ætlar að verða úr loðnuvertíðinni, bankakerfið er í hálf- gerðum lamasessi og menn fá ekki lán nema á einhverjum ofurvöxtum og svo erum við að horfa upp á verulegan samdrátt á byggingamarkaði. Það vill brenna við þegar þrengir að, eins og nú, að menn vilji stökkva á næstu patentlausn enda er umræðan á slíku stigi hér á landi.“ Hann segir ennfremur að Frjálslyndi flokkurinn sé á móti aðild á meðan fiskveiðistjórnunarkerfið er óbreytt. „Eins og það er núna myndi aðild þýða að erlendir útgerðarmenn gætu keypt auðlindina af okkur og við sættum okkur ekki við það.“ Umræðan orðin jákvæðari „Ég tel að umræðan um þreng- ingar í okkar mikilvæga hag- kerfi hafi mikil áhrif á afstöðu fólks,“ segir Hannes G. Sigurðs son, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir enn fremur að afstaða samtakanna gagnvart upptöku evrunnar og aðild að ESB sé óbreytt. „Þetta er til umfjöllunar hjá okkar aðild- arfélögum og við sem heildar- samtök höfum ekki neina heildarafstöðu en það er þó mikilvægt að fólk átti sig á að hvorugt leysir þann bráða- vanda sem við stöndum frammi fyrir,“ segir hann. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir það ekki koma á óvart að fólk sé jákvæðara gagnvart ESB nú. „Í ljósi þess óróleika sem verið hefur í efnahagsmálum og svo þeirrar umræðu um Evrópusambandið og evruvæðingu sem hefur verið mun jákvæðari nú en oft áður þá kemur þetta ekki á óvart.“ jse@frettabladid.is Efnahagsþrengingar auka stuðning við aðild að ESB Stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar eru sammála um að þrengingar í efnahagslífinu auki á stuðning við aðild að ESB. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að um 55 prósent eru hlynnt því að Ísland sæki um. GYLFI ARNBJÖRNSSON BJÖRGVIN E. SIGURÐSSON X VIÐ EVRÓPUSAMBANDIÐ Svo virðist sem Íslendingar séu í auknum mæli jákvæðir fyrir því að setja X við Evrópusambandið. Þetta X er hins vegar komið frá þotum sem svifu yfir höfuðstöðvum sambandsins í Brussel. AFGANISTAN Danskur hermaður lést vegna voðaskots í Afganistan um síðustu helgi. Slysið varð við Bastion-búðirnar í Helmand- héraði í suðurhluta landsins. Slysið varð þegar hermenn í búðunum voru að taka sig til fyrir æfingu í hæðunum við búðirnar. Hermaðurinn, sem var 21 árs, komst strax undir læknishendur en ekki tókst að bjarga lífi hans. Ekki er vitað með vissu að svo stöddu hvað gerðist en rannsókn hófst tafarlaust á því hvernig slysið bar að. - þo Slysaskot á æfingu: Dani lét lífið í Afganistan SERBÍA, AP Dmítrí Medvedev, varaforsætisráðherra Rússlands sem fastlega er gert ráð fyrir að verði kjörinn eftirmaður Vladi- mírs Pútín forseta, undirritaði í Belgrad á mánudag samninga um lagningu gasleiðslu fyrir rúss- neskt jarðgas um Serbíu til Vestur-Evrópu. Samningarnir þykja endurspegla nánari tengsl Rússlands og Serbíu, en Rússar standa heilshugar að baki Serbum í höfnun þeirra á sjálfstæði Kosovo. Medvedev lét hafa eftir sér að gasleiðslusamningarnir og tengdir samningar myndu „mynda grunninn að orkustöðugleika í allri Evrópu í framtíðinni“. - aa Medvedev í Belgrad: Samið um efna- hagssamstarf BANDAMENN Serbneski forsætisráðherr- ann Vojislav Kostunica, t.h., heilsar gest- inum frá Moskvu í Belgrad. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL „Mér sýnist að stuðningur við aðildarumsókn hjá Evrópusambandinu sveiflist svolítið eftir ástandi í efnahagslíf- inu,“ segir Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, um niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins en þar mælist stuðningur við aðildarumsókn 55 prósent. Stuðningur við aðildarumsókn mældist nú um 40 prósent meðal sjálfstæðismanna sem er 12 prósentustigum meira en í könnuninni í september. Aðspurð- ur hvort forystan þyrfti að endurskoða þá stefnu segir Bjarni: „Við sjálfstæðismenn höfum aldrei útilokað að við gætum einhvern tímann séð hagsmunum okkar betur borgið innan ESB en í dag teljum við að við njótum alla helstu kostanna í EES.“ - jse Bjarni Benediktsson: Njótum kost- anna í EES VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.