Fréttablaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 68
32 6. mars 2008 FIMMTUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Þorfinnur Þórarinsson, bóndi á Spóastöðum í Biskupstung-
um, er formaður Búnaðarsambands Suðurlands og hefur
gegnt stöðunni frá árinu 2000.
„Ég var kallaður í stjórn Búnaðarsambands Suðurlands
árið 1993. Árið 2000 varð ég síðan formaður félagsins. Nú
hef ég hins vegar ákveðið að gefa ekki kost á mér áfram,“
segir Þorfinnur.
Búnaðarsamband Suðurlands var stofnað á Þjórsártúni
sjötta júlí 1908 og svæði félagsins nær yfir Árnessýslu,
Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. Búnaðarsam-
band Suðurlands heldur fast utan um málefni sem snertir
aðildarmenn félagsins og hjá félaginu starfa um tuttugu og
fimm manns.
„Markmið félagsins er að efla búreksturinn og standa
vörð um hagsmuni bænda. Þetta gerum við með því að
vera með ráðunauta sem aðstoða bændur og einnig lög-
bundin verkefni sem Búnaðarsambandið sinnir eins og út-
tektir jarðabóta. Helstu verkefnin eru leiðbeiningar í sam-
bandi við nautgriparækt, hrossarækt og sauðfjárrækt. Í
seinni tíð hafa leiðbeiningar varðandi bókhald, hagfræði og
búrekstur verið vaxandi,“ segir Þorfinnur.
Búnaðarsambandið sér um búnaðar- og búgreinafélög
á svæðinu sem eru fjörutíu talsins. „Þetta er mjög stórt
svæði og mjög óvenjulegt því flest búnaðarsamtök ná að-
eins yfir eitt svæði en við þrjú. Svo eru þrjátíu til fjöru-
tíu prósent af landsframleiðslunni í landbúnaði sem nær
yfir þetta svæði. Þeir hafa verið framsýnir þeir menn sem
stofnuðu sambandið með því að taka svona stórt svæði
undir sig,“ útskýrir Þorfinnur.
Á árinu hefur verið efnt til ýmissa atburða tengt afmæli
félagsins en í ágúst mun stærsti viðburðurinn verða.
„Það verður haldin landbúnaðarsýning á Hellu dagana
22. til 24. ágúst. Það verður toppurinn á þessu stóra afmæl-
isári. Halda verður sýninguna í ágúst þar sem 6. júlí er erf-
iður tími fyrir bændur í nútíma búskap. Þá er nefnilega
heyskapur í fullum gangi,“ segir Þorfinnur að lokum.
mikael@frettabladid.is
BÚNAÐARSAMBAND SUÐURLANDS:
FAGNAR HUNDRAÐ ÁRA AFMÆLI
Verja hags-
muni bænda
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Jón Guðlaugsson
frá Vík í Mýrdal, Hraunbæ 103, Reykjavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 4. mars.
Margrét Ögmundsdóttir
Guðrún Jónsdóttir Oddur Þórðarson
Jóna Jónsdóttir Pétur Eiríksson
Guðlaugur G. Jónsson Sigríður Ingunn Ágústsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Sólveig Guðmundsdóttir
Fellsmúla 11, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn
7. mars kl. 14.00.
Einar Norðfjörð
Guðrún Norðfjörð Steinar V. Árnason
Sigurbjörg Norðfjörð Þorgeir Valdimarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna
andláts móður okkar, tengdmóður, ömmu
og langömmu,
Lilju Jóelsdóttur
frá Siglufirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Sjúkrahúsi Akraness,
E-deild.
Marteinn Þór Kristjánsson Ásta Óla Halldórsdóttir
Jóel Kristjánsson Helga Sigurrós Bergsdóttir
Bryndís Hrönn Kristjánsdóttir Þórólfur Tómasson
Kristján Haraldur Kristjánsson Margrét Þorvaldsdóttir
Guðni Kristjánsson Kristbjörg Kemp
Jónína Hafdís Kristjánsdóttir Guðmundur Magnússon
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug við andlát og útför okkar
ástkæra föður, tengdaföður, afa, langafa og
sambýlismanns,
Haraldar Guðmundssonar
skipstjóra, Grundarbraut 5, Ólafsvík.
Fyrir hönd aðstandenda,
Pétur Haraldsson.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Már Hall Sveinsson
Snæfellsási 3, Hellissandi,
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar laugardaginn 1. mars.
Útför hans fer fram frá Höfðakapellu mánudaginn 10.
mars kl. 10.30.
