Fréttablaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 16
16 6. mars 2008 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Þótt undarlegt megi virð- ast finnst mörgum þeir ekki geta á sér heilum tekið nema að þeir kasti sér annað slagið til sunds í ísköldum sjónum. Skiptir þá engu hvernig viðrar. Blaða- maður stakk sér til sunds í Nauthólsvík með vöskum sjósundshópi frá Íslenskri erfðagreiningu. Upphaflega hafði blaðamaður hugs- að sér að spjalla við sundgarpana áður en þeir færu í sjóinn en Páll Gestsson var fljótur að skýra út að ekki væri talað við neina gesti nema þeir brygðu sér í sjóinn. Blaðamaður taldi sig hafa krók á móti bragði og sagðist ekki hafa nein sundföt. Hann var rétt búinn að sleppa orðinu þegar Halldór Erlendsson réttir honum skýlu og handklæði. Í örvæntingarfullri til- raun til að komast hjá áskoruninni segir blaðamaður að það sé ekki laus snagi í búningsklefanum. „Þessa afsökun höfum við ekki heyrt áður,“ segir Páll og þykir greinilega nokkuð langt seilst. Það var því ekki annað að gera en að fækka fötum og láta slag standa. „Fyrir fjórum árum kom einn starfsfélagi okkar með þá prýð- is hugmynd að við færum saman í sjósund,“ sagði Páll þegar strunsað var í kuldanum að sjónum. „Sá hinn sami hefur hins vegar ekki svo mikið sem dýft stóru tánni í sjóinn en hugmyndin var góð og hér erum við enn.“ Á hverjum miðvikudegi fer þessi vaski hópur í Nauthólsvík í hádeg- inu og bregður sér í sund. Eins og flestir muna voru vetrarhörkur miklar fyrir skömmu og var þá vogurinn ísilagður. Það dró þó ekki máttinn úr mannskapnum, sem braut góða vök og skellti sér í sjó- inn sem hrelldi þá með sínu tveggja stiga frosti. „Við vorum bara stutta stund ofan í, ekki nema tvær mín- útur,“ sagði Ólafur Þ. Magnússon og blaðamaður skalf á beinunum því ljóst mátti vera að menn myndu halda sér lengur ofan í þennan dag þar sem viðraði mun betur. Útlitið var því ekki bjart við fjöruborðið því kuldinn læsti sig í líkamann og því þurfti að reyna að blekkja hugann, sem var farinn að gæla við heita pottinn sem bíður fyrir ofan fjöru. Sundkapparnir virtust hins vegar fullir tilhlökkun- ar þegar þeir hlaupu út í sjó og syntu svo þegar nógu djúpt var komið. Hvort sem það var af vest- firskum viljastyrk eða fífldirfsku fór blaðamaður sömu leið. Það var engu líkara en togað væri í slagæðarnar og hendur verða sem steinrunnar. Það var því nokkuð erfitt að verða við tilmæl- um Ólafs sem segir það mun þægi- legra að synda en standa og kveinka sér. Menn skjálfa svo að þeir valda vart kaffibollanum þegar komið er upp í hús aftur. Þó fer notaleg til- finning um kroppinn en Adam var ekki lengi í paradís. „Nú er þyngsta mannraunin eftir,“ segir Halldór og gengur að heita pottinum. Og ef það þurfti vilja til að hafa sig út í sjó þá þarf næstum tvöfaldan skammt af slíku til að koma sér úr pottinum þegar maður hefur komið sér vel fyrir þar. Þó kveða reglur hópsins á um að einungis megi dvelja í honum fimm sinnum leng- ur en dvalið var í sjónum, sem var 1,6 gráðu kaldur. Sé einhvern tím- ann freistandi að brjóta reglur er það í pottinum þegar sá tími er útrunninn. jse@frettabladid.is Sá yðar sem sundlaus er POTTURINN BÍÐUR Einar nálgast land fullur tilhlökkunar enda er heiti potturinn mun þægilegri fyrir kroppinn en hinn ískaldi sjór. SJÓRINN BÍÐUR Guðmundur leiðir hér hópinn, sem getur varla beðið eftir því að komast í þann salta. SUNDGARPARNIR Frá vinstri: Ólafur Þ. Magnússon, Eiríkur Hjartarson, Páll Gestsson, Guðmundur Breiðdal, Viðar B. Þorsteinsson, Halldór Erlendsson, Einar Kristinsson, Áslaug Inga Kristinsdóttir og Höskuldur Steinarsson. Þótt hópurinn sé kenndur við Íslenska erfðagreiningu koma sumir annars staðar frá. