Fréttablaðið - 28.02.2008, Síða 36

Fréttablaðið - 28.02.2008, Síða 36
[ ]Sund er holl og góð líkamsrækt sem stunda má með litlum til-kostnaði. Sundbolur eða skýla og kort í sundlaugarnar er um þrisvar sinnum ódýrara en íþróttafatnaður og kort í líkamsræktarstöð . Fagfólk innan geðsviðs Landspítala hefur menntað sig í fyrirbyggjandi stuðningi við börn þeirra foreldra sem glíma við geðraskanir. Um þróunarverkefni er að ræða sem nefnist Fjöl- skyldubrú og einn af frumkvöðlum þess er Eydís Sveinbjarnardóttir geðhjúkrunarfræðingur. „Foreldrum sem eiga við geðræna erfiðleika að etja er umhugað um að standa sig vel í foreldrahlutverk- inu og þeir hafa áhyggjur af velferð barna sinna. Geðrænn vandi foreldra er líka þekktur áhættuþátt- ur fyrir vanlíðan barna og getur haft áhrif á þroska þeirra og heilsu. Því er þörf á ákveðnum stuðningi við fjölskyldur sem eiga í þessum vanda því hægt er að hafa jákvæð og verndandi áhrif á líðan þeirra og stöðu.“ Þannig byrjar Eydís útskýringar sínar á verk- efninu Fjölskyldubrú sem hún hefur haft forgöngu um ásamt Sigurði Rafni Leví, sálfræðingi á barna- og unglingageðdeild, Vilborgu G. Guðnadóttur, deildar- stjóra sömu stofnunar, og Salbjörgu Bjarnadóttur, verkefnastjóra hjá Landlæknisembættinu. Eydís segir þau hafa sótt fyrirmynd að verkefninu til hinna Norðurlandanna og einkum stuðst við ákveðið líkan sem kennt er við barnageðlækni í Boston, Beardslee að nafni. „Hann byggir sinn stuðning á langtímarann- sóknum á því hvað er hjálplegast og bætir líðan fyrir þennan hóp og hefur gefið út handbækur um efnið,“ segir hún og heldur áfram: „Við fjórmenningarnir erum allir í fullri vinnu en fórum í gegnum heilmikið fjarnám undir handleiðslu erlendra sérfræðinga og ákváðum að miðla þeim fróðleik innan geðsviðsins. Nú eru 16 fagmenn á geðdeild Landspítalans að útskrifast á morgun eftir 72 klukkustunda bóklegt nám og 20 klukkustundir í handleiðslu í að veita fjöl- skyldum á geðsviði LSH þennan sértæka stuðning.“ Eydís segir forvarnarhugmyndafræði tengjast verk- efninu sem fagfólk í heilsugæslu, skólum og félags- þjónustu þurfi þjálfun í. „Sá forvarnarstuðningur kallast „Tölum um börnin“. Eitt af því sem stuðning- urinn getur komið í veg fyrir er félagslegar erfðir. Að eitthvað sem er vandamál hjá afa og ömmu, fær- ist yfir til foreldra og þaðan yfir á börn. Það getur verið orðræða eða samskiptamynstur sem helst gegn- umgangandi innan fjölskyldu. Getur birst í þögn, til dæmis um geðsjúkdóma.“ Fjölskyldubrúin er greinilega metnaðarfullt verkefni en Eydís tekur fram að það sé ekki komið í gagnið. „Þetta er ný viðbótarþjónusta sem við erum að reyna að koma hér inn í kerfið en ég get ekki sagt núna við þá sem vantar hana: „Heyrðu, þú hringir í þetta númer eða bankar á þessar dyr.“ Þörfin er hins vegar mikil. Það sem vantar er ákveðið fjármagn en von- andi verður þess ekki langt að bíða að Fjölskyldubrú- in verði hluti af þjónustu geðsviðs Landspítalans. gun@frettabladid.is Fjölskyldubrú í byggingu Eydís með handbækur sem fjalla um stuðning við þau börn sem eiga foreldra með geðraskanir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Borðaðu þig granna(n) Nánari upplýsingar Sími 865-8407 www.vigtarradgjafarnir.is ALCO-GEL Sótthreinsandi handgel. Engin flörf fyrir sápu og vatn. Fæst í apótekum um land allt. / rakel@osk.is Bæjarhraun 22 220 Hafnarfjörður Veffang: rakel@osk.is Símar: 696-2663 / 555-3536 ROPE YOGA WWW.OSK.IS Byrjendanámskeið hefjast 3., 10. og 11. mars morgun, hádegis og síðdegis tímar Skráðu þig strax í þetta einstaka ævintýri. Vertu hjartanlega velkomin Rakel og Ósk Auglýsingasími – Mest lesið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.