Fréttablaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 26
26 6. mars 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 UMRÆÐAN Varnarmál Í frumvarpi utanríkisráðherra til varnar-málalaga er gert ráð fyrir að fyrirhuguð Varnarmálastofnun kosti 1350 milljónir króna. Þegar við bætist kostnaðurinn af NATO-aðildinni eru það rúmar 1500 milljónir sem hin herlausa íslenska þjóð á nú að eyða í hernað. Og þá eru ekki meðtaldar allar milljónirnar sem við munum borga erlendum hersveitum fyrir að æfa sig hér á landi á okkar kostnað. Síðasta æfing kostaði 45 milljónir eða 150.000 á hvern hermann. En 1500 milljónirnar eru einar og sér heill hellingur af peningum. Fyrir þessa upphæð mætti fjölga leikskólaplássum um minnst 1500. Eða reka þrjá meðalstóra framhaldsskóla eða einn háskóla. Í utanríkismálunum væri svo hægt að tvöfalda framlagið til Þróunarsamvinnustofnunar og komast þar með aðeins nær því sem við höfum skuldbundið okkur til að leggja af mörkum í þeim efnum. Fyrir 1500 milljónir væri líka hægt að reka heilan Ríkislögreglustjóra til viðbótar við þann sem nú er, með þeim sérsveitum og sprengjusérfræð- ingum sem þar starfa. Í því sambandi má kannski minna á að þegar upp hafa komið sprengjuhótanir hér á landi, þá er alltaf hringt í lögregluna en ekki í hermálayfirvöld. Þeir allra væni- sjúkustu, sem halda að Hitler og Stalín séu í þann mund að verða endurbornir, geta huggað sig við það að ef ófriðlega horfir í heiminum er varnarsamningurinn við Bandaríkin ennþá í gildi og bandaríski herinn skuldbundinn til að verja landið. 1500 milljónirnar eru nefnilega bara til þess að „verja“ okkur á friðartímum. Allt er þetta gert áður en sérstök nefnd sem á að meta „varnarþörf“ Íslands hefur skilað niðurstöðum sínum. Að vísu þarf ekkert að efast um að nefnd sem skipuð er helstu hernaðarhaukum landsins komist að þeirri óvæntu niðurstöðu að auka þurfi útgjöld til hernaðarmála en samt er spurning hvort áhorfendur þessa leikrits eigi ekki í það minnsta skilið að heyra leikarana fara með línurnar sínar í réttri röð. Höfundur situr í stjórn Ungra Vinstri-grænna. 1500 milljónir FINNUR DELLSÉN Í dag halda Samtök iðnaðarins árlegt Iðnþing undir yfir- skriftinni „Ísland og Evrópa – mótum eigin framtíð“. Sam- tökin hafa um árabil haft þá afstöðu að Ísland eigi að stefna á fulla aðild að Evrópusambandinu og að evrópska mynt- bandalaginu. Evrópustefna SI hefur þannig verið mun afdráttarlausari en sú stefna sem heildarsamtök atvinnulífsins, SA, hafa fylgt vegna óeiningar um hana innan raða samtakanna. Sú óeining virðist hins vegar vera óðum að víkja fyrir samein- uðu kalli eftir því að stjórnvöld setji sér að markmiði að taka upp evruna og hagi hagstjórninni í samræmi við það. Í janúar héldu Samtök atvinnulífsins málþing um gjaldmiðils- mál, sem var liður í umræðu samtakanna og aðildarfélaganna um stöðu krónunnar sem gjaldmiðils. Að því er samtökin greina sjálf frá á heimasíðu sinni er sú umræða sprottin af því að í stjórn þeirra séu sterkar raddir um að æskilegt sé að Íslendingar taki upp evru sem gjaldmiðil. Um þetta hafi hins vegar ekki verið samstaða innan samtakanna og þau því ekki sett það fram sem stefnu sína, enn sem komið er að minnsta kosti. Í október í haust beindi stjórn SA því til allra aðildarsamtakanna að taka gjaldmið- ilsmálið til umfjöllunar og að taka þannig þátt í endurmati á því hvort íslenzku atvinnulífi sé betur borgið með öðrum gjaldmiðli en íslenzku krónunni. Ef marka má yfirskriftina á frásögninni af áðurnefndu málþingi á heimasíðunni liggur svarið við þessu end- urmati þegar fyrir: Tími krónunnar er liðinn. Þessi ályktun end- urómaði einnig mjög á Viðskiptaþingi í febrúar. Viðhorfskönnun meðal aðildarfélaga Viðskiptaráðs sýndi að 63 prósent þeirra eru fylgjandi því að skipta um lögeyri hér á landi. Margt bendir því til að ráðandi öfl í íslenzku atvinnulífi hafi sannfærzt um að ekki sé við íslenzku krónuna búandi til framtíð- ar og eina raunhæfa lausnin á gjaldmiðilsvandanum sé innganga í ESB og