Fréttablaðið - 28.02.2008, Síða 48

Fréttablaðið - 28.02.2008, Síða 48
 28. FEBRÚAR 2008 FIMMTUDAGUR12 ● fréttablaðið ● vinnuvélar Dráttarvélar koma að góðum notum við hin ýmsu störf. Nauð- syn þeirra í landbúnaði er fyrir löngu staðfest enda er dráttar- vélin líklega besti vinur bónd- ans. Traktora er hins vegar hægt að nota í ýmis önnur störf fyrir utan sveitina. Lögreglan í Rúss- landi notaði til að mynda eina slíka vél til að eyðileggja ólög- lega geisla- og DVD-diska sem voru gerðir upptækir í fjölmörg- um verslunum og mörkuðum. Til að gera eyðinguna táknræna voru diskarnir lagðir í röð á götuna og dráttarvélin ók skipulega yfir þá. - sg Til margra hluta nytsamlegar Traktorar nýtast í marga hluti. ● DORMAÐ Á DRÁTTARVÉL Mexíkóskur bóndi leggur sig á dráttarvélinni sinni á Revolution-torgi í Mexíkóborg. Tugir trakt- ora og annarra vinnuvéla voru fluttir á torgið til að taka þátt í mót- mælagöngu gegn NAFTA (fríverslunarsamningur við Norður-Ameríku) vegna deilna um innflutning á maís frá Bandaríkjunum. Björgunarsveitir landsins hafa til umráða rúmlega hundrað vélsleða sem hafa í gegnum árin bjargað fjölda mannslífa. „Sleðarnir eru mest notaðir til fjalla að vetri til. Þessi tæki fara hratt yfir, oft við erfiðar aðstæður. Þess vegna henta þeir vel við leit að fólki sem hefur týnst, ýmist fótgangandi, á jeppa eða á vélsleða á veturna,“ segir Kristinn Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann hefur starfað í björgunarsveit í tæp þrjátíu ár og síðastliðin þrjú ár hefur hann einnig verið í sleðahóp Hjálparsveit skáta í Reykjavík. „Björgunarsveitirnar hafa notað sleðana í útköll síðast- liðin þrjátíu ár. Með bættum tækj- um og betur þjálfuðum mannskap er síðan notkun þeirra alltaf að auk- ast,“ útskýrir Kristinn sem segir að björgunarsveitir á Íslandi hafi til umráða 120-130 sleða og Hjálpar- sveit skáta í Reykjavík átta sleða, bæði Polaris og Skidoo. Sleðinn sem Kristinn kynnti fyrir blaðamanni er þriggja ára Polaris- sleði af gerðinni Switchback, 600 kúbikk með 144 sentimetra belti. Fyrir hvert útkall er sleðinn útbú- inn með ýmsum búnaði sem Krist- inn segir nauðsynlegan við björg- unarstörf. „Mikilvægasta tæki fyrir vélsleðamenn sem ferðast í miklu fjalllendi og snjó er snjó- flóðaýlir til að tryggja eigið öryggi. Síðan erum við með góðan skjól- fatnað, erum í svokallaðri brynju sem ver bæði hrygg og líffæri ef við föllum af sleðanum. Nánast eins og riddarar hér á árum áður,“ segir Kristinn brosandi og heldur áfram: „Síðan erum við náttúrulega með hjálm sem ver mann fyrir höfuð- höggi og GPS-staðsetningartæki til að geta ratað um og áttavita ef það bilar. Einnig fjarskiptatæki til að vera í sambandi hver við annan á sleðanum og aðra í kringum okkur. Auk þess er alltaf meðferðis kort og sjúkrabúnaður, skófla og snjó- flóðastöng, handljós, björgunarlín- ur og neyðarflugeldar, aukafatn- aður ef við lendum í mikilli bleytu og matur. Síðan eru við með auka- sjúkrabúnað á borð við spelkur og þess háttar.“ Sleðasveitin sér sjálf um viðhald á sleðunum og til þess hittist sveitin einu sinni í viku. „Sleðarnir eru allir nýlegir og þurfa þannig séð ekki mikið viðhald. Hins vegar er farið yfir alla sleðana eftir hverja ferð og búnaður yfirfarinn til að tryggja að allt sé í góðu standi. Síðan erum við duglegir við að smyrja alla koppa og hugsum vel um þá. Auk þess erum við með kerrur sem við drög- um sleðana á en þeir þurfa töluvert viðhald,“ segir Kristinn. Fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa með vélsleðahóp björgunar- sveita þarf að fara í gegnum ákveð- ið ferli að sögn Kristins. „Björg- unarsveitirnar taka inn nýliða á haustin. Til þess að gerast fullgild- ur björgunarsveitarmaður þarf að starfa með sveitinni í tvö ár og því næst er hægt að ganga til liðs við ýmsa hópa á borð við vélsleðahóp- inn. Auk þess sem þarf venjulegt bílpróf til að keyra vélsleða,“ segir Kristinn sem fer mikið á fjöll með félögum sínum. „Ég er svo heppinn að allir félagar mínir eru í þessum sleðahóp. Við ferðumst mikið saman og förum mikið til að kynna okkur landsvæði til að öðlast góða reynslu til björgunarstarfa. Fyrst og fremst ánægjunnar vegna en síðan er gott að geta látið gott af sér leiða sam- tímis,“ segir Kristinn. -rh Vel útbúnir riddarar hálendisins Kristinn Ólafsson með snjóflóða-ýlinn sem er eitt helsta öryggistæki vélsleðamanna á fjöllum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Kristinn í fullum skrúða á fjöllum ásamt nokkrum félögum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.