Árni Ásgrímur Hall Másson Rannveig Guðfinnsdóttir
Sveinn Hall Másson
Aðalheiður Másdóttir Sölvi Guðmundsson
Erla Björg Másdóttir Guðmundur Gunnarsson
Vilborg Másdóttir
afa og langafabörn.
50 ára afmæli
Fimmtugur í dag.
Í tilefni af því tek ég á móti vinum og
vandamönnum í sal iðnaðarmanna,
Skipholti 70, föstudaginn 7. mars
kl. 20.00.
Hlakka til að sjá ykkur,
Fannar Eyfjörð
Elskuleg dóttir mín, móðir, tengdamóðir,
amma, systir, frænka og fyrrum eiginkona,
Hafdís Þórarinsdóttir
sjúkraliði á Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn
10. mars kl. 13.30.
Þórdís Brynjólfsdóttir
Þórarinn Jakob Þórisson Maren Óla Hjaltadóttir
Hanna Bryndís Þórisdóttir Gunnar Jón Eysteinsson
Brynjar Davíðsson Gréta Björk Halldórsdóttir
Sigurður Heiðar Davíðsson Sylvía Dögg Tómasdóttir
Dröfn Þórarinsdóttir
barnabörn og aðrir aðstandendur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
Lúðvík Kjartan Kjartanson
stýrimaður, áður til heimilis að
Króki 2, Ísafirði,
lést á Húkrunarheimilinu Kumbaravogi sunnudaginn
2. mars. Útför hans fer fram frá Kotstrandarkirkju
laugardaginn 8. mars kl. 15.00.
Anna Jónsdóttir
Ólína Louise Lúðvíksdóttir
Ásdís Jóna Lúðvíksdóttir Helgi Leifsson
Hólmfríður Lúðvíksdóttir Björn Gísli Bragason
Kjartan Jón Lúðvíksson Anna Helga
Sigurgeirsdóttir
Óli Pétur Lúðvíksson Sólveig Ingibergsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Ólöf Kristín Erlendsdóttir
Háaleitisbraut 36, Reykjavík,
andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 26. febrúar.
Útförin fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 7. mars.
kl. 13.00.
Margrét Guðjónsdóttir
Ingunn Kristín Guðjónsdóttir
Guðrún Guðjónsdóttir Björn Stefánsson
Guðjón Erlendur Guðjónsson Freyja Sverrisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
Bragi Viðar Pálsson
er lést á heimili sínu þann 27. febrúar verður jarðsung-
inn frá Möðruvallakirkju í Hörgárdal, laugardaginn
8. mars kl. 13.30.
Hafdís Jóhannesdóttir
Sigmar Bragason Anna Þóra Ólafsdóttir
Viðar Bragason Ólafía K. Snælaugsdóttir
Fanndís Viðarsdóttir
Kristófer Fannar Sigmarsson
Daníel Freyr Sigmarsson
Kristín Ellý Sigmarsdóttir
Knattspyrnufé-
lagið Real Madr-
id er stofnað.
Real Madrid er
nú stærsta og rík-
asta fótboltafélag
heims og þekkt
um allan heim.
Liðið er eitt
það sigursælasta
á síðustu öld og á
metið í meistara-
deild Evrópu og
hefur sigrað níu
sinnum, oftar en
nokkurt annað lið. Í gegnum tíð-
ina hafa með liðinu spilað fjöl-
margir heimsþekktir leikmenn
sem hafa glatt knattspyrnuá-
hugamenn með
færni sinni.
Þar er helst að
nefna þá Zidane,
Di Stefano, Ron-
aldo, Raul, David
Beckham, Luis
Figo og Roberto
Carlos.
Real Madr-
id er í hjarta höf-
uðborgar Spánar,
Madrid, þar sem
leikvangur þeirra,
Santiago Berna-
bue, er sagður einn sá glæsileg-
asti í heimi og þar er alltaf fullt
en völlurinn tekur áttatíu og
fimm þúsund manns í sæti.
ÞETTA GERÐIST: 6. MARS 1902
Real Madrid stofnaðSHAQUILLE O’NEAL ÍÞRÓTTA-MAÐUR ER 36 ÁRA.
„Einn daginn verð ég að
leggja skóna á hilluna og fá
mér níu til fimm vinnu eins
og allir hinir.“
Shaquille O’Neal hefur þrisv ar
sinnum verið valinn besti leik-
maður úrslitakeppni NBA-
deildarinnar. Hann hefur líka
unnið deildina fjórum sinnum
með liðunum Los Angeles La-
kers og Miami Heat.
ÞORFINNUR ÞÓRAR-
INSSON „Búnaðar-
sambandið hefur
fjörutíu félög á sinni
könnu.“