Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 20
[ ]Eldsneyti hefur aldrei verið jafn dýrt. Drýgja má bens-índropann með sparakstri svo sem að aka á jöfnum hraða og sleppa því að spóla af stað á ljósum. Lögreglustjóri gefur út stæð- iskort sem heimila notkun á bílastæði fyrir fatlaða. Umsókn um stæðiskort þarf að fylgja læknisvottorð og þær upp- lýsingar fengust hjá Heiðu Gests- dóttur lögfræðingi að ákvörðun um veitingu þess væri byggð á umsögn læknis. Skilyrði fyrir útgáfu kortsins er að umsækjandi hafi sérstaka þörf á ívilnun til að leggja ökutæki í sérmerkt stæði hvort heldur sem ökumaður eða farþegi, geti ekki gengið eða eigi mjög erfitt með að hreyfa sig. Kortin eru gefin út í tiltekinn tíma, að hámarki fimm ár en ekki skemur en tvö ár, þó er hægt er að gefa út tímabund- in kort í skemmri tíma ef þörf er á. Þegar ökutæki er lagt í stæði skal kort- inu komið fyrir innan við framrúðu þannig að framhlið þess sjáist vel að utan og er lögreglumanni heimilt að leggja hald á stæðiskort leiki grunur á misnotkun. Lög- reglustjóri getur afturkall- að kortið sé það misnotað. Synjun á umsókn um stæðiskort er hægt að skjóta til úrskurðarnefnd- ar sem skipuð er einum fulltrúa tilnefndum af ríkislögreglustjóra, full- trúa tilnefndum af Sjálfsbjörgu landssambandi fatlaðra og fulltrúa tilnefndum af landlækni. Sjá reglugerð um útgáfu og notkun stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða, nr. 369/2000 www.reglugerd.is Viðurlög við að leggja í stæði merkt fötluðum án þess að hafa stæðiskort er líkt og fyrir almennt stöðubrot eða 2.500 krónur. Hægt er að fá sérmerkt stæði fyrir utan einkaheimili og er þá sótt um til Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis og skal skila inn læknisvottorði. Nefnd metur umsóknina út frá læknis- vottorði og getur veitt leyfi fyrir merktu stæði til allt að fimm ára. Umsækjandinn greiðir sjálfur fyrir skilti en Reykjavíkurborg sér um upppsetningu þess við heimili umsækjanda. heida@frettabladid.is Bílastæðakort fatlaðra Til þess að mega leggja í stæði merkt fötluðum þarf að vera með sérstakt stæðiskort í bílnum. Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N IÐ E H F .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.