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Mér finnst það,“ segir tónlistarkon- an Magga Stína spurð hvort slíta eigi stjórnmála- sambandi við Ísrael. „Það er það sterkasta sem við getum gert í stöðunni og væri sómasamleg aðgerð. Og við eigum að gera það núna! Eitt er það og ágætt út af fyrir sig að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni með því að halda sam- komur og fundi. Annað er að taka afstöðu sem þjóð og muldra ekki ofan í hálsmálið á sér hálfkveðnar vísur um „áhyggjur af ástandi mála“ eins og ríkisstjórnin hefur gert en fordæma ekki skilyrðislaust þá við- bjóðslegu meðferð sem Ísraelsmenn beita palestínsku þjóðina,“ segir Magga. Hún gefur ekki mikið fyrir orð forsætisráðherra, Geirs Haarde, um að Íslendingar hafi of lítið vægi til að hafa áhrif á gang mála. „Það er einkennilegt hvernig þversagnirnar ganga hver um aðra þvera í þessum orðum ráðherrans. Mikilvægi þjóð- arinnar vefst ekki fyrir honum þegar sækja á um sæti í Öryggisráðinu, og afstaða okkar virðist líka skipta töluverðu máli í Afganistan. Ég skil bara ekki hvernig mikilvægi okkar skreppur svona svakalega saman þegar kemur að þjóðarmorði,“ segir Magga og er mikið niðri fyrir. „Þetta er bara hræðilegt og ég vildi óska þess að íslenska þjóðin aflaði sér upplýsinga um hvað er að gerast í Palestínu. Á meðan enginn gerir það eigum við bara þessa örfáu hugsjónamenn sem hrópa upp í eyrun á fólki sem vill ekki hlusta.“ SJÓNARHÓLL STJÓRNMÁLASAMBAND VIÐ ÍSRAEL Ekki spurning MAGGA STÍNA tónlistarkona. ■ Ungir aðdá- endur Vladimírs Pútín Rússlands- forseta eiga sér félagsskap í æskulýðs- samtökunum Nashi, sem þýðir einfaldlega Okkar. Hreyfingin var stofnuð árið 2005 og liðsmenn hennar eru nú á annað hundrað þúsund. Hún þykir minna á Sovétæskuna og sumir hafa líkt henni við Hitlersæskuna, þrátt fyrir að Nashi-hreyfingunni sé beinlínis ætlað að koma í veg fyrir að ungmenni ánetjist öfga- hreyfingum. Þess í stað er þeim innprentað að berjast fyrir fram- förum og fullveldi Rússlands. PÚTÍN-ÆSKAN: UNGIR AÐDÁENDUR RÚSSLANDSFORSETA „Það er allt fínt að frétta af mér. Það lá ýmislegt á hakanum meðan ég var í pólitíkinni en síðan ég hætti þingmennsku hefur skapast tími til að kippa því í lag,“ segir Jóhann Ársælsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar. „Þar á meðal má nefna sumarbústað- inn minn sem ég hef nú getað sinnt meira og svo er það eitt og annað í húsinu,“ segir Akurnesingurinn. „En svo byrjaði einn sonur minn á því að byggja og ég hef mikið verið í því með honum. Svo er ég í stjórn Íbúðalánasjóðs en það eru eiginlega einu afskiptin sem ég hef af stjórnmál- um. Reyndar fylgist ég alltaf vel með þannig að stjórnmálin eru aldrei langt undan, sérstaklega þegar upp koma mál sem eru á mínu áhugasviði eins og auðlindamál. Það hefur verið nokkuð mikið að gerast í þeim málum að undanförnu og í raun undarlegt hve lítið hefur verið fjallað um það því stjórnvöld eru nauðbeygð til að gera eitthvað í málunum frá því að þau fengu áminningu frá mannrétt- indanefnd Sameinuðu þjóðanna. Það er engin þjóð meðal þjóða sem ypptir öxlum við slíku. Það er því kannski von á að þessi mál fari á betri brautir en það er hvergi meirihluti fyrir þessu fiskveiðikerfi nema á Alþingi og svo hjá LÍU svo það er alveg ótrúlegt hvað þeim hefur tekist að verja þetta.“ Hann segist endrum og eins sakna þingheims og þá sérstaklega starfsfélaganna en lítið er um flokkadrætti þegar kemur að samneyti þingmanna. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? JÓHANN ÁRSÆLSSON, FYRRVERANDI ÞINGMAÐUR Nú gefst tími til að taka til hendinni Kannski níu tugum? Eða tuttugu? „Það er ekki ljóst hversu há greiðslan verður en hún mun nema tugum þúsunda.“ ÓLAFUR F. MAGNÚSSON BORG- ARSTJÓRI Fréttablaðið 5. mars Svona eiga sýslumenn að vera „Við höfum unnið hratt og vel og komum hlutum í fram- kvæmd.“ ÓLAFUR F. MAGNÚSSON BORG- ARSTJÓRI Fréttablaðið 5. mars FATASKÁPADAGAR HJÁ AXIS helgina 6.-9. mars Bjóðum fataskápa á sérstökum afslætti aðeins þessa helgi. Axis býður glæsilega fataskápa í mörgum gerðum. Miklir möguleikar í uppröðun, viðartegundum, forstykkjum, skúffum og ýmsum auka- og fylgihlutum. Stuttur afgreiðslutími. Smiðjuvegur 9 - 200 Kópavogur Sími 535 4300 - Fax 535 4301 Netfang: axis@axis.is Heimasíða: www.axis.is Opið: fimmtudag 9:00-18:00 föstudag 9:00-18:00 laugardag 10:00-16:00 sunnudag 13:00-16:00 Íslensk hönnun og framleiðsla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.