evrópska myntbandalagið. Kostnaðurinn af krónuhag- kerfinu er nú á tímum hnattvæðingar, frjáls fjármagnsflæðis og útrásar íslenzkra fyrirtækja einfaldlega miklu meiri en ávinn- ingurinn af því að hafa sjálfstæða mynt á minnsta myntsvæði heims. Meirihluti almennings, sem ber megnið af kostnaði hins óstöðuga krónuhagkerfis, gerir sér einnig grein fyrir því að hag íslenzkra neytenda væri líka bezt borgið með evrunni. Það end- urspeglast í skýrri niðurstöðu nýjustu skoðanakönnunar Frétta- blaðsins; 55 prósent þjóðarinnar vilja aðildarumsókn. Af þeim orðum sem Geir H. Haarde forsætisráðherra lét falla í nýlegri heimsókn sinni í höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel er hins vegar ljóst, að undir hans forystu hyggst ríkis- stjórnin ekki svara þessu kalli þjóðarinnar og íslenzks atvinnu- lífs heldur halda sig við þá biðleiksstefnu sem samið var um í stjórnarsáttmálanum (að kröfu Geirs sem formanns Sjálfstæðis- flokksins). Þjónar sú biðleiksstefna hagsmunum þjóðarinnar? Gjaldmiðilsmál og íslenzkt atvinnulíf: Ísland vill evruna AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR Viðrar vel til tónleika Hugmyndasamkeppni stendur nú yfir um nafngift á tónlistarhúsið við Austurbakka. Skilyrðin eru að nafnið falli að íslenskri tungu, sé þjált á erlendum málum og lýsandi fyrir starfsemina sem þar fer fram. Jónas Kristjánsson og Egill Helgason eru báðir innblásnir af vindstrengnum yfir höfnina. Egill stingur upp á nafninu Illulág en Jónas leggur til að tón- listarhöllin heiti Svipvindastaðir og torgið sem hún stendur við verði nefnt Alviðra. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsam- bandsins, er með aðra tillögu sem hann telur að uppfylli öll skilyrðin: Björk. Hann bætir reyndar við að hann sé ekki hlutlaus í þessu máli. Einar vill olíuhreinsun Einar K. Guðfinnsson ráðherra hefur lýst sig fylgjandi olíuhreinsistöð á Vestfjörðum og telur að ríkið eigi að beita sér fyrir að hún rísi. Haft er fyrir satt að olíuhreinsistöð myndi skaffa um 500 manns vinnu. Enn hefur þó ekki verið svarað hvaðan það starfsfólk á að koma en miðað við atvinnu- ástandið er nokkuð ljóst að það þyrfti að koma utan frá. Nema sjávarút- vegsráðherra sé búinn að gefa fiskveiðar end- anlega upp á bátinn? Gamalt vín á nýjum belg? Fyrir nokkrum árum setti Ágúst Ein- arsson hagfræðingur fram hugmyndir um hvernig mætti gera Ísland að hagkvæmri rekstrareiningu. Íslend- ingar ættu að stefna að því að tífalda íbúafjöldann á næstu áratugum með því að fá hingað útlendinga. Ágúst benti á að Íslendingar búi yfir þremur framtíðarauðlindum; byggingarlandi, vatni og djúphita. Enginn tók tillögu Ágústs sérstaklega alvarlega þegar hann setti hana fram. Nú virðast Vestfirðingar vera farnir að gefa þeim möguleika gaum að gera kjálkann að hagkvæmri rekstrareiningu með þessum hætti. Helsti munurinn er sá að tillaga Ágústs gerði ráð fyrir vistvænum orkubúskap. bergsteinn@frettabladid.is ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 13 61 0 2 /0 8 VORTILBOÐ 3.–6. MARS + Nánari upplýsingar og bókanir á www.icelandair.is eða í síma 50 50 100 * Innifalið í verði: Flug, flugvallarskattar og gjöld. Ferðatímabil: 1.–30. apríl. BO STO N Ver ð fr á 1 8.8 00 kr.* Hagstjórnarmistök undangeng-inna ára blasa nú við landsmönnum. Fyrst birtist Jón Ásgeir Jóhannesson, einn helzti eigandi Glitnis, og varar við því í sjónvarpi og útvarpi, að vandamál viðskiptabankanna séu vandamál þjóðarinnar allrar og hvetur Seðlabankann til að lækka vexti og hleypa verðbólgunni aftur á skrið. Næst birta tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnars- son, langa grein í Morgunblaðinu, þar sem þeir taka undir vaxta- lækkunarkröfuna; ákall þeirra er einnig tillaga um meiri verðbólgu. Loks stígur Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fram og segir á málstofu BSRB: „Það er spurning hvort ekki sé rétt að Seðlabankinn bakki út úr þessu öngstræti, ýti verðbólgu- markmiði tímabundið að minnsta kosti til hliðar.