Fréttablaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 96
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Dr. Gunna ÉG las það á ábyrgum stað á alnet- inu að heimsendir verði árið 2028. Þá verður Evrópa orðin jafn líf- vana og eyðimörkin í Sahara og fárveður geisa stanslaust um allan heim. Við höfum níðst of mikið á umhverfinu til að hægt sé að snúa við á þessari leið til glötunar. Að hugsa sér allar auglýsingarnar um kolefnisjöfnunina sem greinilega fóru til algjörs spillis. KÍNVERJAR og alls konar lið sem áratugum saman var bláfátækt í kínamussum á reiðhjólum er ekki síst að steypa okkur í glötun með þeirri frekju að vilja lífinu jafn undursamlega til fulls og við. Nú vafrar það um með kortin sín í Kringlum Kína, löngu búið að svissa á hjólunum og bensín- hák um. Hvað er að þessu liði? Veit það ekki hvað það er að gera jörð- inni? MÉR sýndist herra forseti vor taka undir heimsendaspárnar á bændaþingi. Við verðum að tryggja innlenda framleiðslu því annars förumst við öll úr hungri þegar hvorki skip né flugvélar komast hingað vegna fárveðurs- ins með mat handa okkur. Á meðan við bíðum eftir heimsenda, hnípin saman í litlum hópum til að halda á okkur hita, fáum við því að gogga í okkur kjúklingabringur á 3.000 kall kílóið og sveppi á 40 kall stykkið – eða hvað það verður á endanum. Vá, frábært. HEIMSENDASPÁIN kemur í kjölfar hörmungafrétta af mark- aðinum. Eins og allir vissu allan tímann var hin mikla útrás ekkert nema fallega málað pappaspjald og auðlegðin helst byggð á því að slá lán í erlendum bönkum og okra á íslenskum almenningi í gegnum okurvexti og kostnaðarokur. Nú streyma pólsku verkamennirnir heim á ný og maður getur keypt sér nýlegan pallbíl og fengið borg- að með honum. Merkilegt hvað góðærið snerist fljótt í hallæri. Um leið og þeir böstuðu skútuna á Fáskrúðsfirði og landið varð kóka- ínlaust fór allt smám saman til fjandans. Ég er ekki að segja að hér á milli sé eitthvert orsakasam- hengi – hamingjan hjálpi mér, nei! – en tímasetningin passar undar- lega vel. ÞAÐ eina góða sem ég sé við heimsenda árið 2028 er að bankan- um tekst bara að hafa af mér 60 milljónir fyrir þetta 20 milljóna króna lán sem ég tók hjá honum en ekki 120 milljónir eins og ef ég myndi borga af láninu til 2048. Ha, ha, hí á þá! Heimsendir Í dag er fimmtudagurinn 6. mars, 66. dagur ársins. 8.17 13.39 19.02 8.04 13.24 18.44 F í t o n / S Í A Tónlist beint í símann Gríptu augnablikið og lifðu núna Sony Ericsson V640i Lipur og nettur Walkman tónlistarsími. 3G, EDGE, 256 Mb minniskort. Fer á Netið með Vodafone live! Fæst í „Havana gold“ og svörtu. Eingöngu hjá Vodafone. 19.900 kr. Skráðu þig í tónlistarklúbbinn og fáðu tónlist á betra verði. Tónlistarklúbburinn • Hátt í 1.000.000 íslensk og erlend lög! • Íslensk tónlist innifalin (almennt verð 149 kr.) • Kauptu erlenda tónlist á einfaldan og löglegan hátt í fyrsta sinn á Íslandi – 99 kr. lagið (almennt verð 149 kr.) Milljón lög til eignar í Vodafone tónlistarsímann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.