Fréttablaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 84
48 6. mars 2008 FIMMTUDAGUR
Breska hljómsveitin The
Yardbirds spilar á Blúshá-
tíð Reykjavíkur 19. mars.
Freyr Bjarnason spjallaði
við trommuleikarann Jim
McCarthy, sem hefur mikl-
ar mætur á gítarleikaranum
Jeff Beck.
„Ísland er indæll staður og athygl-
isverður,“ segir Jim McCarthy,
sem spilaði síðast með The Yard-
birds hérlendis fyrir fimm árum.
„Staðir eins og Ísland eru áhuga-
verðir því við hefðum aldrei spil-
að þar á sjöunda áratunum. Núna
förum við þangað og til staða eins
og Spánar og Austur-Evrópu sem
við hefðum aldrei heimsótt áður.
Fyrir nokkrum mánuðum spiluð-
um við líka í Bodö í Norður-Nor-
egi. Það er mjög fallegur staður og
fólkið var skemmtilegt.“
Clapton, Page og Beck
McCarthy er meðlimur í einni
sögufrægustu hljómsveit heims,
enda var The Yardbirds innvígð í
Frægðarhöll rokksins árið 1992.
Þrír af færustu gítarleikurum
heims í gegnum árin hafa spilað
með sveitinni, þeir Eric Clapton,
Jimmy Page og Jeff Beck, auk
þess sem hetjur á borð við Brian
May (Queen), Steve Vai (Whit-
esnake) og Slash (Guns N´Roses)
hafa allar spilað inn á plötu með
henni. Eftir að Page hætti í The
Yardbirds stofnaði hann The New
Yardbirds sem nokkru síðar
breyttist í hina goðsagnakenndu
Led Zeppelin. Clapton gekk aftur
á móti til liðs við John Mayall‘s
Bluesbreakers og stofnaði svo
aðra merka sveit, Cream.
Beck var framúrskarandi
McCarthy, sem er annar tveggja
upprunalegra meðlima í The Yard-
birds, er ekki í vafa um hver sé
besti gítarleikari bandsins frá
upphafi. „Það er Jeff Beck, engin
spurning. Hann er framúrskar-
andi og bestur í að spila af fingr-
um fram. Hann er mjög fjölbreytt-
ur gítarleikari og hefur mikið
ímyndunarafl. Hann er líka mjög
skapandi og getur gert miðlungs-
lag mjög gott.“
Um þessar mundir er gítarleik-
ari sveitarinnar 22 ára Frakki,
Jean Michel, og segir McCarthy
hann ekkert eiga erfitt með að feta
í fótspor Becks, Pages og Clap-
tons. „Hann er mjög jarðbundinn
og hæfileikaríkur einstaklingur
og virðist njóta þess mikið að
spila,“ segir hann.
Þrjár kynslóðir á tónleikum
McCarthy, sem er búsettur í
Frakklandi, segir að andrúmsloft-
ið hafi breyst mikið síðan hann
byrjaði að spila. „Þetta snýst
miklu meira um viðskipti núna.
Það er líka miklu meiri stuðningur
á bak við okkur. Búnaðurinn er
betri og aðstoðarmennirnir sömu-
leiðis. Síðan eru ferðalögin líka
auðveldari. Við erum meira í flug-
vélum í stað þess að þurfa að húka
í rútum. Svo erum við heldur ekki
að spila í hverri viku.“
McCarthy segir að allar kyn-
slóðir mæti á tónleika hjá The
Yardbirds, sérstaklega utan Bret-
lands. „Það er líka fyndið þegar
maður sér þrjár kynslóðir á sömu
tónleikunum, afann, soninn og
barnabarnið. Það er frekar skrít-
ið,“ segir hann.
Tónleikar The Yardbirds á Blús-
hátíð Reykjavíkur verða haldnir á
Hilton Nordica-hótelinu og hefjast
þeir klukkan 20.
Betri en Clapton og Page
THE YARDBIRDS Hljómsveitin The Yardbirds spilar á Blúshátíð Reykjavíkur 19. mars.
Ný plata frá rapparan-
um Eminem er væntan-
leg á næstunni sam-
kvæmt
upptökustjóranum
Focus sem starfar með
honum að plötu. „Platan
frá Marshall kemur
bráðum út. Við tókum
fyrir stuttu upp tvö lög
og við höfum samið
mikið saman undanfar-
ið,“ sagði hann. „Ég bý
til taktana og sendi þá
til hans.“
Focus bætti því við
að hann væri einnig önnum kafinn við næstu plötu Dr. Dre, Detox.
Verður það fyrsta plata hans síðan 2004. „Detox kemur út á þessu ári.
Ég veit að Dre hefur lagt sig mikið fram undanfarið,“ sagði Focus.
Eminem í upptökum
EMINEM Rapparinn
Eminem er greinilega ekki
dauður úr öllum æðum.