“ Landsbankamenn þurfa ekki að taka til máls fyrir opnum tjöldum, því að þeir eru sem kunnugt er í beinu talsam- bandi við Sjálfstæðisflokkinn og Seðlabankann. Skammsýnar kröfur Hvað vakir fyrir þeim, sem mæla fyrir því, að verðbólgunni sé aftur hleypt á skrið? Þeir vilja, að sívaxandi vanda bankanna – vanda, sem bankarnir bökuðu sér sjálfir með því að sjást ekki fyrir – sé velt yfir á almenning. Þeir vita, að launatekjur almennings eru óvarðar fyrir verðbólgu, en vaxtatekjur bankanna eru að miklu leyti verðtryggðar. Væri verðbólgunni aftur hleypt á skrið með vaxtalækkun, eins og þeir lýsa eftir án þess að segja það berum orðum, myndi gengi krónunnar falla enn frekar en orðið er og kaupmáttur heimilanna minnka. Bankarnir gætu hagnazt á því um skeið, þar eð þeir gætu þá aukið útlán með því að bjóða lántakendum lægri vexti en nú eru í boði. En það yrði vísast skamm- góður vermir, því að skerðing kaupmáttar og gengislækkun krónunnar myndu draga úr getu margra viðskiptavina bankanna til að standa skil á skuldum sínum. Afskriftir og útlánatöp bankanna myndu aukast, eins og Ingimund- ur Friðriksson seðlabankastjóri hefur bent á. Aukin verðbólga myndi rýra álit bankanna í útlöndum enn frekar eins og Ólafur Ísleifsson hagfræðingur hefur lýst og torvelda þeim aðgang að lánsfé, sem var lykillinn að velgengni þeirra, þegar allt lék í lyndi. Krafa bankanna um aukna verðbólgu í krafti vaxtalækkunar virðist reist á skammsýni – svipaðri skamm- sýni og kom þeim í þann vanda, sem þeir hafa ratað í og leita nú leiða til að leysa, helzt á kostnað almennings. Seðlabankinn brást Það hefur lengi legið fyrir hvert stefndi. Ítrekaðar viðvaranir vegna ört vaxandi skulda erlendis án nægrar eignamyndunar á móti voru virtar að vettugi, enda var skuldasöfnunin bein afleiðing agalausrar hagstjórnar og ónógs aðhalds Seðlabankans að bönkun- um. Seðlabankinn hefur lagaheim- ild til að hemja skuldasöfnun bankanna í útlöndum, en hann kaus að nýta hana ekki. Hann beitti ekki heldur bindiskyldu- heimild laga til að hemja útlán bankanna, heldur lækkaði hann bindiskylduna og ýtti þannig undir útlánaþensluna. Gjaldeyrisforði Seðlabankans þyrfti samkvæmt erlendum stöðlum að vera tólf sinnum meiri en hann er nú. Svipmót efnahagslífsins í augum erlendra banka er nú nauðalíkt aðdraganda fjármálakreppunnar í Suðaustur-Asíu 1997. Þess vegna er skuldatryggingarálag bankanna erlendis nú komið upp úr öllu valdi og girðir að svo stöddu fyrir aðgang þeirra að erlendu lánsfé. Samt er ekki við bankana eina að sakast. Seðlabankanum bar skylda til að veita bönkunum aðhald, en hann gerði það ekki. Nú er svo komið, að bankarnir leggja Seðlabankanum lífsreglurnar frekar en öfugt. Seðlabankinn ber ásamt ríkisstjórninni höfuðábyrgð á þeirri óvissu, sem nú ríkir um efnahagsframvinduna. Seðlabankinn er í sjálfheldu. Hann þarf að halda vöxtum uppi, þar eð verðbólgan er enn sem jafnan fyrr langt yfir auglýstu verðbólgumarkmiði bankans, enda segir í lögum: „Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi.” Seðlabankinn virðist eigi að síður líklegur til að láta von bráðar undan þrýstingi viðskiptabankanna og annarra og víkja frá meginmarkmiði sínu, og mun þá verða vísað til þessara orða í seðlabankalögunum: „Seðlabanki Íslands skal ... stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi.“ Engin spenna myndast milli þessara tveggja markmiða, þar eð stöðugt verðlag styrkir fjármála- kerfið. Aukin verðbólga veikir fjármálakerfið enn frekar á Íslandi en annars staðar eins og sakir standa. Seðlabankinn er kominn í sjálfheldu fyrir eigin mistök og andvaraleysi. Ríkis- stjórnin er samábyrg, þar eð stjórn ríkisfjármálanna hefur verið sama marki brennd og peningastjórnin og ýtt undir óvissu, verðbólgu og skuldasöfn- un. Seðlabanki í sjálfheldu Í DAG | Bankarnir og efnahagsástandið ÞORVALDUR GYLFASON Kostnaðurinn af krónuhagkerfinu er nú á tímum hnattvæðingar miklu meiri en ávinningurinn af því að hafa sjálfstæða mynt á minnsta myntsvæði heims.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.